Kaldbakur EA 1 nýmálaður og í topp standi
28.02.2024
Lokið er við að mála ísfisktogara Samherja, Kaldbak EA 1, í Slippnum á Akureyri, auk þess sem unnið var að ýmsum fyrirbyggjandi endurbótum. Ekki er langt síðan lokið var við svipaðar endurbætur á systurskipum Kaldbaks, Björgu EA 7 og Björgúlfi EA 312.

