Málatilbúnaður Seðlabanka byggir á stærðfræðilegri skekkju

Bréf til starfsmanna Samherja hf.:

Ágæta samstarfsfólk.

Samherji hefur nú kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, frá því í síðustu viku, til Hæstaréttar Íslands. Málið snýst um húsleit og haldlagningu gagna sem Seðlabanki Íslands framkvæmdi hjá Samherja í lok mars sl. Krafa Samherja í málinu lýtur að því að fá þær aðgerðir dæmdar ólögmætar og að Seðlabankanum verði gert að skila aftur haldlögðum gögnum. Héraðsdómur úrskurðaði í málinu 15. maí og hafnaði kröfu Samherja.

Aðgerðir Seðlabankans gagnvart fyrirtækinu eru byggðar á röngum forsendum. Seðlabankinn hefur enn ekki upplýst hvert raunverulegt tilefni þeirra var. Í úrskurði héraðsdóms þar sem húsleit og haldlagning gagna var heimiluð, kom m.a. fram fullyrðing Seðlabankans um að verð á karfa í viðskiptum Samherja til tengdra aðila í Þýskalandi væri verulega lægra en í viðskiptum annarra aðila.

Í niðurstöðu framangreinds úrskurðar héraðsdóms er m.a.  vikið að málatilbúnaði Seðlabanka Íslands í þeim gögnum sem lögð voru fyrir héraðsdóm þegar leyfi til húsleitar og haldlagningar gagna fékkst. Héraðsdómarinn fjallar  um útreikninga Seðlabanka Íslands á verði á karfa sem Samherji seldi til Þýskalands á síðustu mánuðum ársins 2011. Samkvæmt útreikningum Seðlabankans virðist Samherji hafa selt karfann á verulegu undirverði og fullyrðir bankinn að mismunurinn hafi verið 68% í október, 28% í nóvember og 73% í desember. Útreikningar Samherja sýna hins vegar að verðmunurinn er einungis 1%.

Dómari átaldi þessa útreikninga bankans, sérstaklega fyrir þær sakir að Seðlabankinn tekur ekkert tillit til magns í viðskiptunum og gerir ekki greinarmun á því þegar 10 kíló eru send með flugi eða þegar 20 tonn fara í gámi með skipi. Um þetta atriði segir orðrétt í úrskurði héraðsdóms frá 15. maí;

“Nærtækara hefði verið að bera saman heildarkílóverð í viðskiptunum eða meðaltalskílóverð í viðskiptum með sambærilegt magn hjá sóknaraðila annars vegar og öðrum útflytjendum hins vegar. Með því hefðu fengist samanburðarhæfar tölur.”

Mál Seðlabankans gegn Samherja virðist að stórum hluta grundvallast á þessum karfaverðsútreikningum. Samherji hefur farið yfir útreikninga Seðlabankans og kemur þá í ljós mjög alvarleg stærðfræðileg villa sem leiðir til rangrar niðurstöðu. Þessi villa sem Seðlabankinn gerir er þekkt í stærðfræðinni og kemur upp þegar tekið er meðaltal af meðaltölum. Þessi villa er kölluð „The Simpson‘s Paradox.“

Af hálfu Samherja  hefur verið farið yfir alla útreikninga Seðlabankans og framangreind reiknivilla blasir við. Samherji hefur ákveðið að birta alla útreikningana og þær forsendur sem þeir byggja á, hér á heimasíðunni. Þá getur fólk séð svart á hvítu hvar vitleysan liggur. Þessir útreikningar fylgja með greinagerð Samherja til Hæstaréttar Íslands.

Hér á síðunni má sjá það skjal sem Samherji hefur tekið saman vegna útreikninganna og sent hefur verið til Hæstaréttar sem hluti af greinargerð lögmanns Samherja. Einnig eru birt hér fylgiskjöl 24, 25 og 27 sem útreikningar Seðlabanka Íslands byggja á.

Með kærri kveðju,

Þorsteinn Már Baldvinsson

Kristján Vilhelmsson

Greining á fylgiskjali númer 24 og 27

Inngangur

Í kröfu um húsleit og haldlagningu gagna segir:

„Í október 2011 hafi meðalverð Samherja hf. til tengdra aðila verið 1,65 evra á kíló en verð annarra aðila 2,76 evrur á kíló. Þannig sé almennt verð í október 2011 68% hærra en verð Samherja hf. til tengdra aðila. Í nóvember 2011 hafi meðalverð Samherja hf. til tengdra aðila verið 1,62 evra á kíló en verð annara aðila 2,08 evra á kíló. Þannig sé almennt verð í nóvember 2011 28% hærra en verð Samherja hf. til tengdra aðila. Í desember 2011 hafi meðalverð Samherja hf. til tengdra aðila verið 1,79 evra á kíló en verð annarra aðila 3,10 evra á kíló. Þannig sé almennt verð í desember 2011 73% hærra en verð Samherja hf. til tengdra aðila.“

Með kröfunni voru lögð fram fylgiskjöl. Í fylgiskjali 24 eru 517 færslur sem teknar eru upp úr tollskýrslum um útflutning á karfa í október, nóvember og desember 2011. Í fylgiskjali 27 sýnir Seðlabankinn síðan niðurstöður á samantekt á fylgiskjali 24 og þær niðurstöður eru notaðar í kröfugerð Seðlabankans eins og að ofan segir. Samkvæmt þeim færslum sem teknar eru upp úr tollskýrslum og lagðar voru fram sem fylgiskjal 24 um útflutning í október, nóvember og desember 2011 á karfa, þá voru flutt út rétt rúm 2.600 tonn að verðmæti 690 milljónir króna, sem þýðir að á þessu tímabili var meðalverðið á útfluttum karfa 266 krónur á kíló. Við greininguna á gögnunum upp úr tollskýrslunum eru verðin gefin upp í erlendri mynt og umreiknuð í íslenskar krónur og veljum við að nota tollverðin í íslenskum krónum, sem gefa að sjálfsögðu sömu niðurstöðu við samanburð á meðalverðum á útflutningi Samherja og annarra aðila eins og ef notuð væri erlend mynt.

Hér á eftir munum við leggja fram okkar greiningu á þessum gögnum og sýna síðan fram á hvert meðalverð var á útfluttum karfa eftir mánuðum hjá Samherja annars vegar og öðrum aðilum hins vegar yfir sama tímabil. Einnig sýnum við hvernig Seðlabankinn reiknaði sig til allt annarar niðurstöðu út frá sömu gögnum. Munurinn á aðferðinni sem við notumst við, sem er sú aðferð sem almennt er notast við og gefur rétta niðurstöðu hvað varðar meðalverð, og þeirrar sem  Seðlabankinn notast við er sá að við tökum vegið meðaltal af verðinu, sem gefur magninu í viðskiptunum ákveðið vægi en Seðlabankinn tekur meðaltal verða í hverjum viðskiptum óháð magni. Þar sem sala á 5 kg karfa hefur sama vægi og sala á 20 tonnum. Eftirfarandi greiningar sýna fram á hve villandi síðari aðferðin er og gefur hún í ranga mynd af gögnunum eins og kemur greinilega fram hér á eftir.


Greining á fylgiskjali 24 og 27

Við byrjum fyrst að greina gögnin samkvæmt þeirri aðferð sem almennt er notuð og viðurkennd og síðan greinum við gögnin út frá þeirri aðferð sem Seðlabankinn notar og er þekkt villa við útreikning meðaltals og gengur undir nafninu „The Simpson‘s Paradox“ (http://lemire.me/blog/archives/2005/10/28/average-of-averages-is-not-the-average/). 

Greining okkar á gögnum í fylgiskjali númer 24 og 27

Ef borin eru saman verð Samherja á útflutningi á karfa við útflutning annarra á tímabilinu október til desember 2011 sem er það tímabil sem úrtakið nær yfir.  Þar sést að Samherji er að fá sambærilegt verð fyrir sinn útflutning og meðaltal annarra sem flytja út karfa frá Íslandi. Það skal áréttað hér að stærstur hluti af útflutningi Samherja er fiskur sem keyptur er á fiskmarkaði (uppboðsmarkaður fyrir fisk) á Íslandi á vegum Icefresh GmbH en á þeim markaði hafa allir rétt á því að kaupa, hvort sem um íslensk eða erlend fyrirtæki er að ræða. Uppboðmarkaðir á Íslandi eru langstærsti fiskmarkaður fyrir bolfisk í Evrópu.  

Tafla 1: Útflutningur annarra en Samherja samkvæmt fylgiskjali númer 24, flokkað eftir viðskiptalandi:

Viðskiptaland

Þyngd [kg]

Tollverð [ISK]

Vegið meðalverð [ISK/kg]

Belgía

50.271

17.117.713

341

Sviss

5

2.251

450

Kína

26.208

3.915.932

149

Þýskaland

1.139.784

319.073.651

280

Danmörk

700

181.897

260

Finnland

10

10.571

1.057

Frakkland

286.442

77.725.874

271

Bretland

511.545

117.323.035

229

Malta

620

120.987

195

Holland

47.065

13.433.260

285

Svíþjóð

54

63.335

1.173

Samtals

2.062.704

548.968.507

266

 

Niðurstaðan er sú að á þessu tímabili voru flutt út tæp 2.063 tonn. Verðmæti aflans sem fluttur var út á þessu tímabili var 548.968.507 krónur, sem gerir að meðaltali 266 krónur á kíló útflutt.


Tafla 2: Sömu gögn og að ofan skipt niður á mánuði:

Ár

Mánuðir

Þyngd [kg]

Tollverð [ISK]

Vegið meðalverð [ISK/kg]

2011

Okt

648.737

158.437.503

244

2011

Nóv

965.030

248.384.278

257

2011

Des

448.937

142.146.726

317

Samtals

 

2.062.704

548.968.507

266

 

Niðurstöður úr töflu 2 eru þau sömu og úr töflu 1, það er að útflutt magn er það sama eða tæp 2.063 tonn og verðmætið einnig það sama. En þarna er magn og verð brotið niður á mánuði og sést að  meðalverð einstakra mánaða er mjög mismunandi.

Tafla 3: Útflutningur Samherja á sama tímabili í október, nóvember og desember samkvæmt fylgiskjali númer 24: 

 

Ár

    Mánuðir

Þyngd [kg]

Tollverð [ISK]

Vegið meðalverð [ISK/kg]

2011

Okt

162.064

42.567.440

263

2011

Nóv

279.875

71.312.720

255

2011

Des

96.562

27.931.245

289

Samtals


538.501

141.811.405

263


Samkvæmt fylgiskjali númer 24 eru samtals flutt út tæp 539 tonn og verðmætið er 141.811.405 krónur og meðalverðið er því 263 krónur á kíló eins og taflan hér að ofan sýnir. En þarna er magn og verð brotið niður á mánuði og sést hve meðalverð einstakra mánaða er mismunandi.

Eins og sést á gögnunum hér að ofan þá er nánast enginn munur á verðum Samherja og annarra aðila. Meðalverð annarra er 266 ISK/kg en meðalverð Samherja er 263 ISK/kg yfir allt tímabilið. Þetta er mismunur upp á 1%. En rétt er að benda á að Samherji flytur út tiltölulega lítið magn í desember þegar verðið er hæst.

Tafla 4: Samanburður á verði eftir mánuðum:

 

Útflutningur Samherja

Útflutningur annarra

Mismunur á verðum

Mánuður

Þyngd [kg]

Vegið meðalverð [ISK/kg]

Þyngd [kg]

Vegið meðalverð [ISK/kg]

Hlutfall í prósentum

Okt

162.064

263

648.737

244

7,5%

Nóv

279.875

255

965.030

257

-1,0%

Des

96.562

289

448.937

317

-8,6%

Samtals

538.501

263

2.062.704

266

-1,1%

 

Eins og sést á töflu 4 þá er meðalverð á karfa útfluttum af Samherja 7,5% hærra en útflutningur annarra í október. Þá flytur Samherji út samkvæmt fylgiskjali 24, 162.064 kg fyrir 42.567.440 krónur en útflutningur annarra er 648.737 kg að verðmæti 158.437.503 krónur. Fullyrðing Seðlabankans um að útflutningur annarra í október hafi verið á 68% hærri verðum er víðsfjarri raunveruleikanum og útreikningar þeirra í fylgiskjali 27 þar sem þeir reikna út að hefði Samherji selt út á sömu verðum og aðrir, þau 162.064 kg sem fyrirtækið flutti út samkvæmt fylgiskjali 24 þá hefðu fengist 22.199.210 krónum meira fyrir aflann í október samkvæmt fylgiskjali 27. Hið rétta er að hefði Samherji selt á sömu verðum og aðrir í október, þá hefði fengist 19 krónum minna fyrir hvert kíló og verðmætið því orðið 2.987.432 krónum lægra.

Því er algjörlega fráleitt að halda því fram að meðan aðrir fluttu út 648.737 kg og fengu fyrir það 158.437.503 krónur samkvæmt fylgiskjali 24 hafi meðalverð útflutts karfa hjá öðrum en Samherja í október verið 439 krónur á kíló samkvæmt fylgiskjali 27.  Þar er verðið sett fram sem 2,76 EUR/kg hjá öðrum og samkvæmt fylgiskjali 25 er gengið í október 158,97 EUR sem gefur 439 krónur á kíló. Til þess að það meðalverð fengi staðist hefði útflutningsverðmæti annarra en Samherja þurft að vera 284.952.478 krónur eða 126.514.975 krónum hærra heldur en raunverulegt útflutningsverðmæti var í október.

Eins og kemur fram í töflu 4 er meðalverð á karfa útfluttum í október af Samherja 7,5% hærra en hjá öðrum, 1% lægra í nóvember og 8,6% lægra í desember. Þar kemur líka fram að Samherji flytur hlutfallslega minnst út í desember þegar verðin eru hæst og hefur það áhrif á meðaltal tímabilsins í heild en þrátt fyrir það er meðaltal alls tímabilsins eitt prósent.

Það skal áréttað eins og hefur komið fram í öðrum gögnum að í desember var útflutningur af karfa veiddum af skipum Samherja aðeins 10 tonn og í heildina yfir tímabilið október til desember tæp 122 tonn meðan annar afli var keyptur af fiskmörkuðum á Íslandi á vegum Icefresh GmbH en Samherji sá um gerð útflutningskýrslna.

Fylgiskjal 25


 

Fylgiskjal 27



Skýringar

Verð til tengdra:
Verð á útfluttum afurðum Samherja hf. til tengdra fyrirtækja.

Verð annarra:
Verð á útfluttum afurðum, annarra en Samherja hf.

Verð frá söluaðilum án útgerðar:
Verð frá söluaðilum sem ekki erum með eigin útgerð.

Magn:
Útflutt magn.

Samtals munur:
Munur á verði Samherja til tengdra aðila og meðalverði annarra aðila og söluaðila án útgerðar, margfaldaður með magni útflutnings. Flutt yfir í íslenskar krónur meðalgegni mánaðar.


Aðferðarfræði Seðlabanka Íslands við greiningu á fylgiskjali númer 24

 

Til að ná að sýna fram á þann mikla mun sem Seðlabanki Íslands segir í kröfu til Héraðsdóms Reykjavíkur um húsleitarheimild að sé á milli verða í útflutningi á karfa frá Samherja og öðrum, allt að 73%, verða öll viðskipti að hafa sama vægi, þannig að viðskipti upp á 5 kíló hafa nákvæmlega sama vægi og viðskipti með 30 tonn. Kílóverð í viðskiptum með lítið magn er almennt verulega hærra en þegar mikið magn er flutt út. Oft á tíðum eru þessar litlu sendingar 20 kg hver fluttar út með flugi og bera því allt annan kostnað en fiskur fluttur út með skipum í gámavís.

Með þessari aðferð reiknar Seðlabankinn meðalverð sem eru alls óháð því magni sem eru að baki hverjum viðskiptum fyrir sig og fær því allt önnur útflutningsverðmæti en fengust í raunveruleikanum. Þessi aðferðarfræði er röng og gefur alranga mynd af heildarútflutningsverðmæti frá Íslandi á karfa. Réttara hefði verið að bera saman meðaltalskílóverð í viðskiptum með sambærilegt magn hjá Samherja og öðrum útflytjendum hins vegar. Með því hefðu fengist samanburðarhæfari tölur.

Í eftirfarandi töflum er búið að bæta við meðalverðum sem Seðlabankinn fær út samkvæmt sinni aðferðarfræði í síðasta dálkinn í töflunum. Í dálknum á undan eru meðalverðin þar sem magn einstakra viðskipta hefur rétt vægi. Á þessum dálkum sést að verðið sem Seðlabankinn reiknar út er of hátt, það sést best ef meðalverðin eru margfölduð með þyngdinni, en þá gefur aðferð Seðlabankans tilviljunarkennda og oftast ranga niðurstöðu.

Tafla 5: Útflutningur annarra en Samherja, flokkað eftir viðskiptalandi:

Viðskiptaland

Þyngd [kg]

Tollverð [ISK]

Vegið meðalverð [ISK/kg]

Meðalverð SÍ [ISK/kg]

Belgía

50.271

17.117.713

341

389

Sviss

5

2.251

450

450

Kína

26.208

3.915.932

149

149

Þýskaland

1.139.784

319.073.651

280

306

Danmörk

700

181.897

260

409

Finnland

10

10.571

1.057

1.057

Frakkland

286.442

77.725.874

271

427

Bretland

511.545

117.323.035

229

353

Malta

620

120.987

195

195

Holland

47.065

13.433.260

285

686

Svíþjóð

54

63.335

1.173

1.173

Samtals

2.062.704

548.968.507

266

408

 

Tafla 6: Útflutningur annarra en Samherja, flokkað eftir mánuðum:

Mánuður

Þyngd [kg]

Tollverð [ISK]

Vegið meðalverð [ISK/kg]

Meðalverð SÍ [ISK/kg]

Okt

648.737

158.437.503

244

439

Nóv

965.030

248.384.278

257

330

Des

448.937

142.146.726

317

494

Samtals

2.062.704

548.968.507

266

408

 

Tafla 7: Útflutningur Samherja fyrir sama tímabil, flokkað eftir mánuðum:

Mánuður

Þyngd [kg]

Tollverð [ISK]

Vegið meðalverð [ISK/kg]

Meðalverð SÍ

[ISK/kg]

Okt

162.064

42.567.440

263

261

Nóv

279.875

71.312.720

255

257

Des

96.562

27.931.245

289

285

Samtals

538.501

141.811.405

263

266

 

Ef skoðaður er mismunurinn á „Meðalverðum SÍ [ISK/kg]“ fyrir Samherja hf. annars vegar og fyrir aðra útflutningsaðila hins vegar þá fæst sú niðurstaða sem kynnt var í fylgiskjali 27 og búið er að reikna sömu niðurstöðu í íslenskum krónum:

Tafla 7: Verðmunur samkvæmt Seðlabankanum eftir mánuðum.

 

Samherji

Aðrir

Mismunur

Okt

261

439

68%

Nóv

257

330

28%

Des

285

494

73%

Samtals

266

408

54%

 

Þessi niðurstaða er sú sem Seðlabankinn lagði fram til grundvallar húsleitinni en hún byggir ekki á viðurkenndum aðferðum, þar sem magnið að baki viðskiptanna í útreikningum Seðlabankans hefur ekkert að segja.

Til að átta okkur á hvaða áhrif magn afurða hefur á verð í einstökum viðskiptum þá brutum við þyngdina í viðskiptunum niður í nokkra flokka í næstu tveimur töflum. Fyrsti flokkurinn eru viðskipti undir einu tonni en þar er meðalverðið lang hæst. Flokkarnir sem á eftir koma eru stighækkandi, þar sem magnið stekkur á 10 tonnum og sést þar greinilega hvernig meðalverðið lækkar eftir því sem magnið er meira.

 

Tafla 8: Útflutningur annarra en Samherja.

Mánuðir og þyngdarflokkar

Fjöldi útflutningsskýrslna

Þyngd [kg]

Tollverð [ISK]

Vegið meðalverð [ISK/kg]

Meðalverð SÍ [ISK/kg]

Okt

147

648.737

158.437.503

244

439

<1000

78

7.982

3.257.722

408

600

1000-10999

44

214.656

54.483.661

254

262

11000-20999

19

259.698

68.785.641

265

266

21000-30999

6

166.401

31.910.479

192

191

Nóv

199

965.030

248.384.278

257

330

<1000

60

16.871

5.627.135

334

492

1000-10999

112

545.102

137.496.123

252

260

11000-20999

27

403.057

105.261.021

261

258

Des

129

448.937

142.146.726

317

494

<1000

76

11.880

4.603.651

388

620

1000-10999

39

192.886

59.572.597

309

309

11000-20999

11

168.751

54.386.559

322

324

21000-30999

3

75.420

23.583.919

313

312

Samtals

475

2.062.704

548.968.507

266

408

 

Tafla 9: Útflutningur Samherja.

Mánuðir og þyngdarflokkar

Fjöldi útflutningskýrslna

Þyngd [kg]

Tollverð [ISK]

Vegið meðalverð [ISK/kg]

Meðalverð SÍ [ISK/kg]

Okt

12

162.064

42.567.440

263

261

1000-10999

5

41.021

10.719.839

261

265

11000-20999

6

90.511

23.530.547

260

255

21000-30999

1

30.532

8.317.055

272

272

Nóv

19

279.875

71.312.720

255

257

<1000

2

683

163.524

239

208

1000-10999

7

44.674

12.033.993

269

279

11000-20999

3

50.207

12.240.197

244

244

21000-30999

6

151.112

38.919.049

258

258

31000-40999

1

33.199

7.955.956

240

240

Des

11

96.562

27.931.245

289

285

<1000

4

1.703

427.928

251

253

1000-10999

3

15.620

4.549.124

291

310

11000-20999

2

25.316

8.402.423

332

329

21000-30999

2

53.923

14.551.770

270

269

Samtals

42

538.501

141.811.405

263

266

 

Eins og sést á töflu 8  var fjöldi sendinga þar sem magnið var undir 1.000 kg, samtals 214. Heildarmagnið í þessum sendingum var 36.733 kg sem þýðir að meðaltalsþyngd á sendingu í þessum flokki er tæp 172 kg. Á sama tímabili er heildarfjöldi útflutningskýrslna Samherja 42 talsins samkvæmt töflu 9 og heildarþyngdin 538.501 kg, eða 12.820 kg per útflutningsskýrslu að meðaltali. Athyglisvert er að ef menn bera saman útflutning á karfa yfir 1.000 kg í sendingu sem útflutningur Samherja byggist á og útflutning annarra á sama magni, það er meira en 1.000 kg í sendingu þá fæst eftirfarandi niðurstaða:

Tafla 10: Útflutningur annarra en Samherja, hver sending meira en 1.000 kg.

Mánuðir og þyngdarflokkar

Fjöldi útflutningsskýrslna

Þyngd [kg]

Tollverð [ISK]

Vegið meðalverð [ISK/kg]

Meðalverð SÍ [ISK/kg]

okt

69

640.755

155.179.781

242

257

1000-10999

44

214.656

54.483.661

254

262

11000-20999

19

259.698

68.785.641

265

266

21000-30999

6

166.401

31.910.479

192

191

nóv

139

948.159

242.757.143

256

260

1000-10999

112

545.102

137.496.123

252

260

11000-20999

27

403.057

105.261.021

261

258

des

53

437.057

137.543.075

315

312

1000-10999

39

192.886

59.572.597

309

309

11000-20999

11

168.751

54.386.559

322

324

21000-30999

3

75.420

23.583.919

313

312

Samtals

261

2.025.971

535.479.999

264

270

 

Tafla 11: Útflutningur Samherja, hver sending meira en 1.000 kg.

Mánuðir og þyngdarflokkar

Fjöldi útflutningskýrslna

Þyngd [kg]

Tollverð [ISK]

Vegið meðalverð [ISK/kg]

Meðalverð SÍ [ISK/kg]

okt

12

162.064

42.567.440

263

261

1000-10999

5

41.021

10.719.839

261

265

11000-20999

6

90.511

23.530.547

260

255

21000-30999

1

30.532

8.317.055

272

272

nóv

17

279.192

71.149.196

255

263

1000-10999

7

44.674

12.033.993

269

279

11000-20999

3

50.207

12.240.197

244

244

21000-30999

6

151.112

38.919.049

258

258

31000-40999

1

33.199

7.955.956

240

240

des

7

94.859

27.503.317

290

304

1000-10999

3

15.620

4.549.124

291

310

11000-20999

2

25.316

8.402.423

332

329

21000-30999

2

53.923

14.551.770

270

269

Samtals

36

536.115

141.219.953

263

270


Samkvæmt þessu falla 98,5% af heildarútflutningi karfa í þessa flokka, samtals 2.562.086 kg, samkvæmt töflum 10 og 11, af 2.601.205 kg, samkvæmt töflu 8 og 9. Af töflu 10 sést að vegið meðaltal af útflutningi annarra en Samherja fyrir október, nóvember og desember er 264 krónur/kg en samkvæmt töflu 11 sést að vegið meðaltal af útflutningi Samherja er 263 krónur/kg þannig að munurinn er ekki marktækur. Ef aðferðarfræði Seðlabankans er beitt þá er verðið hjá öðrum 270 kr/kg og einnig 270 kr/kg hjá Samherja. Þannig að þegar borin er saman útflutningur af sambærilegu magni þá er enginn munur þrátt fyrir að reiknað sé meðalverð byggt á fjölda tollskýrslna eins og Seðlabankinn gerir.

Niðurstaða

Sú aðferðarfræði sem Seðlabankinn notaðist við verður að teljast röng. Sést það best á því ef við reiknum okkur til baka, það er, ef meðalverðin eru margfölduð með þyngdinni í hvoru tilfelli fyrir sig þá koma fram skekkjur sem orsakast af því að meðalverðin sem fengin eru út samkvæmt aðferðarfræði Seðlabankans eru beinlínis röng. Eftirfarandi töflur sýna skekkjurnar sem fram koma ef aðferðarfræði Seðlabankans er notuð:

Tafla 12: Útflutningur annarra en Samherja:

Mánuðir

Þyngd [kg]

Tollverð [ISK]

Vegið meðalverð [ISK/kg]

Meðalverð SÍ [ISK/kg]

Vegið meðalverð x Þyngd

Meðalverð SÍ x Þyngd

Okt

648.737

158.437.503

244

439

158.437.503

284.952.478

Nóv

965.030

248.384.278

257

330

248.384.278

318.368.986

Des

448.937

142.146.726

317

494

142.146.726

221.612.833

Samtals

2.062.704

548.968.507

266

408

548.968.507

842.014.229

 

Tafla 13: Útflutningur Samherja:

Mánuðir

Þyngd [kg]

Tollverð [ISK]

Vegið meðalverð [ISK/kg]

Meðalverð SÍ [ISK/kg]

Vegið meðalverð x Þyngd

Meðalverð SÍ x Þyngd

Okt

162.064

42.567.440

263

261

42.567.440

42.272.583

Nóv

279.875

71.312.720

255

257

71.312.720

72.050.186

Des

96.562

27.931.245

289

285

27.931.245

27.537.782

Samtals

538.501

141.811.405

263

266

141.811.405

143.066.580

 

Á þessum töflum kemur fram verulegur munur og ef skoðuð eru verð annarra en Samherja má sjá að skekkjan sem fram kemur er um 300 milljónir króna, þetta fæst með því að draga 548 milljónir sem fékkst fyrir útflutning á karfa, samkvæmt fylgiskjali 24, frá þeim 842 milljónum sem Seðlabankinn gefur í skyn að hafi fengist fyrir útflutninginn á tímabilinu október til desember 2011. Þetta orsakast af því að magnið að baki viðskiptunum hefur ekkert vægi þegar meðaltalið er reiknað í aðferðarfræðinni sem Seðlabankinn notar.

Í seinna tilfellinu, í útflutningi Samherja, er skekkjan ekki eins mikil. Orsakast það af því að magnið á bak við hverja útflutningsskýrslu er mikið og skýrslurnar fáar eins og kemur fram í töflu 11.

Augljóst er af greiningu þessa gagna að hefði útflutningur Samherja verið skoðaður og borin saman við útflutning annarra með viðurkenndum aðferðum þá er enginn marktækur munur á útflutningsverðum.

 

Fylgiskjöl

·        Fylgiskjal 24: Upplýsingar úr útflutningsskýrslum fyrir heilan karfa tímabilið október til desember 2011, annars vegar fyrir Samherja hf. og hins vegar fyrir aðra útflytjendur.

·        Fylgiskjal 25: Upplýsingar frá Seðlabanka Íslands varðandi meðalgengi mánaðanna október til desember 2011.

·        Fylgiskjal 27: Samantekt Seðlabanka Íslands á upplýsingum úr útflutningsskýrslum samkvæmt  fylgiskjali 24.