Fréttir

Vel skipulögð þrifasveit heldur öllu tandurhreinu

Hreinlæti er stór og mikilvægur þáttur í fiskvinnsluhúsum Samherja á Akureyri og Dalvík, enda eru gerðar gríðarlegar kröfur um hreinlæti og gæði á öllum stigum starfseminnar. Þegar vinnslu lýkur í húsunum , taka við öflugar sveitir, sem þrífa og hreinsa húsin samkvæmt ákveðnum verkferlum.

Hér fyrir neðan eru fleiri myndir

Stefán Viðar skipstjóri á Snæfelli EA 310: „Þessar 45 mínútur á hæsta fjalli Suður-Ameríku voru hreint út sagt stórfenglegar“

Stefán Viðar Þórisson skipstjóri á frystitogara Samherja, Snæfelli EA 310, kleif í byrjun ársins hæsta fjall Suður-Ameríku, Aconcagua í Andes-fjallgarðinum, sem er 6.962 metrum yfir sjávarmáli. Stefán Viðar hefur farið í nokkra háfjallaleiðangra á undanförnum árum, meðal annars klifið Kilimanjaro (5.895 m) og Mount Meru (4.562 m) í Tansaníu.

Skjáveggjastýring sett upp í Margréti EA 710 á aðeins rúmum þremur vikum

Brúin í uppsjávarskipi Samherja, Margréti EA 710 hefur tekið miklum breytingum á skömmum tíma. Svokölluð skjáveggjastýring hefur verið innleidd, sem gerir það að verkum að skipstjórinn getur stjórnað og fylgst með hvaða tæki sem er á stórum sjónvarpsskjáum. Hjörtur Valsson skipstjóri segir að ótrúlega vel hafi gengið að setja upp skjáveggjastýringuna.

Tvö stutt og eitt langt

Áratuga löng hefð er fyrir því að fiskiskip, sem gerð eru út frá Akureyri, flauti er þau láta úr höfn. Þegar skipin eru komin á siglingu og eru hæfilega langt frá bryggju er flautað tvisvar sinnum í eina til tvær sekúndur og einu sinni í fjórar til sex sekúndur. Með þessu merki kveður áhöfnin heimahöfn með táknrænum hætti og heldur til veiða.

Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir ráðin framkvæmdastýra frumkvöðla- og nýsköpunarfélagsins DRIFTAR EA

Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastýra DRIFTAR EA á Akureyri, félags sem hefur það að markmiði að byggja upp frumkvöðla- og nýsköpunarstarf á Eyjafjarðarsvæðinu.

„Fiskvinnsluhús Samherja eru vel búin í kæli- og frystitækni“

Jakob Björnsson vélstjóri í fiskvinnsluhúsi Útgerðarfélags Akureyringa á Akureyri hefur svo að segja alla tíð starfað við frysti- og kælikerfi í sjávarútvegi, bæði til sjós og lands. Vinnsluhús ÚA er afkastamikið og vel útbúið tæknilega fullkomnum búnaði, sem er nokkuð flókinn, þar sem mörg kerfi þurfa að virka saman eins og til er ætlast.

Fékk hluta úr breskri sprengju í trollið

Hluti úr breskri sprengju sem notuð var í seinni heimsstyrjöldinni kom í veiðarfæri ísfisktogarans Bjargar EA 7 í gær er skipið var við veiðar á Rifsbanka, norður af Melrakkasléttu. Haft var samband við Landhelgisgæsluna sem staðfesti að brotið væri hluti af MARK XVII sprengju.


Gleðin allsráðandi á jólatrésskemmtun starfsmannafélags Samherja á Dalvík

Jólatrésskemmtun Fjörfisks, starfsmannafélags Samherja á Dalvík, var haldin í gær í matsal fiskvinnsluhússins. Jafnt börn sem fullorðnir skemmtu sér konunglega í fagurlega skreyttum matsalnum. Jólasveinninn lét sig að sjálfsögðu ekki vanta og hafði meðferðis í poka sínum góðgæti handa börnunum sem biðu hans með eftirvæntingu. Gengið var í kringum jólatré og boðið var upp á kakó og kökur.

- JÓLAKVEÐJA FRÁ SAMHERJA -

Samherji sendir starfsfólki, viðskiptavinum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og heillaríkt komandi ár með þökkum fyrir ánægjulegt samstarf á liðnu ári.

40 ár frá því Akureyrin EA kom til heimahafnar úr sinni fyrstu veiðiferð

Nákvæmlega fjörutíu ár eru í dag liðin frá því frystitogarinn Akureyrin EA 10 kom úr sinni fyrstu veiðiferð, 23. desember 1983.

Frændurnir Kristján Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Þorsteinn Vilhelmsson höfðu fyrr á árinu keypt nær allt hlutafé Samherja hf. í Grindavík, sem gerði út togarann Guðstein GK 140 og fluttu þeir frændur starfsemina til Akureyrar.