Opiđ bréf Garđars Gíslasonar lögmanns Samherja

Opiđ bréf til Katrínar Jakobsdóttur, forsćtisráđherra.   Misfariđ međ opinbert vald Ágćta Katrín   Í fréttatíma Ríkisútvarpsins laugardaginn 10.

Opiđ bréf Garđars Gíslasonar lögmanns Samherja

Opiđ bréf til Katrínar Jakobsdóttur, forsćtisráđherra.
 

Misfariđ međ opinbert vald

Gardar_Gislason_logmadurÁgćta Katrín
 
Í fréttatíma Ríkisútvarpsins laugardaginn 10. nóvember síđastliđinn var rćtt viđ ţig í tilefni af nýgengnum dómi Hćstaréttar Íslands í máli Seđlabanka Íslands gegn Samherja hf., en međ dóminum var endir bundinn á tćplega sjö ára samfelldan málarekstur bankans gegn félaginu. Lést ţú ţau orđ falla í viđtalinu ađ dómurinn vćri „ekki góđur fyrir Seđlabankann“ sem tapađ hafi málinu „fyrst og fremst vegna formsatriđa“. Sú niđurstađa eigi hins vegar ađ mati ţínu ekki ađ hafa áhrif á stöđu seđlabankastjóra, Más Guđmundssonar, vegna ţess ađ ekki hafi veriđ sýnt fram á ađ ţađ hafi veriđ ásetningur ađ baki brotum í málarekstri Seđlabanka Íslands gagnvart Samherja hf.
 
Ég hef sem lögmađur gćtt hagsmuna Samherja hf. í fyrrgreindum málarekstri. Ég ţekki ţví málarekstur bankans gagnvart umbjóđanda mínum ágćtlega – og sjálfsagt betur en flestir. Búandi ađ ţeirri ţekkingu komu fyrrgreind ummćli ţín mér verulega á óvart.
 
Ţađ ćtti hver sá sem ţađ skođar af hlutleysi ađ sjá hversu alvarlegar brotalamir hafa veriđ á öllum málarekstri Seđlabanka Íslands á hendur Samherja hf., allt frá öndverđu. Málareksturinn snéri raunar ekki ađeins ađ félaginu Samherja hf., heldur jafnframt ađ tugum annarra félaga í samstćđu Samherja hf. og ţađ sem verra er, nokkrum einstaklingum líka, sem sćta máttu ţví af tilefnislausu ađ vera bornir ţungum sökum um refsiverđ brot á lögum og kćrđir til lögreglu.
 
Ađ baki öllum ţessum málarekstri stóđ Seđlabanki Íslands undir stjórn Más Guđmundssonar, seđlabankastjóra. Ákvarđanir um málareksturinn voru hans – og svo sannarlega bjó ađ baki ţeim ákvörđunum ásetningur til ţeirra. 
 
Margoft á ţessum tćpu 7 árum sem málareksturinn hefur stađiđ hefur seđlabankastjóra veriđ bent á ađ bankinn hefđi ekkert mál í höndum gagnvart Samherja hf. og rétt vćri ađ linnti tilhćfulausum ávirđingum hans í garđ félagsins og fyrirsvarsmanna ţess. Hann kaus hins vegar ađ halda áfram, aftur og aftur, ekki einungis til íţyngingar fyrir ţá sem ađgerđirnar beindust gegn, heldur líka međ tilheyrandi kostnađi fyrir íslenska skattborgara. Hefur forsćtisráđuneytiđ fengiđ upplýsingar frá Má Guđmundssyni um hvađ ţessi óvissuferđ bankans hefur kostađ íslenska ríkiđ? 
 
Í opnu bréfi sem ţessu eru ekki tök á ađ rekja gang ţessa umfangsmikla máls í neinum smáatriđum, en ţótt ekki sé gert annađ en ađ draga upp stóru myndina í ţví, ţá blasir viđ hversu illa seđlabankastjóri hefur fariđ međ vald sitt. 
 
• 27. mars 2012 réđst Seđlabanki Íslands til atlögu viđ fyrirtćkjasamstćđu Samherja hf. međ fjóra úrskurđi hérađsdóms ađ vopni um húsleit og haldlagningu gagna. Á ţeim grundvelli lögđu ríflega 60 manns frá Seđlabanka Íslands, sérstökum saksóknara, hérađslögreglu, tollstjóra o.fl. hald á heilan vörubílsfarm af gögnum 43 fyrirtćkja, auk síma, fartölva og annarra raftćkja og meira en hálfa milljón rafrćnna skjala, í ađgerđum sem fram fóru á mörgum stöđum og stóđu yfir í heilan dag.
 
• Ađgerđirnar fóru ţví sem nćst fram í beinni útsendingu fjölmiđla, auk ţess sem Seđlabanki Íslands beindi strax viđ upphaf ţeirra ađ eigin frumkvćđi fréttatilkynningu um ţćr á íslensku og ensku um sérstaka fréttaveitu sína, til fleiri hundruđ ađila, innlendra og erlendra. Ekki ţarf ađ fara í grafgötur um ţann miska sem samstćđu Samherja hf. og einstaklingum ţar ađ baki var gerđur međ ţessu.
 
• Mjög fljótlega kom í ljós ađ sá málatilbúnađur sem Seđlabanki Íslands hafđi boriđ á borđ hérađsdóms til öflunar fyrrgreindra úrskurđa um húsleit og haldlagningu ţoldi ekki nánari skođun og strax í úrskurđi hérađsdóms Reykjavíkur, dags. 15. maí 2012, sem stađfestur var af Hćstarétti  Íslands í máli nr. 356/2012, gerđu dómstólar alvarlegar athugasemdir viđ útreikninga Seđlabanka Íslands á fiskverđi, sem legiđ höfđu til grundvallar fyrrgreindum húsleitar- og haldlagningarađgerđum bankans. 
 
• Ţrátt fyrir ađfinnslur dómstóla, lét Seđlabanki Íslands sér ekki segjast eđa staldrađi viđ, en kćrđi í tvígang til embćttis sérstaks saksóknara á ţessum grundvelli; fyrst Samherja hf. og tengd félög og síđar 4 fyrirsvarsmenn félaganna. Ţađ gerđi bankinn eftir ţrotlausar rannsóknir um meira en heils árs skeiđ; fyrst í apríl 2013 og svo aftur í september 2013. 
 
• Sérstakur saksóknari afgreiddi málatilbúnađ Seđlabanka Íslands frá sér í bćđi skiptin međ niđurfellingu á kćrum og endursendingu til bankans, síđast í byrjun september 2015. Ţar var ekki einvörđungu um ađ rćđa niđurfellingu á grundvelli formsatriđa, svo sem látiđ hefur veriđ í veđri vaka í málflutningi seđlabankastjórans. Ávirđingar Seđlabanka Íslands á hendur félögum í samstćđu Samherja hf. og fyrirsvarsmanna ţeirra sćttu efnilegri rannsókn af hálfu sérstaks saksóknara og niđurstađa ţess ágćta embćttis var raunar býsna skýr í síđara endursendingarbréfi ţess til Seđlabanka Íslands, ţar sem m.a. kom fram ađ Samherji hf. hefđi sýnilega gćtt ţess af kostgćfni ađ senda heim erlendan gjaldeyri sem var endurgjald félagsins vegna sölu á vöru og ţjónustu.
 
• Áfram hélt Seđlabanki Íslands samt ađ vinna í málinu misserum saman, en felldi ţađ ađ lokum niđur ađ öllu öđru leyti en ţví, ađ bjóđa Samherja hf. ađ ljúka málinu međ 8.500.000 kr. stjórnvaldssekt á miđju árinu 2016. Var ţá ekkert orđiđ eftir af upphaflegum ávirđingum bankans á hendur Samherja hf. – og hafđi ađferđum viđ ađ komast ađ ćtluđum vanskilum gjaldeyris veriđ breytt frá ţví sem veriđ hafđi í kćrum bankans til sérstaks saksóknara, eingöngu í ţví skyni ađ reyna ađ búa til ćtluđ brot á reglum bankans um skilaskyldu erlends gjaldeyris. Á ţađ sektarbođ féllst Samherji hf. ekki, enda taldi félagiđ engum brotum fyrir ađ fara.
 
• Seđlabanki Íslands tók í framhaldinu ákvörđun um ađ leggja á Samherja hf. 15.000.000 kr. stjórnvaldssekt, sem Samherji hf. fékk raunar ekki skýringar á af hverju hćkkađi svo frá sektarbođinu. 
 
• Ţeirri stjórnvaldssekt fékk Samherji hf. hnekkt fyrir hérađsdómi Reykjavíkur í apríl 2017.
 
• Enn gat Seđlabanki Íslands ţó ekki látiđ stađar numiđ, heldur áfrýjađi dómi hérađsdóms til Hćstaréttar íslands, sem stađfesti svo dóm hérađsdóms 8. nóvember sl.
 
Ţađ var ánćgjuefni ađ sjá bréf ţitt til bankaráđs Seđlabanka Íslands, dags. 12. nóvember sl., ţar sem ţú óskar eftir greinargerđ ráđsins um máliđ. Bitur reynsla segir mér hins vegar ađ ţađ sé óvarlegt ađ treysta um of á viđbrögđ og afgreiđslu bankaráđs Seđlabanka Íslands, svo oft sem atbeina ţess og inngrips var óskađ undir međferđ fyrrgreinds máls, án nokkurs árangurs. Ég vill ţví eindregiđ beina ţví til ţín, Katrín, ađ kynna ţér vel dóm hérađsdóms Reykjavíkur í málinu, sem Hćstiréttur Íslands stađfesti međ vísan til forsendna hans 8. nóvember sl. Í umfjöllun dómsins má glöggt sjá ađ ţađ var ekki bara forminu sem var áfátt í málsmeđferđ Seđlabanka Íslands, enda ţótt dómurinn felldi „ţegar af ţessari ástćđu“ niđur stjórnvaldssekt bankans á hendur Samherja hf. Ţá vill ég bjóđa ţér ađ koma á fund ţinn og kynna ţér máliđ, kjósir ţú svo – nú og ađ hitta ţá einstaklinga sem ranglega voru sökum bornir af hálfu Seđlabanka Íslands. Ég yrđi ekkert sérstaklega hissa ef viđhorf ţitt til málsins yrđi eitthvađ breytt eftir slíkt samtal. 
 
Lögum samkvćmt er mikiđ vald faliđ seđlabankastjóra. Ţađ vald misfór Már Guđmundsson svo sannarlega međ viđ međferđ fyrrgreinds máls. Sá sem misfer svo međ opinbert vald á ekki ađ fá ađ halda ţví.
 
Garđar G. Gíslason, hćstaréttarlögmađur

Hafa samband

Fyrirtćkiđ

Samherji
Glerárgötu 30
600 Akureyri, Iceland

Phone 560 9000
Fax 560 9199

samherji(hjá)samherji.is

Samherji_framurskarandi

Tenglar

Póstlisti

Vinsamlega sláđu inn netfang til ađ gerast áskrifandi af póstlista okkar.

Starfsumsóknir

Hćgt er ađ fylla út umsóknir um störf hjá Samherja og senda ţćr rafrćnt.

 

jafnlaunavottun_samherji