Fréttir

Gamla fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík í nýju hlutverki

Tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective standa nú yfir á Dalvík og hefur miðbærinn heldur betur tekið breytingum, hluti bæjarins hefur verið klæddur í gervi lítils bæjar í Alaska-ríki í Bandaríkjunum. Í gamla fiskvinnsluhúsi Samherja á Dalvík eru skrifstofur framleiðenda þáttanna og þar er leikmunadeildin sömuleiðis til húsa. Nokkrir starfsmenn Samherja á Dalvík hafa ráðið sig í aukahlutverk.

Óþokkar í aldarfjórðung

Ungmennafélagið Óþokki, sem hefur verið nokkuð fyrirferðarmikið innan Samherja, fagnar 25 ára afmæli á þessu ári. Birgir Össurarson sölu- og markaðsstjóri hefur verið Einvaldur Óþokka frá fyrsta degi. Hann segir að þessum tímamótum verði fagnað hressilega með ýmsum hætti.

Fiskrétturinn frá mömmu og pabba sem slegið hefur í gegn á Dalvík

„Við erum með fisk á boðstólum tvisvar sinnum í viku og það segir sig auðvitað sjálft að hráefnið hérna er alltaf ferskt sem er auðvitað mikill kostur. Fiskurinn nýtur vinsælda hjá flestum og auk þess finnst mér alltaf gaman að elda fisk,“ segir Fanney Davíðsdóttir matráður í fiskvinnsluhúsi Samherja á Dalvík, sem gefur lesendum heimasíðunnar uppskrift af dýrindis fiskrétti sem nýtur mikilla vinsælda meðal starfsfólks fiskvinnsluhússins. Að jafnaði eru um 120 manns í mat hjá Fanneyju og hennar samstarfsfólki í mötuneytinu.

Ásta Dís Óladóttir í stjórn Samherja

Ásta Dís Óladóttir hefur tekið sæti í stjórn Samherja hf. í stað Helgu Steinunnar Guðmundsdóttur, sem setið hefur í stjórn félagsins um árabil og gegnt trúnaðarstörfum fyrir félagið.

Skattamálum Samherja lokið og sakamál felld niður

Skattamálum á hendur félögum tengdum Samherja hefur verið að fullu lokið í sátt á milli skattrannsóknarstjóra og Samherja. Þessar málalyktir felast í endurálagningu Skattsins á félög í samstæðu Samherja vegna rekstraráranna 2012-2018. Samhliða hefur embætti héraðssaksóknara fellt niður sakamál á hendur félögunum og starfsfólki þeirra og staðfest að hvorki stjórnendur né starfsmenn samstæðunnar hafi gerst sekir um refsiverð brot vegna þessa.

Samherji kaupir nýja gerð toghlera

Samherji sem gerir út togarann Björgúlf EA hefur keypt Ekkó toghlera, sem er ný gerð toghlera. Smári Jósafatsson framkvæmdastjóri Ekkó segir hlerana eiga að draga verulega úr olíunotkun.

Þorsteinn Már fékk „Upphafið“ í afmælisgjöf

Stjórn Samherja færði í vikunni Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra félagsins verkið „Upphafið“ eftir Elvar Þór Antonsson, sem er nákvæmt líkan af ísfisktogaranum Guðsteini GK 140, eins og hann leit út við komuna til Akureyrar á sínum tíma.
Þorsteinn Már varð sjötugur í haust og er verkið gjöf félagsins í tilefni þeirra tímamóta.

Baldvin Þorsteinsson kaupir erlenda starfsemi Samherja Holding

Hollenskt félag Baldvins Þorsteinssonar hefur gert samkomulag um kaup á eignum hollenska félagsins Öldu Seafood og þar með erlendri starfsemi Samherja Holding.
Baldvin hefur verið forstjóri Öldu Seafood undanfarin ár.

Vélstjórafjölskyldan á Dalvík – Vélbúnaður ræddur fram og til baka í jólaboðum stórfjölskyldunnar

Halldór Gunnarsson á Dalvík hefur verið vélstjóri á Björgúlfi EA 312 svo að segja allan sinn starfsaldur, lengst af sem yfirvélstjóri eða aldarþriðjung. Fyrst á „gamla“ Björgúlfi sem kom nýr til landsins árið 1977 og síðustu fimm árin á „nýja“ Björgúlfi sem kom nýr til heimahafnar í júní 2017. Segja má með sanni að vélstjórn sé Halldóri og ættfólki hans í blóð borin og það sem meira er, flestir eru vélstjórar á skipum Samherja

Jóla- og nýárskveðja

Samherji sendir starfsfólki og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár, með þökkum fyrir árið sem er að líða.