Fréttir

Samherji kaupir nýja gerð toghlera

Samherji sem gerir út togarann Björgúlf EA hefur keypt Ekkó toghlera, sem er ný gerð toghlera. Smári Jósafatsson framkvæmdastjóri Ekkó segir hlerana eiga að draga verulega úr olíunotkun.

Þorsteinn Már fékk „Upphafið“ í afmælisgjöf

Stjórn Samherja færði í vikunni Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra félagsins verkið „Upphafið“ eftir Elvar Þór Antonsson, sem er nákvæmt líkan af ísfisktogaranum Guðsteini GK 140, eins og hann leit út við komuna til Akureyrar á sínum tíma.
Þorsteinn Már varð sjötugur í haust og er verkið gjöf félagsins í tilefni þeirra tímamóta.

Baldvin Þorsteinsson kaupir erlenda starfsemi Samherja Holding

Hollenskt félag Baldvins Þorsteinssonar hefur gert samkomulag um kaup á eignum hollenska félagsins Öldu Seafood og þar með erlendri starfsemi Samherja Holding.
Baldvin hefur verið forstjóri Öldu Seafood undanfarin ár.

Vélstjórafjölskyldan á Dalvík – Vélbúnaður ræddur fram og til baka í jólaboðum stórfjölskyldunnar

Halldór Gunnarsson á Dalvík hefur verið vélstjóri á Björgúlfi EA 312 svo að segja allan sinn starfsaldur, lengst af sem yfirvélstjóri eða aldarþriðjung. Fyrst á „gamla“ Björgúlfi sem kom nýr til landsins árið 1977 og síðustu fimm árin á „nýja“ Björgúlfi sem kom nýr til heimahafnar í júní 2017. Segja má með sanni að vélstjórn sé Halldóri og ættfólki hans í blóð borin og það sem meira er, flestir eru vélstjórar á skipum Samherja

Jóla- og nýárskveðja

Samherji sendir starfsfólki og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár, með þökkum fyrir árið sem er að líða.

Einn elsti starfsmaður Samherja lætur af störfum - Þó ekki alveg hættur –

„Ég færði mig frá Útgerðarfélagi Akureyringa til Samherja þegar þeir frændur höfðu gert út fyrsta skipið í hálft ár, frystitogarann Akureyrina EA. Á næsta ári verða liðin fjörutíu ár síðan saga Samherja hófst, þannig að ég hef verið hjá fyrirtækinu í rétt rúmlega 39 ár. Þótt ég láti nú formlega af störfum skila ég ekki lyklunum alveg strax, því við Kristján Vilhelmsson útgerðarstjóri höfum sammælst um að ég verði eftirmanni mínum innan handar næstu mánuðina,“ segir Ólafur Hermannsson lagerstjóri skipaþjónustu Samherja, sem eðli málsins samkvæmt er í hópi elstu starfsmanna Samherja.

„Hver veit nema þarna leynist starfsmenn framtíðarinnar“

Fimmtán börn og fjórir starfsmenn leikskólans Krílakots á Dalvík heimsóttu fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík og kynntu sér starfsemina.
Ragnheiður Rut Friðgeirsdóttir og Sigurður Jörgen Óskarsson yfirverkstjóri tóku á móti hópnum, sýndu húsið og sögðu frá vinnslunni. Sigurður Jörgen segir að þessi heimsókn hafi verið sérlega ánægjuleg.

Bandarískt háskólaverkefni í gagnavísindum teygir sig til Akureyrar

Tveir meistaranemar í gagnavísindum (Data Sciences) Mark Allen Schumacher og Daniel Robert Noel
við Northwestern University háskólann í Chicago í Bandaríkjunum eru staddir á Akureyri í tengslum við verkefni á vegum Fiskistofu. Óskað var eftir samstarfi við Samherja og Útgerðarfélag Akureyringa um verkefnið, enda tæknivæðing í skipum og vinnsluhúsum félaganna mikil.

Laun flestra hækka um 65 þúsund krónur á mánuði eða liðlega 12 %

Samtök atvinnulífsins og Starfsgreinasamband Íslands undirrituðu nýverið nýjan kjarasamning vegna starfa á hinum almenna vinnumarkaði. Þessa dagana er verið að kynna samninginn, niðurstaða atkvæðagreiðslu liggur fyrir síðar í mánuðinum. Flestir starfsmenn í fiskvinnsluhúsum Samherja og Útgerðarfélags Akureyringa á Dalvík og Akureyri eru í Einingu Iðju, sem er aðili að samningnum.

„Hjólageymslan er hvatning til fólks að hjóla í vinnuna“

Vel búin reiðhjólageymsla hefur verið tekin í notkun við fiskvinnsluhús Útgerðarfélags Akureyringa á Akureyri. Sambærileg reiðhjólageymsla er við fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík, sem notið hefur vinsælda meðal starfsfólks. Með slíkum geymslum vilja félögin auðvelda starfsfólki að hjóla í vinnuna og stuðla um leið að umhverfisvænni samgöngum.