Samherji með veglegan bás á Seafood Expo Global
26.04.2022
Alþjóðlega sjávarútvegssýningin í Barcelona á Spáni Seafood Expo Global opnaði í morgun og er Samherji þar með veglegan bás. Gústaf Baldvinsson framkvæmdastjóri Ice Fresh og Seagold segir sýninguna mikilvægan vettvang fyrir sölu- og markaðsstarfið. Ice Fresh Seafood og Seagold sjá um að selja afurðir Samherja og fleiri fyrirtækja um víða veröld.