Sagan

HÚr ß eftir er stikla­ ß stˇru Ý s÷gu fyrirtŠkisinsáallt afturátil stofnunar ■ess┴ri­ 2007Baldvin Ůorsteinsson EA er seldur til DFFU og nefndur Odra NC.

Sagan

Hér á eftir er stiklað á stóru í sögu fyrirtækisins allt aftur til stofnunar þess

Árið 2007

engey_120Baldvin Þorsteinsson EA er seldur til DFFU og nefndur Odra NC. Oddeyrin EA (hin þriðja) er keypt. Aukið og endurnýjað skrifstofuhúsnæði í Glerárgötu er formlega vígt. Um mitt ár er Engey RE keypt og nefnd Kristina og stuttu síðar er skrifað undir samninga um kaup á erlendri starfssemi Sjólaskipa. Katla Seafood tekur til starfa um útgerð við strendur Mauritaníu, með skrifstofu í Hafnarfirði og þjónustustöð á Las Palmas. Dótturfélag Oddeyrar ehf Sæsilfur er sameinað Samherja. Sölufyrirtækið Ice Fresh Seafood er stofnað og tekur það yfir alla sölustarfssemi  Samherja, með starfsstöðvar á Akureyri, í Reykjavík og í Póllandi. Anders er keyptur af Atlantex og fær einkennisstafina EA 510. (seldur aftur í apríl 2008) Hlutir eru keyptir í REM Offshore í Noregi, sem gerir út þjónustuskip m.a. við olíuiðnaðinn í Noregi. 
Samkvæmt skýrslu Hagstofu Íslands sem byggir á tölum frá Fiskistofu þá skilaði Vilhelm Þorsteinsson EA mestu aflaverðmæti allra íslenskra skipa á árinu 2007 eða 1.370 milljónum króna.  Afli skipsins upp úr sjó var einnig sá mesti allra eða tæplega 64 þúsund tonn.

Árið 2006
margret_ea_710_2007_mynd_orgeir_baldursson_120 
Sæsilfur tilkynnir áform um að draga úr laxeldi í sjó og stefnir á að hætta laxaframleiðslu árið 2008. UK Fisheries sem er að jöfnum hlut í eigu Onward Fishing Co., dótturfélags Samherja hf. og Parlevliet Van Der Plas í Hollandi kaupir útgerðarfyrirtækið J.Marr í Bretlandi. Í kjölfar ákvarðana ríkisstjórnar Íslands varðandi aðgerðir tengdar fiskeldi ákveður Oddeyri ehf. að draga minna úr umsvifum sínum í fiskeldi hérlendis en áður hafði verið ákveðið. Eldur brýst út í togaranum Akureyrinni EA 110, tveir skipverjar farast. Serene kemur til Akureyrar nefnd Margrét EA710. Norðanflug ehf., félag um fraktflug frá Akureyri er stofnað í félagi við Eimskipafélag Íslands og SAGA Fjárfestingar ehf.

Árið 2005
Eldur brýst út í fiskimjölsverksmiðju Samherja hf. í Grindavík. Ekki var um það að ræða að starfsmenn væru í hættu en allmiklar skemmdir urðu á húsakosti bræðslunnar.  Seinna á árinu er fiskimjölsverksmiðjan seld til Síldarvinnslunnar á Neskaupstað.  Starfsmannaskóli Samherja hefur göngu sína. Markmiðið með starfrækslu skólans er að stuðla að og hvetja til sí- og endurmenntunar innan Samherja. Í kjölfar kaupa Fjárfestingafélagsins Fjarðar ehf. á 7,33% eignarhlut í Samherja hf. gerðu nokkrir af stærstu hluthöfum Samherja hf. þ.e. Kristján Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson, Fjárfestingarfélagið Fjörður ehf., Bliki ehf., Tryggingamiðstöðin hf., F-15 sf.,Finnbogi A. Baldvinsson og fjárhagslega tengdir aðlilar, sem samtals eiga 55,48% hlutafjár í félaginu, með sér samkomulag um stjórnun og rekstur Samherja hf. Samhliða samkomulaginu var óskað eftir því að hlutabréf Samherja hf. verði afskráð úr Kauphöll Íslands.  Um haustið er frystihúsi félagsins á Stöðvarfirði lokað.  Oddeyrin er seld í brotajárn til Danmerkur og afskráð. Samherji hlýtur Íslensku sjávarútvegsverðlaunin 2005 fyrir framúrskarandi fiskvinnslu.  Dregið er úr framleiðslu hjá rækjuvinnslu Samherja á Akureyri.

Árið 2004
p01150304_strand_288_120 
Hugbúnaðar- og upplýsingakerfi frá SAP er tekið í notkun hjá Samherja.  Í byrjun mars strandar Baldvin Þorsteinsson EA 10 í Skálarfjöru en öllum skipverjum er bjargað frá borði.  Skipið er dregið af strandstað níu dögum síðar eftir umfangsmiklar björgunaraðgerðir.  Samherji hf. og Vísir hf. hefja samvinnu í veiðum, vinnslu, flutningum, þróun og sölu sjávarafurða.  Hríseyjan EA og Seley SU eru seldar.  Samherji selur eignarhlut sinn í Hraðfrystistöð Þórshafnar.  Stjórn Samherja hf. samþykkir að kaupa 65% hlutafjár í CR Cuxhaven Reederei GmbH, en fyrir átti félagið 35% eignarhlut í félaginu. Jafnframt kaup dótturfyrirtækisins Onward Fishing Company Ltd. á 50% hlut í Boyd Line Ltd í Hull. Samherji selur eignarhlut sinn í Kaldbaki hf. Stjórn Samherja hf. samþykkir að taka þátt í hlutafjáraukningu þýska félagsins FAB GmbH vegna kaupa þess á 58% hlut í Pickenpack - Hussmann & Hahn Seafood Gesellschaft MBH.  Icefresh GmbH hefur vinnslu á ferskum karfaflökum í Cuxhaven.

Árið 2003
export_award_text_120 
Samherji hf. kaupir hlut í norska sjávarútvegs- og fiskeldisfyrirtækinu Fjord Seafood ASA í Noregi, sem er eitt af stærstu fyrirtækjunum á sínu sviði í heiminum.  Fyrirtækin tvö gera með sér víðtækan samstarfssamning sem m.a. tekur til samstarfs félaganna í fiskeldi og sölu sjávarafurða.  Samherji hf. hlýtur Útflutningsverðlaun forseta Íslands, sem eru veitt í viðurkenningarskyni fyrir markvert framlag til eflingar á útflutningsverslun og gjaldeyrisöflun íslensku þjóðarinnar.  Fyrirtækið fagnar 20 ára starfsafmæli á Akureyri og býður af því tilefni og veitingu Útflutningsverðlaunanna til veislu fyrir starfsmenn og velunnara Samherja í KA-heimilinu á Akureyri.  Um haustið er Þorsteinn EA  seldur.  Samherji og Framherji kaupa eignarhlut í frystigeymslunni Bergfrost í Færeyjum.  Eignarhlutur í Fjord Seafood er seldur.

Árið 2002
Eignarhlutur er aukinn í Síldarvinnslunni á Neskaupstað.  Eignarhlutur er keyptur í SR-mjöli og eru Finnbogi Jónsson og Kristján Vilhelmsson kosnir í stjórn SR-mjöls í kjölfarið, Finnbogi sem stjórnarformaður.  Fyrsta skip Samherja, Akureyrin EA-10, er selt til Onward Fishing Company eftir fengsælan og farsælan feril hjá félaginu.  Í staðinn er Sléttbakur EA keyptur og nefndur Akureyrin EA-10.  Í desember kemur Baldvin Þorsteinsson EA-10 heim frá Lettlandi talsvert breyttur og lengdur.

Árið 2001 
Hlutabréf Samherja hf. eru skráð rafrænt hjá Verðbréfaskráningu Íslands.  Fjárfestingum er haldið áfram í fiskeldi með hlutafjárkaupum í Silfurstjörnunni í Öxarfirði, viðbót í Sæsilfri og Íslandslaxi.  Samherji hf. leggur ennfremur til hlutafé í Íslandsfugl á Dalvík.  Sæblikinn ehf. er stofnaður í helmingseign á móti Síldarvinnslunni til að sjá um sölu á uppsjávarafurðum félaganna.  Kavíarframleiðsla sem hefur verið í Strýtu flyst til Hussmann & Hahn.  Í lok ársins er Baldvin Þorsteinsson EA seldur til DFFU, nefndur Baldvin NC.  Á móti er keypt Hannover NC (áður Guðbjörg ÍS) sem er send í lengingu til Lettlands og er skipið nefnt Baldvin Þorsteinsson EA.

Árið 2000

vilhelmorstea11_120

Þorsteinn Vilhelmsson segir sig úr stjórn Samherja hf. og selur sinn hlut í félaginu.  Friðþjófi á Eskifirði er lokað en eignarhlutur í Hraðfrystistöð Þórshafnar er aukinn.  Samherji hf sameinast BGB-Snæfelli á Dalvík sem á sex skip og fiskvinnslur á Dalvík, Stöðvarfirði og í Hrísey.  Tvö skipanna eru seld strax og vinnslunni í Hrísey er lokað.  Hlutafé í félaginu er aukið í kr. 1.660.000.000.-  Fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA bætist í flotann.  Stefnan er sett á fiskeldi með fjárfestingum bæði í Íslandslaxi í Grindavík, Sæsilfri í Mjóafirði og Víkurlaxi í Eyjafirði á árinu.  Farið er í talsverðar breytingar á rækjuvinnslu Strýtu sem og endurbætur í F & L í Grindavík.  FAB GmbH er stofnað sem móðurfélag DFFU og Hussmann & Hahn.  Samherji selur sinn hlut í Samherja GmbH en eignast 35% hlut í FAB GmbH.

Árið 1999
Rækjuverksmiðjunni á Dalvík er lokað en starfsmannaaðstaðan í Strýtu er stórlega bætt með nýju húsnæði.  Langþráðar dýpkunarframkvæmdir í höfninni í Grindavík koma sér vel fyrir fyrirtækið og er farið í aðgerðir til að bæta löndunar- og hráefnisaðstöðuna hjá F & L.  Samherji kaupir hlut í Kaldbak en dregur sig út úr rekstri Úthafssjávarfangs sem hefur ekki borið viðunandi árangur.
e500logo_120 

Árið 1998
 
Tæplega 50% hlutur er keyptur í Rifi ehf  í Hrísey sem gerir út rækjubátinn Svan EA.  Samherji kaupir einnig hlut í Fiskeldi Eyjafjarðar.  Samherji er útnefndur sem eitt af 500 framsæknustu fyrirtækjum Evrópu á árinu.

Árið 1997
Allur rekstur Samherja hf. og dótturfélaga á Íslandi er sameinaður í nýtt hlutafélag sem hlýtur nafnið Samherji hf.  Á sama tíma kaupir félagið 98% hlutabréfa í Fiskimjöli & Lýsi hf. í Grindavík.  Í mars er brotið blað í sögu Samherja hf.  Ákveðið er að gera félagið að almenningshlutafélagi og eru bréf þess skráð á Verðbréfaþingi Íslands.  Í árslok eru Friðþjófur hf. og Fiskimjöl & Lýsi hf. síðan sameinuð Samherja hf.  Samstarf, um markaðsstarf í Bandaríkjunum, með Síldarvinnslunni og SR-mjöli er hafið, með stofnun Úthafssjávarfangs ehf. 

Árið 1996 
Friðþjófur hf. á Eskifirði er keyptur en fyrirtækið gerir út Sæljónið SU og fiskverkun.  Sölufyrirtækið Seagold Ltd. er stofnað í samvinnu við Gústaf Baldvinsson til þess að sjá um sölu á sjófrystum afurðum Samherja.  Samherji kaupir breska útgerðarfyrirtækið Onward Fishing Company Ltd.  Í lok ársins er Hrönn hf. á Ísafirði, sem gerir út einn öflugasta frystitogara landsins, Guðbjörgu ÍS, sameinuð Samherja hf.

Árið 1995 
Þorsteinn EA er keyptur (áður Helga II RE) sem markar upphaf þátttöku Samherja í veiðum og vinnslu uppsjávarfiska.  Hluti Dalvíkurbæjar í Söltunarfélagi Dalvíkur er einnig keyptur.  Samherji GmbH er stofnaður og kaupir 49,5% eignarhlut í Deutsche Fishfang Union GmbH í Þýskalandi.

Árið 1994 
Framherji aps. í Færeyjum er stofnaður með 30% eignarhlut Samherja og gerir út skipið Akraberg.

Árið 1993 
Samherji stofnar Strýtu hf. ásamt Landsbanka Ísl. og KEA á Akureyri upp út þrotabúi K. Jónssonar & Co hf.  Strýta er lagmetis- og rækjuverksmiðja og pökkunarstöð.

m_baldvineanyr2_120 
Árið 1992
Fyrsta nýsmíði félagsins, Baldvin Þorsteinsson EA, hefur veiðar.

Árið 1990 
Samherji hf. kaupir meirihluta í Söltunarfélagi Dalvíkur hf.  Sama ár kaupir Samherji hf. allt hlutafé í Hvaleyri hf. og félögin eru sameinuð.

Árið 1986 
Samherji hf. tengist rækjuveiðum er félagið á hlut að stofnun Oddeyrar hf. um kaup og rekstur samnefnds skips.

Árið 1985 
Samherji hf. á þátt í stofnun fyrirtækisins Hvaleyri hf. í Hafnarfirði og kaupir það fyrirtæki eignir Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar sem á tvo togara og frystihús.

ea110_gamla_120 
Árið 1983
Frændurnir Kristján Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Þorsteinn Vilhelmsson kaupa nær allt hlutafé í Samherja hf.  Þeir flytja aðsetur félagsins til Akureyrar, breyta skipi þess, Guðsteini GK, í frystiskip sem hlýtur nafnið Akureyrin EA.

Árið 1972 
Samherji hf. er stofnaður í Grindavík. 
 
Hafa samband

FyrirtŠki­

Samherji
Glerßrg÷tu 30
600 Akureyri, Iceland

Phone 560 9000
Fax 560 9199

samherji(hjß)samherji.is

Samherji_framurskarandi

Tenglar

Pˇstlisti

Vinsamlega slß­u inn netfang til a­ gerast ßskrifandi af pˇstlista okkar.

Starfsumsˇknir

Hægt er að fylla út umsóknir um störf hjá Samherja og senda þær rafrænt.