„Þetta er besta sumarvinnan og í fínu lagi að vakna snemma“
02.07.2025
Hátt í þrjátíu ungmenni eru ráðin til starfa í sumar í fiskvinnsluhúsi Samherja á Dalvík, til að leysa af fastráðið starfsfólk vegna sumarleyfa. Hlutfall sumarstarfsfólks er því nokkuð hátt þessar vikurnar.