Seðlabanki Íslands staðfestir að DFFU er ekki til rannsóknar hjá bankanum

  • Seðlabanki Íslands staðfestir í síðbúnu svarbréfi til Deutsche Fischfang Union GmbH & Co. KG (DFFU), dagsettu 30. janúar sl., að félagið tengist ekki á nokkurn hátt málum sem bankinn sé með til rannsóknar.
  • Í ljósi yfirlýsingar Seðlabanka Íslands krefst DFFU þess að bankinn afhendi félaginu þegar í stað öll skjöl og tölvuskrár er hann hafi undir höndum og varða starfsemi DFFU.

Bréf DFFU til Seðlabanka Íslands frá 27. september 2012

Þann 27. september 2012 sendi lögfræðingur Deutsche Fischfang Union GmbH & Co. KG. (DFFU)  fyrirspurn til Seðlabanka Íslands vegna þess að gögn er varða félagið höfðu verið tekin við húsleitir á Íslandi en félaginu hafði hvorki verið gert viðvart um að það sætti rannsókn af hálfu bankans né heldur hefði það verið upplýst um gang rannsóknarinnar.

Svarbréf Seðlabanka Íslands frá 30. janúar 2013

Í svarbréfi til lögfræðings DFFU frá Seðlabanka Íslands, dagsett 30. janúar sl. en barst DFFU þann 6. febrúar sl., er kveðið skýrt að orði:

“Til þessa dags hefur umbjóðandi þinn ekki tengst neinum málum sem Seðlabanki Íslands hefur til skoðunar og gæti lokið með íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun.“

 (e. “To this date, your client has not been a party to any cases that the Central Bank of Iceland has under consideration and could be concluded with an onerous administrative decision.”)

Ánægjuleg staðfesting

„Þetta eru mjög ánægjuleg tíðindi. Með bréfi Seðlabanka Íslands er staðfest að DFFU er ekki til rannsóknar hjá bankanum. Við munum tilkynna viðskiptavinum okkar þessa niðurstöðu en jafnframt krefjumst við þess að Seðlabanki Íslands skili án tafar öllum þeim gögnum fyrirtækisins sem bankinn tók við húsleitir á Íslandi þann 27. mars 2012,“ segir Haraldur Grétarsson, framkvæmdastjóri DFFU.

Sjá meðfylgjandi bréf frá lögfræðingi DFFU til starfsmanna og viðskiptavina félagsins.(Bréf TW)

 DFFU_Taylor_Wessing