Berlin NC 105 heldur í sína fyrstu veiðiferð

Berlin NC 105 nýr frystitogari Deutsche Fischfang Union, DFFU, dótturfélags Samherja í Þýskalandi hélt á veiðar í Barentshafi í síðustu viku. Skipið var smíðað hjá Myklebust skipasmiðastöðinni í Noregi og er systurskip Cuxhaven NC100, sem afhent var sl. sumar og hélt  í sína fyrstu veiðiferð í lok ágúst.

Skipstjórar á Berlin NC eru Sigurður Óli Kristjánsson og Sigurður Hörður Kristjánsson og yfirvélstjórar eru Kristófer Kristjánsson og Sigurpáll Hjörvar Árnason

Skipin voru hönnuð af Rolls Royce, sem einnig framleiddi aðalvélarnar.  Þau eru 81 metri að lengd og 16 metra breið.  Skipin eru mjög fullkomin á allan hátt hvað varðar vélbúnað, vinnslu og aðbúnað áhafnar, sem getur orðið allt að 35 manns. Vinnsludekk skipanna voru hönnuð og smíðuð af Slippnum á Akureyri og Optimar í Noregi. Fiskvinnsluvélar eru frá m.a. Vélfagi á Ólafsfirði og Marel.  Frystikerfi,búnaður og öll lagnavinna er frá Kælismiðjunni Frost á Akureyri og fiskimjölsverksmiðjan  er framleidd af Héðni hf.

Berlin_NC105

Berlin_NC105

Berlin_NC105

Berlin_NC105

Berlin_NC105

Berlin_NC105

Berlin_NC105

Berlin_NC105

Berlin_NC105

Berlin_NC105

Berlin_NC105