Fréttir

Formleg nafngift Kaldbaks EA 1

Hinu nýja og glæsilega skipi Kaldbaki EA 1 var formlega gefið nafn við hátíðlega athöfn kl.14.00 laugardaginn 26.ágúst. Athöfnin fór fram á Togarabryggjunni við ÚA og Kolbrún Ingólfsdóttir, einn eigenda Samherja gaf nýja skipinu nafn með formlegum og hefðbundnum hætti. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja, Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar og  Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra fluttu ávörp við þetta tilhefni og leikur Lúðrasveitar Akureyrar jók á hátíðleika athafnarinnar.


Eftir athöfnina á bryggjunni var boðið upp á veitingar í matsal ÚA.


Þar var þess minnst að 70 ár eru liðin frá því Kaldbakur EA 1 fyrsta skip Útgerðarfélags Akureyringa  kom til landsins og að 60 ár eru liðin frá því að frystihús ÚA var tekið í notkun. Af öllum þessum tilefnum færði Samherjasjóðurinn Vinum Hlíðarfjalls að gjöf Skíðalyftu, afhenta á Akureyri.


Cuxhaven NC 100 heldur í sína fyrstu veiðiferð

Cuxhaven NC 100 nýtt skip Deutsche Fischfang Union, dótturfélags Samherja í Þýskalandi hefur haldið á veiðar. Cuxhaven NC100 sem hannað er af Rolls Royce er 81,22m langt og 16m breitt, smíðað í Mykleburst skipasmíðastöðinni í Noregi. Cuxhaven er fyrsta nýsmíði Deutsche Fischfang Union í 27 ár en það skip bar einnig nafnið Cuxhaven.

Eigendur Samherja ásamt Haraldi Grétarssyni framkvæmdastjóra Deutsche Fischfang Union og Óskari Ævarssyni útgerðastjóra tóku á móti skipinu 15.ágúst sl. í Álasundi. Þá voru veiðarfæri tekin um borð og skipið gert klárt að öðru leyti. Cuxhaven hélt svo til veiða í Barentshafi 20.ágúst. Skipstjórar eru Stefán Viðar Þórisson og Hannes Kristjánsson. 

Nafngift Björgúlfs EA 312 og Fiskidagurinn Mikli

Hinu nýja skipi Samherja verður formlega gefið nafn við hátíðlega athöfn föstudaginn 11.ágúst á Fiskisúpudaginn.


Athöfnin hefst kl. 16.00 við Norðurgarðinn á Fiskidagssvæðinu á Dalvík.


Dalvíkingar og aðrir landsmenn eru hjartanlega velkomnir.


Myndband frá komu Björgúlfs EA 312 til Dalvíkur


Til hamingju með Fiskidaginn Mikla Dalvíkingar og allir landsmenn! Njótið vel!


Samherji og Ice Fresh Seafood - Nýtt kynningarmyndband

Ný kynningarmyndbönd Samherja og Ice Fresh Seafood voru frumsýnd á sjávarútvegssýningunni í Brussel í lok apríl.  Almenn ánægja er með hvernig tókst til en um nýjung er að ræða í kynningarmálum hjá Ice Fresh Seafood.  Þessi nýju myndbönd verða birt á næstu vikum og það fyrsta THE QUEST FOR QUALITY - Passion for fish products er hér  


Komu hins nýja Björgúlfs EA 312 fagnað á Dalvík

Björgúlfur EA 312, nýr ísfisktogari Samherja, kom til heimahafnar á Dalvík í gær.  Glaðir bæjarbúar fjölmenntu á bryggjuna að taka á móti hinu nýja skipi og var öllum boðið um borð að skoða. Hinn nýji Björgúlfur er sá þriðji í röðinni en fjörutíu ár eru síðan nýsmíðaður Björgúlfur eldri, sem er nú leystur af hólmi með nýja skipinu, lagðist að bryggju í heimahöfninni Dalvík. Það þótti vel við hæfi að Sigurður Haraldsson, sem var skipstjóri á báðum eldi skipunum, tæki við spottanum og batt hann landfestarnar. 


Björgúlfur EA var smíðaður í Cemre skipasmíðastöðinni í Tyrklandi, er 62 metra langur og 13,5 metra breiður. Skipstjóri er Kristján Salmannsson, afleysingaskipstjóri er Markús Jóhannesson og yfirvélstjóri er Halldór Gunnarsson.


Samherji byggir nýja og fullkomnari landvinnslu á Dalvík

- Hefur fjárfest fyrir 11 milljarða í sjávarútvegi á Eyjafjarðarsvæðinu á einungis 3 árum


Samherji undirritaði í dag lóðaleigusamning við Dalvíkurbyggð um 23.000 fermetra lóð undir nýtt húsnæði landvinnslu félagsins á Dalvík. Með samningnum er stigið stórt skref í átt að nýrri og fullkomnari vinnslu Samherja á Dalvík. Flutningur starfsemi Samherja á hafnarsvæðið skapar jafnframt möguleika fyrir bæjarfélagið að skipuleggja svæðið með öðrum hætti til hagsbóta fyrir samfélagið í heild. Áætluð fjárfesting Samherja í húsnæði og búnaði eru um 3.500 milljónir króna.


Samherji Group buys more shares in Nergård AS

Fréttatilkynning frá Nergård AS 


Norsk Sjømat has increased its stake to 60,1 percent in the Norwegian fishery group Nergård. Samherji has at the same time increased its stake to 39,9 percent. The companies are looking to invest in processing, manufacturing and development of new whitefish products in Northern Norway.


Nýr sölustjóri hjá Ice Fresh Seafood

Jóhannes Már Jóhannesson hefur verið ráðinn sölustjóri hjá Ice Fresh Seafood og mun hann hefja störf í júní næstkomandi. Jóhannes Már hefur víðtæka þekkingu og reynslu af sölu og markaðsmálum á íslenskum sjávarafurðum en hann starfaði áður hjá Samherja um sex ára skeið við góðan orðstír.


Jóhannes Már mun hafa aðsetur á skrifstofu félagsins á Akureyri og við bjóðum hann hjartanlega velkominn aftur til starfa.


Rangfærslur Seðlabankans ætla engan enda að taka

Bréf til bankaráðs Seðlabanka Íslands

Enn segir seðlabankastjóri ósatt

Þrátt fyrir að bankaráð Seðlabankans hafi með alvarlegum hætti sett sérstaklega ofan í við seðlabankastjóra fyrir að tjá sig opinberlega um einstaka mál og aðila heldur hann uppteknum hætti. Nú síðast í sjónvarpsþættinum Eyjunni 23. mars sl. Lét hann ekki þar við sitja heldur setti frétt á heimasíðu Seðlabankans þess efnis morguninn eftir. Líkt og áður fer seðlabankastjóri þar með rangt mál og varpar ábyrgð á því sem miður hefur farið yfir á aðra. 


Bankaráði hefur verið legið á hálsi fyrir að sinna ekki eftirlitsskyldum sínum en brást loks við í kjölfar harðorðs bréfs umboðsmanns Alþingis í árslok 2015 og fékk Lagastofnun til að gera úttekt á framkvæmd gjaldeyriseftirlits. Sú úttekt lá fyrir 26. október 2016. Síðan hefur skýrslan verið til meðhöndlunar hjá sömu aðilum og skýrslan fjallar um og gagnrýnir í fimm mánuði. Þar hefur þeim gefist færi að strika út og lagfæra að eigin hentugleik það sem þeim hefur þótt óhagfellt.


Að gefnu tilefni vill Samherji koma eftirfarandi á framfæri: