Nýr öryggsstjóri Samherja

Jóhann Gunnar Sævarsson hefur verið ráðinn öryggisstjóri Samherja og hefur þegar tekið til starfa.

Jóhann hefur síðustu ár verið rekstrarstjóri Reykfisks á Húsavík.  Í starfi sínu hjá Reykfisk hefur Jóhann sýnt öryggis- og vinnuverndarmálum mikinn áhuga og fékk Reykfiskur m.a. viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í vinnuverndarmálum frá Vinnueftirlitinu árið 2012. Jóhann mun fyrst um sinn áfram gegna starfi rekstarstjóra Reyksfisk samhliða starfi sínu sem öryggisstjóri. 

Öryggis og vinnuverndarmál eru forgangsmál í starfsemi Samherja.  Með ráðningu Jóhanns í starf öryggisstjóra verður framhaldið því mikla og góða starfi sem þegar hefur verið unnið innann fyrirtækisins á þessu sviði.

 Stefna Samherja í öryggis- og vinnuverndar málum.

Stefna Samherja er að vinna að stöðugum umbótum í öryggismálum og að allur aðbúnaður í vinnuumhverfinu uppfylli nútímakröfur og sé í samræmi við lög og reglugerðir um öryggi og aðbúnað á vinnustað. Áhersla er lögð á að kynna starfsmönnum mikilvægi öryggismála og jafnframt er lagt að starfsmönnum að fylgja þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra um öryggi og aðgát í starfi.