Fréttir

Ríkisútvarpið leiðréttir frétt um Samherja og biðst velvirðingar

Ríkisútvarpið hefur leiðrétt frétt um Samherja sem var flutt í seinni sjónvarpsfréttatíma RÚV hinn 13. febrúar síðastliðinn. Þá hefur Ríkisútvarpið jafnframt beðist velvirðingar á fullyrðingu sem fram kom í fréttinni.

Samherji krefst afsökunarbeiðni og leiðréttingar á meiðandi frétt

Samherji hefur sent erindi til stjórnar Ríkisútvarpsins og útvarpsstjóra vegna fréttar sem var flutt í síðari sjónvarpsfréttatíma RÚV fimmtudaginn 13. febrúar síðastliðinn. Í erindinu krefst Samherji afsökunarbeiðni og leiðréttingar á meiðandi fréttaflutningi.

Ágætu samstarfsmenn

Norska ríkisútvarpið, NRK, greindi frá því í gær að Samherji væri ekki lengur í viðskiptum við norska bankann DNB. Þetta eru gamlar fréttir og hafa því engin áhrif á starfsemi Samherja og tengdra félaga. Þegar Samherji hætti í viðskiptum við DNB undir lok síðasta árs voru bankaviðskiptin færð annað og gekk það hnökralaust fyrir sig. Það skal tekið fram að Samherji hafði engin lánaviðskipti við DNB.
Við höfum haft þá reglu hjá Samherja að við tjáum okkur ekki um samband samstæðunnar við einstaka viðskiptavini. Ég fór hins vegar í viðtöl hjá íslenskum fjölmiðlum í gær þar sem ég útskýrði að þetta væri gömul frétt sem hefði engin áhrif á reksturinn endi ætti Samherji í traustu og góðu sambandi við alla viðskiptabanka sína.


Vegna endurnýjaðrar kyrrsetningar togarans Heinaste

Með vísan til fréttatilkynningar Samherja frá 6. febrúar síðastliðnum, um að samstæðan muni uppfylla allar skyldur sínar í Namibíu, telur Samherji rétt að upplýsa um nokkur atriði í kjölfar þess að togarinn Heinaste hefur verið kyrrsettur á ný af namibískum stjórnvöldum.
Eins og áður hefur komið fram hefur Samherji um nokkra hríð unnið að því að draga úr starfsemi sinni í Namibíu með það fyrir augum að hætta rekstri í landinu. Nú er svo komið að samstæðan hefur óverulegra hagsmuna að gæta í landinu miðað við umfang starfseminnar áður.

Samherji mun uppfylla allar skyldur sínar í Namibíu

Samherji hefur um nokkra hríð unnið að því að draga úr starfsemi sinni í Namibíu með það fyrir augum að hætta rekstri í landinu. Nú er svo komið að samstæðan hefur óverulegra hagsmuna að gæta í landinu miðað við umfang starfseminnar áður. Af þeim þremur skipum sem hafa stundar veiðar í namibískri lögsögu undanfarið ár, Geysir, Heinaste og Saga, er aðeins eitt eftir í Namibíu og er þar um að ræða verksmiðjutogarann Heinaste.
„Það er mjög ánægjulegt að mál vegna skipsins Heinaste og skipstjóra þess var leitt til lykta fyrir dómi í Namibíu á miðvikudag. Þetta skapar ný tækifæri í rekstri skipsins og við viljum að þau verði nýtt í Namibíu,“ segir Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja.

Engar kröfur á hendur fyrrverandi framkvæmdastjóra

Í morgunútvarpi Rásar 2 í gær var umfjöllun um styrktarsjóð samtakanna Wikileaks. Fram kom í þættinum að Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Samherja, myndi hér eftir njóta styrkja úr sjóðnum og var vakin athygli á fjársöfnun á meðal almennings í því sambandi.
Komið hefur fram að tilgangur fjársöfnunarinnar sé að mæta kostnaði sem styrkþegar telja sig hafa þurft að bera. Þáttastjórnandinn Sigmar Guðmundsson sagði að umræddur sjóður hefði styrkt þekkta uppljóstrara erlendis og bar mál þeirra saman við mál Jóhannesar en lét þess getið að mál hinna erlendu uppljóstrara væru annars eðlis. „Þau eru að berjast við bandarísk yfirvöld en Jóhannes á kannski meira í baráttu við risavaxið fyrirtæki sem hér starfar, Samherja,“ sagði Sigmar í þættinum.

Samherji mun innleiða nýtt stjórnunar- og regluvörslukerfi

Samherji hefur gripið til ráðstafana til að innleiða nýtt stjórnunar- og regluvörslukerfi. Ákvörðun um innleiðingu kerfisins var tekin á grundvelli reynslu af starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. Nýja kerfið verður hluti af framtíðarstjórnun Samherja samstæðunnar og mun ná til Samherja og allra dótturfyrirtækja.
„Samherji mun þróa og innleiða heildrænt stjórnunar- og regluvörslukerfi sem byggist á áhættuskipulagi fyrirtækisins, meðal annars með áherslu á spillingu, efnahagslegar refsiaðgerðir og peningaþvætti,“ segir Björgólfur Jóhannsson starfandi forstjóri Samherja. Stefnt er að því að ljúka innleiðingu kerfisins síðar á þessu ári.
„Þetta kerfi mun gegna lykilhlutverki í nýrri áætlun þar sem við munum krefjast þess að allir starfsmenn taki virkan þátt í ferli til að endurmeta gildi okkar, menningu og starfsvenjur. Við munum síðan innleiða verkferla fyrir áhættumat og siðareglur í samræmi við kerfið. “

Þorláksmessubréf til starfsmanna

Ágætu vinnufélagar.
Þegar ég tók við sem starfandi forstjóri Samherja vissi ég að það væru öflugir starfsmenn hjá fyrirtækinu. Öðruvísi hefði það ekki orðið leiðandi í evrópskum sjávarútvegi. Hins vegar kom það mér ánægjulega á óvart hvað mannauðurinn í félaginu er í raun og veru framúrskarandi. Þetta hef ég skynjað mjög sterkt undanfarnar vikur. Það er greinilega valinn maður í hverju rúmi. Góður liðsandi er ríkjandi og fyrirtækjamenningin er þannig að það er alltaf gaman í vinnunni, sama hvers eðlis verkefnin eru.
Óveðrið sem lék landsmenn grátt fyrr í þessum mánuði olli talsverðu tjóni á landsbyggðinni. Rafmagnsleysið í kjölfar veðurofsans varð þess valdandi að öll vinnsla okkar á Dalvík lá niðri í fimm daga og hleypur tjón vegna þess á tugum milljóna króna. Hins vegar tókst að afstýra tjóni vegna hráefnis og hluti starfsmanna á Dalvík færði sig yfir til Akureyrar þar sem við jukum framleiðsluna tímabundið meðan það var rafmagnslaust á Dalvík.
Blessunarlega varð ekkert tjón á tækjabúnaði og skipum. Vinnsla hófst svo aftur á Dalvík síðastliðinn þriðjudag. Ég vil nota þetta tækifæri til að koma á framfæri þakklæti til viðbragðsaðila fyrir þeirra óeigingjarna starf í kjölfar rafmagnsleysisins. Ég vil jafnframt þakka þeim starfsmönnum, sem færðu sig tímabundið til Akureyrar, alveg sérstaklega fyrir.

Kæri Kristinn

-Björgólfur Jóhannsson svarar Kristni Hrafnssyni talsmanni Wikileaks
Sæll Kristinn Hrafnsson og hafðu þökk fyrir opna bréfið. Í minni heimasveit er til siðs að svara sendibréfum jafnvel þótt opin séu. Það geri ég nú en ætla mér þó ekki að stunda bréfaskriftir við þig í framhaldinu.
Það kemur mér þægilega á óvart að af bréfi þínu virðist mega ráða að þú hafir nokkurn áhuga á að hið sanna komi ljós. Það er líka gott að þú staðfestir í bréfinu að tölvupóstarnir hafi verið handvaldir eins og ég hélt fram. Við þurfum þá ekki að deila um það.
Athugun Samherja á þeim gögnum sem Wikileaks birti leiddi í ljós að aðeins voru birt 42% af tölvupóstum Jóhannesar Stefánssonar frá tímabilinu 2014-2016. Við nánari skoðun kom í ljós að hlutfallið var miklu lægra og er það nær 30%. Þannig virðist 50 þúsund tölvupóstum hafa verið sleppt.
Kristinn, þú segir í bréfi þínu til mín:

Nýr fjármálastjóri hjá Samherja í Hollandi

Steingrímur H. Pétursson hefur verið ráðinn fjármálastjóri á skrifstofu Samherja í Hollandi. Steingrímur hefur fjölþætta reynslu úr íslensku viðskiptalífi og býr yfir mikilli sérþekkingu á sviði fjármála.
Steingrímur kemur til Samherja frá Högum þar sem hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra fjármála- og viðskiptaþróunar en þar á undan var hann framkvæmdastjóri fjármálasviðs Olís um þriggja ára skeið. Steingrímur hefur einnig gegnt stöðu framkvæmdastjóra hjá Eimskip, Sandblæstri og Málmhúðun og Fjárfestingarfélaginu Sjöfn en hóf starfsferil sinn að loknu háskólanámi hjá KPMG Endurskoðun á Akureyri þar sem hann vann í fjögur ár.
Steingrímur er með meistaragráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hann er kvæntur Lindu Björk Sævarsdóttur og eiga þau þrjú börn. Samherji býður Steingrím hjartanlega velkominn til starfa.