Garðar Helgason lætur af störfum hjá ÚA eftir 56 ára starf

Garðar Helgason lét af störfum hjá Útgerðarfélagi Akureyringa (ÚA) núna um mánaðarmótin eftir að hafa starfað samfellt hjá félaginu í 56 ár. Garðar hóf

Garðar Helgason lætur af störfum hjá ÚA eftir 56 ára starf

Garðar Helgason lét af störfum hjá Útgerðarfélagi Akureyringa (ÚA) núna um mánaðarmótin eftir að hafa starfað samfellt hjá félaginu í 56 ár.

Garðar hóf störf hjá ÚA þann 15. september 1962, þá fimmtán ára gamall. Hann hefur unnið alla tíð síðan hjá félaginu, lengst af sem verkstjóri í löndun og skipaafgreiðslu.

Garðar verður 71 árs nú í lok maí. Eiginkona hans er Védís Baldursdóttir, sem hefur unnið í mötuneytinu í ÚA frá árinu 1986 eða í 32 ár.  Í tilefni dagsins bauð Védís upp á steiktan fisk í hádeginu sem er í uppáhaldi hjá Garðari.


Gardar_Helgason_haettir_hja_UA
 

Garðar var kvaddur með virktum í matsal ÚA.  Hér færir Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja, honum blóm í tilefni dagsins.  Milli þeirra félaga er Védís Baldursdóttir, eiginkona Garðars.

 


Hafa samband

Fyrirtækið

Samherji
Glerárgötu 30
600 Akureyri, Iceland

Phone 560 9000
Fax 560 9199

samherji(hjá)samherji.is

Samherji_framurskarandi

Tenglar

Póstlisti

Vinsamlega sláðu inn netfang til að gerast áskrifandi af póstlista okkar.

Starfsumsóknir

Hægt er að fylla út umsóknir um störf hjá Samherja og senda þær rafrænt.