Fréttir

Reynslumiklir skipstjórar samstíga í land eftir 22 ára samvinnu

Skipstjórarnir á Kaldbak EA 1, þeir Angantýr Arnar Árnason og Sigtryggur Gíslason, hafa látið af störfum vegna aldurs. Báðir eiga þeir að baki langt og farsælt starf hjá Samherja og Útgerðarfélagi Akureyringa.

Tilkynning frá Samherja

Í ljós hefur komið að svokallaður „listgjörningur“ með misnotkun á vörumerki Samherja náði til til þriggja heimsálfa og var tilraun til misnotkunar send til 100 fjölmiðla á Íslandi, Noregi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Ástralíu.

Skipsbjalla Harðbaks EA 3 komin til varðveislu á Akureyri, 44 árum eftir að skipið var selt í brotajárn

Útgerðarfélag Akureyringa keypti togarann Harðbak EA 3 frá Aberdeen í Skotlandi árið 1950. Á þessum tíma átti félagið fyrir tvo togara, Kaldbak EA 1 og Svalbak EA 2.

Bréf til samstarfsfólks

Ágæta samstarfsfólk.

Eins og ykkur er eflaust kunnugt um, hefur falsfréttum í nafni Samherja verið dreift að undanförnu.
Sett var upp heimsíða í Bretlandi, í nafni og með myndmerki félagsins og fréttunum dreift þaðan.

Færeyingar heimsóttu Samherja á Dalvík og Samherja fiskeldi við Grindavík

Rúmlega fjörutíu verkfræðingar á vegum færeyska fyrirtækisins SMJ heimsóttu Samherja fiskeldi á Suðurnesjum. SMJ kemur að hönnun mannvirkja Samherja fiskeldis, svo sem nýrra seiðisstöðva félagsins á Stað við Grindavík og Silfurstjörnunnar í Öxarfirði. Þá heimsótti sveitarstjórn Runavíkur í Færeyjum fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík, ásamt sendikvinnu Færeyja á Íslandi.

Vegna falsaðrar fréttatilkynningar og heimasíðu

Athygli Samherja hefur verið vakin á því að svo virðist sem óprúttnir aðilar hafi sent falsaða fréttatilkynningu í nafni Samherja til erlendra fjölmiðla. Þá virðast sömu aðilar hafa sett upp falska heimasíðu í nafni fyrirtækisins sem hýst er í Bretlandi og samhliða dreift fölsuðum auglýsingaborðum.
Tekið skal fram að hvorki heimasíðan né fréttatilkynningin hafa nein tengsl við Samherja eða starfsmenn fyrirtækisins. Svo virðist sem um sé að ræða skipulagða árás sem fyrirtækið tekur mjög alvarlega. Samherji mun óska eftir því að hin falska vefsíða verði tekin niður.

Góður gangur hjá skipum Samherja og Útgerðarfélags Akureyringa á 40 ára tímamótum

Skip Samherja og Útgerðarfélags Akureyringa hafa aflað vel síðustu daga, þetta á við bæði bolfisk-, uppsjávarskipin og frystitogara félagsins.

1. maí sl. voru liðin nákvæmlega 40 ár frá því Guðsteinn GK sigldi inn Eyjafjörð. Frændurnir Kristján Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Þorsteinn Vilhelmsson höfðu þá keypt nær allt hlutafé í Samherja hf. í Grindavík, sem hafði gert Guðstein út og fluttu þeir starfsemi félagsins til Akureyrar. Það er því ekki út vegi að taka saman hvar fiskiskip félagsins voru stödd þann 1. maí á því herrans ári 2023.

1. maí: Samherji í 40 ár á Akureyri

Nákvæmlega 40 ár eru í dag liðin frá því togarinn Guðsteinn GK 140 sigldi inn Eyjafjörð. Frændurnir Kristján Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Þorsteinn Vilhelmsson höfðu þá keypt nær allt hlutafé í Samherja hf. í Grindavík, sem hafði gert Guðstein út og fluttu þeir félagið til Akureyrar. Hófst þar með saga félags, sem hefur frá þeim degi dafnað og vaxið í að vera eitt stærsta og öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, með rekstur í útgerð, landvinnslu, fiskeldi og sölu sjávarafurða.

„Fiskurinn selur sig ekki sjálfur“ - Samherji áberandi á Seafood Expo Global –

Alþjóðlega sjávarútvegssýningin Seafood Expo Global í Barcelona á Spáni opnaði í morgun og er Samherji þar með stóran og glæsilegan bás.
Steinn Símonarson aðstoðarframkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood, sem sér um að selja afurðir Samherja og fleiri fyrirtækja, segir sýninguna mikilvæga í markaðs- og sölumálum.

Hákon endurkjörinn í stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi

Hákon Þ. Guðmundsson útgerðarstjóri Samherja var endurkjörinn í stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) á ársfundi samtakanna, sem haldinn var föstudaginn 24. mars. Hann þekkir vel til starfsemi SFS, var í stjórn árin 2019-2020 og 2022. Þá hefur Hákon tekið þátt í málefnavinnu og stefnumótun á vegum samtakanna í gegnum tíðina, svo sem á sviði umhverfismála.