Fréttir

Enn segir seđlabankastjóri ósatt Nýi Kaldbakur EA 1 til Akureyrar Bréf til starfsmanna Nýr öryggsstjóri Samherja Rauntölur um laun sjómanna og fiskverđ

Fréttir

Enn segir seđlabankastjóri ósatt

Ţrátt fyrir ađ bankaráđ Seđlabankans hafi međ alvarlegum hćtti sett sérstaklega ofan í viđ seđlabankastjóra fyrir ađ tjá sig opinberlega um einstaka mál og ađila heldur hann uppteknum hćtti. Nú síđast í sjónvarpsţćttinum Eyjunni 23. mars sl. Lét hann ekki ţar viđ sitja heldur setti frétt á heimasíđu Seđlabankans ţess efnis morguninn eftir. Líkt og áđur fer seđlabankastjóri ţar međ rangt mál og varpar ábyrgđ á ţví sem miđur hefur fariđ yfir á ađra. 

Bankaráđi hefur veriđ legiđ á hálsi fyrir ađ sinna ekki eftirlitsskyldum sínum en brást loks viđ í kjölfar harđorđs bréfs umbođsmanns Alţingis í árslok 2015 og fékk Lagastofnun til ađ gera úttekt á framkvćmd gjaldeyriseftirlits. Sú úttekt lá fyrir 26. október 2016. Síđan hefur skýrslan veriđ til međhöndlunar hjá sömu ađilum og skýrslan fjallar um og gagnrýnir í fimm mánuđi. Ţar hefur ţeim gefist fćri ađ strika út og lagfćra ađ eigin hentugleik ţađ sem ţeim hefur ţótt óhagfellt.

Ađ gefnu tilefni vill Samherji koma eftirfarandi á framfćri:

Lesa meira

Nýi Kaldbakur EA 1 til Akureyrar

Kaldbakur EA 1, nýr ísfisktogari Útgerđarfélags Akureyringa, kom til heimahafnar á Akureyri á laugardag en 17 ár eru síđan nýsmíđađ skip Samherja Vilhelm Ţorsteinsson EA kom til Akureyrar. Fjöldi Akureyringa var á bryggjunni ađ taka á móti skipinu og var öllum bođiđ um borđ ađ skođa hiđ nýja skip.

Kaldbakur var smíđađur í Cemre skipasmíđastöđinni í Tyrklandi og er 62 metra langur og 13,5 metra breiđur. Skipstjórar verđa Sigtryggur Gíslason og Angantýr Arnar Árnason, yfirvélstjóri er Hreinn Skúli Erhardsson en allir koma ţeir af gamla Kaldbak sem nú hefur fengiđ nafniđ Sólbakur. Í áhöfn verđa um 13-15 manns. 

„Kaldbakur er á allan hátt afar vel útbúiđ skip“ segir Kristján Vilhelmsson, útgerđarstjóri Samherja. „Mesti ávinningurinn af hönnun skipsins ađ okkar mati er skrokklagiđ og hve vistvćnt skipiđ er. Skrokklagiđ er nýstárlegt og eykur sjóhćfni og orkunýtingu. Stefni eins og á ţessum nýju skipum hleypir öldunni upp á nefiđ á stefninu án ţess ađ brjóta hana. Ţá er einnig mjög gott sjóstreymi ađ tiltölulega stórri skrúfu. Í öllu ţessu er fólginn orkusparnađur“, segir Kristján Vilhelmsson.

kaldbakur_ea_1_Akureyri

Lesa meira

Bréf til starfsmanna

Kćru starfsmenn,

Ţađ er okkur sönn ánćgja ađ upplýsa ađ Seđlabankinn hefur loksins viđurkennt ađ ekkert var hćft í ásökunum hans á hendur Kaldbaki ehf., dótturfélagi Samherja. Hefur Seđlabankinn ţví fellt niđur máliđ eftir tćplega 60 mánađa langa rannsókn. Rétt er ađ geta ţess ađ máliđ varđađi tvćr bankafćrslur, ţar af var önnur fćrslan upp á 1.500 norskar krónur (19.700 íslenskar krónur), sjá hér úr bréfi seđlabankastjóra. Öll gögn sem bankinn ţurfti í málinu hafđi félagiđ afhent bankanum ađ beiđni hans. Ţau voru ekki haldlögđ í húsleitinni. Fyrir ţetta kćrđi Seđlabankinn í tvígang til lögreglu.

Lesa meira

Nýr öryggsstjóri Samherja


Jóhann Gunnar Sćvarsson hefur veriđ ráđinn öryggisstjóri Samherja og hefur ţegar tekiđ til starfa.

Jóhann hefur síđustu ár veriđ rekstrarstjóri Reykfisks á Húsavík.  Í starfi sínu hjá Reykfisk hefur Jóhann sýnt öryggis og vinnuverndarmálum mikinn áhuga og fékk Reykfiskur m.a. viđurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtćki í vinnuverndarmálum frá Vinnueftirlitinu áriđ 2012. Jóhann mun fyrst um sinn áfram gegna starfi rekstarstjóra Reyksfisk samhliđa starfi sínu sem öryggisstjóri. 

Öryggis- og vinnuverndarmál eru forgangsmál í starfsemi Samherja.  Međ ráđningu Jóhanns í starf öryggisstjóra verđur framhaldiđ ţví mikla og góđa starfi sem ţegar hefur veriđ unniđ innann fyrirtćkisins á ţessu sviđi.

Lesa meira

Rauntölur um laun sjómanna og fiskverđ


Umrćđur ađ undanförnu um íslenskan sjávarútveg, hverju hann skilar inn í íslenskt ţjóđfélag hafa veriđ miklar. Margir telja ađ nauđsynlegt sé ađ slíta í sundur tengsl veiđa og vinnslu.  Ţađ sé eina leiđin til ađ ákvarđa laun sjómanna á sanngjarnan hátt.  Hryggjarstykki velgengni Íslendinga byggir á tengingu veiđa og vinnslu og markađssetningar. Ţessi tenging hefur veriđ stór ţáttur í ţeirri verđmćtasköpun sem viđ höfum náđ í sjávarútvegi. Rof á henni myndi fćra árangur okkar mörg ár aftur í tímann.

Ţađ er skylda okkar sem nýta auđlindir ađ hlusta á sjónarmiđ um nýtingu ţeirra. Umrćđan verđur engu ađ síđur ađ vera málefnaleg og studd raunverulegum gögnum en ekki óskhyggju og slagorđum.  Krafan um allan fisk á markađ er ekki ný og hefur veriđ uppi milli útgerđar og sjómanna lengi.  Hún snýst fyrst og fremst um kjör sjómanna frá ţeirra hliđ. Hin hliđin snýst um heildar verđmćtasköpun, stöđugleika og mögulega ţróun afurđa, búnađar, og starfsöryggi fjölda fiskverkafólks.   

Ţađ er full ástćđa til ađ skođa nánar nokkrar stađreyndir ţessu tengdu. Ţá er nćrtćkast fyrir okkur ađ fara yfir tölur sem tengjast okkar rekstri og launum sjómanna hjá Samherja. Hásetahlutur á árinu 2015 var frá kr. 95 ţúsund til 194 ţúsund á úthaldsdag, mismunandi eftir ţví hvađa veiđar voru stundađar. Laun yfirvélstjóra námu hins vegar frá kr. 148 ţúsund til kr. 308 ţúsund á dag. 

Lesa meira

Hafa samband

Fyrirtćkiđ

Samherji
Glerárgötu 30
600 Akureyri, Iceland

Phone 560 9000
Fax 560 9199

samherji(hjá)samherji.is

framurskarandi_2016

Tenglar

Póstlisti

Vinsamlega sláđu inn netfang til ađ gerast áskrifandi af póstlista okkar.

Starfsumsóknir

Hægt er að fylla út umsóknir um störf hjá Samherja og senda þær rafrænt.