Fréttir

Engar heimsóknir vegna kórónuveiru

Samherji hefur beint þeim tilmælum til starfsmanna sinna að engar heimsóknir séu leyfðar í starfsstöðvar fyrirtækisins um óákveðinn tíma vegna óvissuástands sem ríkir vegna kórónuveiru, COVID-19.
Þá hefur starfsfólk verið hvatt til þess að draga úr ferðalögum eins og kostur er og sleppa alfarið ferðalögum til skilgreindra áhættusvæða þar sem COVID-19 faraldurinn geisar og smit er talið útbreitt. Er þetta gert í samræmi við tilmæli Embættis landlæknis. Jafnframt hefur Samherji beint þeim tilmælum til starfsmanna að virða fyrirmæli landlæknis um sóttkví ef þeir hafa nýlega verið á skilgreindum áhættusvæðum.

Þungamiðja bleikjuframleiðslu á heimsvísu er í Sandgerði

Samherji fiskeldi er stærsti framleiðandi bleikju í heiminum með um 3.800 tonn árlega en það er tæpur helmingur allrar eldisbleikju sem er framleidd í heiminum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í fróðlegri úttekt um bleikjuvinnslu Samherja í Sandgerði sem birtist í tímaritinu Sóknarfæri.

Samherji leigir Smáey VE

Vegna seinkunar á afhendingu nýs Harðbaks hefur Samherji tekið togarann Smáey VE-444 á leigu næstu tvo mánuðina.
Um er um að ræða 485,6 brúttótonna skuttogara í flokki skipa undir 29 metra lengd en skipið var smíðað af Nordship skipasmíðastöðinni í Gdynia í Póllandi árið 2007.
Samherji leigir skipið af útgerðarfélaginu Berg-Hugin en togarinn hefur heimahöfn í Vestmanaeyjum. Smáey VE-444 hét lengst af Vestmanney en fékk nýtt nafn um mitt síðasta ár þegar ný Vestmanney kom til landsins.

Minna hefur veiðst í efnahagslögsögunni í vetur en undanfarin ár og skýrist lakari veiði einkum af óhagstæðu veðurfari. Skipti þetta einnig máli þegar tekin var ákvörðun um leigu skipsins.

„Þetta er virkilega gott skip, lipurt og skemmtilegt. Veiðar hafa gengið ágætlega. Við fórum í fyrsta túrinn hinn 19. febrúar. Við höfum landað þrisvar sinnum og í tvö skiptanna var fullfermi,“ segir Hjörtur Valsson skipstjóri á Smáey VE-444. Hjörtur verður skipstjóri á nýjum Harðbak EA3 þegar skipið fer til veiða en það er sem stendur í slipp á Akureyri.

Ríkisútvarpið leiðréttir frétt um Samherja og biðst velvirðingar

Ríkisútvarpið hefur leiðrétt frétt um Samherja sem var flutt í seinni sjónvarpsfréttatíma RÚV hinn 13. febrúar síðastliðinn. Þá hefur Ríkisútvarpið jafnframt beðist velvirðingar á fullyrðingu sem fram kom í fréttinni.

Samherji krefst afsökunarbeiðni og leiðréttingar á meiðandi frétt

Samherji hefur sent erindi til stjórnar Ríkisútvarpsins og útvarpsstjóra vegna fréttar sem var flutt í síðari sjónvarpsfréttatíma RÚV fimmtudaginn 13. febrúar síðastliðinn. Í erindinu krefst Samherji afsökunarbeiðni og leiðréttingar á meiðandi fréttaflutningi.

Ágætu samstarfsmenn

Norska ríkisútvarpið, NRK, greindi frá því í gær að Samherji væri ekki lengur í viðskiptum við norska bankann DNB. Þetta eru gamlar fréttir og hafa því engin áhrif á starfsemi Samherja og tengdra félaga. Þegar Samherji hætti í viðskiptum við DNB undir lok síðasta árs voru bankaviðskiptin færð annað og gekk það hnökralaust fyrir sig. Það skal tekið fram að Samherji hafði engin lánaviðskipti við DNB.
Við höfum haft þá reglu hjá Samherja að við tjáum okkur ekki um samband samstæðunnar við einstaka viðskiptavini. Ég fór hins vegar í viðtöl hjá íslenskum fjölmiðlum í gær þar sem ég útskýrði að þetta væri gömul frétt sem hefði engin áhrif á reksturinn endi ætti Samherji í traustu og góðu sambandi við alla viðskiptabanka sína.


Vegna endurnýjaðrar kyrrsetningar togarans Heinaste

Með vísan til fréttatilkynningar Samherja frá 6. febrúar síðastliðnum, um að samstæðan muni uppfylla allar skyldur sínar í Namibíu, telur Samherji rétt að upplýsa um nokkur atriði í kjölfar þess að togarinn Heinaste hefur verið kyrrsettur á ný af namibískum stjórnvöldum.
Eins og áður hefur komið fram hefur Samherji um nokkra hríð unnið að því að draga úr starfsemi sinni í Namibíu með það fyrir augum að hætta rekstri í landinu. Nú er svo komið að samstæðan hefur óverulegra hagsmuna að gæta í landinu miðað við umfang starfseminnar áður.

Samherji mun uppfylla allar skyldur sínar í Namibíu

Samherji hefur um nokkra hríð unnið að því að draga úr starfsemi sinni í Namibíu með það fyrir augum að hætta rekstri í landinu. Nú er svo komið að samstæðan hefur óverulegra hagsmuna að gæta í landinu miðað við umfang starfseminnar áður. Af þeim þremur skipum sem hafa stundar veiðar í namibískri lögsögu undanfarið ár, Geysir, Heinaste og Saga, er aðeins eitt eftir í Namibíu og er þar um að ræða verksmiðjutogarann Heinaste.
„Það er mjög ánægjulegt að mál vegna skipsins Heinaste og skipstjóra þess var leitt til lykta fyrir dómi í Namibíu á miðvikudag. Þetta skapar ný tækifæri í rekstri skipsins og við viljum að þau verði nýtt í Namibíu,“ segir Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja.

Engar kröfur á hendur fyrrverandi framkvæmdastjóra

Í morgunútvarpi Rásar 2 í gær var umfjöllun um styrktarsjóð samtakanna Wikileaks. Fram kom í þættinum að Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Samherja, myndi hér eftir njóta styrkja úr sjóðnum og var vakin athygli á fjársöfnun á meðal almennings í því sambandi.
Komið hefur fram að tilgangur fjársöfnunarinnar sé að mæta kostnaði sem styrkþegar telja sig hafa þurft að bera. Þáttastjórnandinn Sigmar Guðmundsson sagði að umræddur sjóður hefði styrkt þekkta uppljóstrara erlendis og bar mál þeirra saman við mál Jóhannesar en lét þess getið að mál hinna erlendu uppljóstrara væru annars eðlis. „Þau eru að berjast við bandarísk yfirvöld en Jóhannes á kannski meira í baráttu við risavaxið fyrirtæki sem hér starfar, Samherja,“ sagði Sigmar í þættinum.

Samherji mun innleiða nýtt stjórnunar- og regluvörslukerfi

Samherji hefur gripið til ráðstafana til að innleiða nýtt stjórnunar- og regluvörslukerfi. Ákvörðun um innleiðingu kerfisins var tekin á grundvelli reynslu af starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. Nýja kerfið verður hluti af framtíðarstjórnun Samherja samstæðunnar og mun ná til Samherja og allra dótturfyrirtækja.
„Samherji mun þróa og innleiða heildrænt stjórnunar- og regluvörslukerfi sem byggist á áhættuskipulagi fyrirtækisins, meðal annars með áherslu á spillingu, efnahagslegar refsiaðgerðir og peningaþvætti,“ segir Björgólfur Jóhannsson starfandi forstjóri Samherja. Stefnt er að því að ljúka innleiðingu kerfisins síðar á þessu ári.
„Þetta kerfi mun gegna lykilhlutverki í nýrri áætlun þar sem við munum krefjast þess að allir starfsmenn taki virkan þátt í ferli til að endurmeta gildi okkar, menningu og starfsvenjur. Við munum síðan innleiða verkferla fyrir áhættumat og siðareglur í samræmi við kerfið. “