Spánverjar sólgnir í ferskar gellur á aðventunni
06.12.2024
Eftirspurn eftir ferskum þorskgellum eykst gjarnan á þessum árstíma á Spáni, enda hefð fyrir því meðal innfæddra að snæða þennan herramannsmat í aðdraganda jólanna. Sunneva Ósk Guðmundsdóttir framleiðslustjóri Samherja á Akureyri segir reynt eftir bestu getu að verða við óskum kaupenda, ferskar gellur séu því sendar með flugi til Spánar.