Snæfell EA 310 til heimahafnar eftir endurbætur
16.08.2022
Snæfell EA 310, frystitogari Samherja, kom til Akureyrar sl. laugardag. Samherji keypti skipið af Framherja í Færeyjum á árinu. Ýmsar endurbætur voru gerðar á skipinu í kjölfar kaupanna, sem aðallega er ætlað að stunda veiðar og vinnslu á grálúðu og karfa.