Færeyingar heimsóttu Samherja á Dalvík og Samherja fiskeldi við Grindavík
12.05.2023
Rúmlega fjörutíu verkfræðingar á vegum færeyska fyrirtækisins SMJ heimsóttu Samherja fiskeldi á Suðurnesjum. SMJ kemur að hönnun mannvirkja Samherja fiskeldis, svo sem nýrra seiðisstöðva félagsins á Stað við Grindavík og Silfurstjörnunnar í Öxarfirði. Þá heimsótti sveitarstjórn Runavíkur í Færeyjum fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík, ásamt sendikvinnu Færeyja á Íslandi.