Þakkir til Aðalsteins Helgasonar

Aðalsteinn Helgason
Aðalsteinn Helgason

Aðalsteinn Helgason hefur ákveðið að láta af störfum hjá Samherja.  Aðalsteinn hefur verið einn af lykilstarfsmönnum Samherja í á þriðja áratug og mjög náinn samstarfsmaður okkar. Saman höfum við upplifað bjarta daga og farið í gegnum erfiðari tíma án þess að skugga hafi borið á samstarf okkar.  Hann hefur víða komið við í störfum sínum og oft verið falin þau viðfangsefni sem erfiðust voru úrlausnar. Hann stýrði  Strýtu, landvinnslunni á Dalvík, Síldarvinnslunni og hafði umsjón með Afríkuútgerðinni.   Um störf Aðalsteins þarf ekki að fjölyrða; þau eru einstök og hafa haft grundvallarþýðingu fyrir Samherja.

Ljúf framkoma Alla, skap hans og skemmtilegheit, sem hafa glatt okkur öll, gera hann að einstökum félaga. Hans verður saknað af okkur samstarfsmönnunum  og skarðið vandfyllt.

Við þökkum kærlega fyrir samstarfið í gegnum árin.

Þorsteinn Már Baldvinsson
Kristján Vilhelmsson