Fréttir

Matur, menning og skemmtun

Vetrarstarfsemi STÚA starfsmannafélags Útgerðarfélags Akureyringa og Fjörfisks starfsmannafélags Samherja á Dalvík hófst um helgina með veglegum matarhátíðum.

Samgöngusamningur í boði allt árið

Samherji hefur ákveðið að bjóða starfsfólki að gera samgöngusamning við félagið sem gildir allt árið í stað sjö mánaða eins og undanfarin ár.

„Spennandi að sjá nýsköpunar- og þróunarvinnu verða að veruleika“

Íslenskur sjávarútvegur hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum, samhliða stöðugri þróun og innleiðingu tæknilausna á sviði vél- og rafeindabúnaðar.

„Tæknivædd vinnsla kallar á sérhæft starfsfólk“

Hólmfríður Sigurðardóttir flokksstjóri pökkunar ferskra afurða í fiskvinnslu Samherja á Dalvík hefur starfað lengi í sjávarútvegi. Hún segir að örar tækiframfarir kalli á sérhæft starfsfólk.

„Okkar hlutverk er að allt virki vel“

Sigurbjörn Tryggvason hefur verið vélstjóri á skipum Útgerðarfélags Akureyringa og Samherja svo að segja frá ‏‏‏því hann útskrifaðist sem vélstjóri árið 1984. Lengst var hann vélstjóri á Sléttbak EA 304.
Síðustu fimm árin hefur Sigurbjörn verið vélstjóri á Björgúlfi EA 312, sem hann segir prýðilegt skip í alla staði.

Stækkun Silfurstjörnunnar stórt framfaraskref í atvinnumálum Öxarfjarðar

Fjölmenni kynnti sér starfsemi Silfurstjörnunnar, laxeldisstöðvar Samherja fiskeldis í Öxarfirði sl. föstudag. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á stöðinni á undanförnum þremur árum og er framkvæmdum í meginatriðum lokið.

Silfurstjarnan í Öxarfirði: Opið hús föstudaginn 5. september.

Á undanförnum misserum hafa verið gerðar umtalsverðar breytingar í Silfurstjörnunni, landeldisstöð Samherja fiskeldis að Núpsmýri í Öxarfirði.

Glæsilegt líkan af Harðbak EA 3 afhjúpað

Líkan af síðutogara Útgerðarfélags Akureyringa, Harðbak EA 3, var afhjúpað við hátíðlega athöfn á Torfunefsbryggju á Akureyri laugardaginn 30. ágúst að viðstöddu fjölmenni.

Elvar Þór Antonsson á Dalvík smíðaði líkanið fyrir tilstilli hóps fyrrverandi sjómanna á togurum ÚA.

„Íslenskur sjávarútvegur er í harðri samkeppni á al‏þ‏‏jóðlegum mörkuðum“

Hermann Stefánsson tók við sem framkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood ehf. í júní er Gústaf Baldvinsson lét af störfum eftir að hafa st‎ýrt félaginu frá stofnun, árið 2007. Ice Fresh Seafood er sölu- og markaðsfyrirtæki Samherja.

Landvinnsla komin á fullt skrið eftir sumarleyfi

Vinnsla hófst í morgun af fullum krafti í fiskvinnslu Samherja á Dalvík eftir sumarleyfi starfsfólks en vinnsla í hjá ÚA á Akureyri hófst í júlí eftir sumarleyfi. Jón Sæmundsson framleiðslustjóri á Dalvík hafði í nógu að snúast á þessum fyrsta degi.