Sveitarstjóri Norðurþings kynnti sér stækkun Silfurstjörnunnar
02.09.2022
Verklegum framkvæmdum við stækkun landeldisstöðvar Fiskeldis Samherja í Öxarfirði, Silfurstjörnunnar, miðar vel áfram. Katrín Sigurjónsdóttir nýr sveitarstjóri Norðurþings kynnti sér framkvæmdirnar, sem eru þær viðamestu í sveitarfélaginu á þessu ári. Hún segir að stækkunin komi til með að styrkja atvinnulífið á svæðinu, enda Silfurstjarnan stærsti vinnustaðurinn í Öxarfirði á eftir sjálfu sveitarfélaginu.