Fréttir

Skýr markmið og þrautseigja skila árangri - Saga um gefandi samstarf -

Gústaf Baldvinsson framkvæmdastjóri Seagold Ltd., sem er sölufélag Samherja í Bretlandi, skrifar hér um skemmtilegt og gefandi samstarf við Dag Benediktsson sem í síðasta mánuði náði þeim frábæra árangri að verða fimmfaldur Íslandsmeistari á skíðum.

Áhöfn Snæfells safnaði nærri hálfri milljón króna í Mottumars

Áhöfn Snæfells EA-310, frystitogara Samherja, tók þátt í Mottumars, árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélags Íslands. Í upphafi var stefnan sett á að safna 250 þúsund krónum en niðurstaðan varð 471 þúsund krónur.

ÚA var lengi með starfsemi í þekktum húsum í miðbæ Akureyrar

Saga Útgerðarfélags Akureyringa er athyglisverð fyrir margra hluta sakir og samofin atvinnulífi Akureyrar, enda félagið frá stofnun stór vinnuveitandi í bænum.

Unnið í ÚA á laugardegi til að uppfylla óskir viðskiptavina í Frakklandi

Unnið var í fiskvinnsluhúsi Útgerðarfélags Akureyringa í dag, laugardegi, til að geta staðið við gerða samninga um afhendingu afurða til viðskiptavina í Frakklandi fyrir páska. Togarinn Harðbakur EA 3 landaði í Þorlákshöfn á fimmtudaginn og stóð til að aka hráefninu norður.

Ferskur Landlax og fersk Landbleikja hljóta góðar viðtökur neytenda – SJÁÐU MYNDBANDIÐ –

Ferskur Landlax og fersk Landbleikja sem Samherji fiskeldi setti á markaðinn hér á landi undir eigin nafni í nóvember á síðasta ári, hlutu strax góðar viðtökur neytenda.

Körlum hjá Samherja færðir Mottumarssokkar

Krabbameinsfélag Íslands tileinkar marsmánuði körlum með krabbamein í Mottumars, sem er árvekni- og fjáröflunarátak félagsins.

Í ár er lögð áhersla á gildi hreyfingar sem forvarnar gegn krabbameinum hjá körlum en um leið aflar félagið fjár fyrir starfsemi félagsins, meðal annars með sölu Mottumarssokka.

Ægifagurt á heimsiglingunni

Stórfengleg fjallasý‎‎‎n heillaði áhöfn frystitogarans Snæfells EA 310 á heimsiglingu skipsins í lok síðustu viku.

Stefán Viðar Þórisson skipstjóri sendi heimasíðunni meðfylgjandi myndir.

Sjón er sögu ríkari !

Samherji á Starfamessu 2024

Um níu hundruð nemendur í 9. og 10. bekk grunnskóla á Eyjafjarðarsvæðinu auk nemanda í framhaldsskólum og Háskólanum á Akureyri sóttu Starfamessu 2024 sem haldin var í Háskólanum á Akureyri í gær. Samherji var með kynningarbás og starfsmenn kynntu starfsemi félagsins ásamt náms- og starfsmöguleikum í sjávarútvegi.

Kaldbakur EA 1 nýmálaður og í topp standi

Lokið er við að mála ísfisktogara Samherja, Kaldbak EA 1, í Slippnum á Akureyri, auk þ‏ess sem unnið var að ‎ýmsum fyrirbyggjandi endurbótum. Ekki er langt síðan lokið var við svipaðar endurbætur á systurskipum Kaldbaks, Björgu EA 7 og Björgúlfi EA 312.

Vel skipulögð þrifasveit heldur öllu tandurhreinu

Hreinlæti er stór og mikilvægur þáttur í fiskvinnsluhúsum Samherja á Akureyri og Dalvík, enda eru gerðar gríðarlegar kröfur um hreinlæti og gæði á öllum stigum starfseminnar. Þegar vinnslu lýkur í húsunum , taka við öflugar sveitir, sem þrífa og hreinsa húsin samkvæmt ákveðnum verkferlum.

Hér fyrir neðan eru fleiri myndir