Starfsmanna- og fjölskylduhátíð STÚA haldin í sól og sumaryl
18.08.2025
Starfsmanna- og fjölskyldudagur STÚA – Starfsmannafélags Útgerðarfélags Akureyringa – var haldinn á lóð ÚA sl. laugardag í blíðskaparveðri. Óskar Ægir Benediktsson formaður félagsins segir að STÚA stefni að því að halda slíka hátíð á hverju ári, þó ekki endilega alltaf með sama fyrirkomulagi. Í ár var þessi tímasetning fyrir valinu, þar sem flestir eru að snúa til starfa eftir sumarleyfi.