Fréttir

Fiskurinn vinsælastur í mötuneyti ÚA – Uppskrift: Steiktur ÚA fiskur

Starfsmenn í fiskvinnsluhúsi ÚA á Akureyri eru á bilinu 110 til 120 og langflestir borða daglega í mötuneytinu.
Sigurður Már Harðarson matreiðslumeistari stýrir mötuneytinu og hann segir að eðli málsins samkvæmt sé nokkuð mismunandi hvaða réttir séu í uppáhaldi hjá svo stórum hópi. Fiskurinn njóti þó alltaf mikilla vinsælda, steiktur ÚA fiskur tróni líklega á toppnum. Sigurður gefur góðfúslega lesendum heimasíðunnar uppskriftina girnilegu.

Stór og góður þorskur veiðist vel á Dohrnbanka

Togaraflotinn hefur ekki stundað veiðar á Dohrnbanka - sem er djúpt vestur af landinu - í háa herrans tíð, enda svæðið aðallega þekkt fyrir rækjuveiði. Þegar aflabrögð voru slök á hefðbundnum bolfiskmiðum í síðasta mánuði, ákvað Samherji að senda togarann Björgvin EA á Dohrnbanka. Skemmst er frá því að segja að aflabrögðin voru góð, stór og vænn þorskur. Íslenskum skipum fjölgaði hratt á þessum slóðum í kjölfarið, enda fiskisagan fljót að fljúga innan greinarinnar.

Öflugur kælibúnaður er lykilatriði

„Við erum með tæp 900 tonn af síld og siglingin af miðunum til Neskaupsstaðar er um 30 klukkustundir, enda um 400 sjómílur,“ segir Birkir Hreinsson skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA.

Bylting í ferskleika hráefnisins á nokkrum árum

ÚA fiskþurrkun á Laugum í Reykjadal gegnir mikilvægu hlutverki í atvinnulífinu á staðnum, starfsmenn eru hátt í tuttugu. Þar fer fram þurrkun allra hausa og hryggja sem til falla hjá fiskvinnslu ÚA á Akureyri og eru afurðirnar seldar til Nígeríu. Að jafnaði fara tveir fjörutíu feta gámar á viku frá Laugum til Nígeríu. Vinnslustjórinn segir að ferskleiki hráefnisins hafi tekið stórstígum framförum á undanförnum árum.

Hátæknibúnaðurinn opnaði nýjar dyr

Hátæknibúnaðurinn í fiskvinnsluhúsi Samherja á Dalvík og ÚA á Akureyri hefur reynst afar vel og gerir það að verkum að enn betur er hægt að verða við óskum viðskiptavina um sérskorin fiskstykki.
Framleiðslustjóri ÚA segir að Samherj sé þekkt fyriræki á alþjóðlegum mörkuðum fyrir bitaskurð.
Forstjóri Samherja segir mikilvægt að samvinna sjávarútvegsins og hátæknifyrritækja sé sem best og farsælust.

Samherjasjóðurinn styrkir kaup á nýjum snjótroðara

Samherjasjóðurinn styrkti í dag söfnun Skógræktarfélags Eyfirðinga á nýjum snjótroðara, sem ætlað er að þjónusta útivistarfólk sem heimsækir Kjarnaskóg við Akureyri.
Samherjasjóðurinn leggur til 3.000.000 krónur í söfnunina en auk þess mun sjóðurinn styrkja daglegan rekstur troðarans með 1.000.000 króna fjárframlagi.
Nýi troðarinn kostar um 35 milljónir króna og gerir aðkoma Samherjasjóðsins það að verkum að söfnunin telst vera langt komin.

Þung sókn erlendra skipa í bláuggatúnfisk suður af Íslandi

Rúmlega þrjátíu skip, flest frá Japan og Suður-Kóreu, hafa undanfarnar vikur stundað bláuggatúnfiskveiðar í Norður-Atlantshafi, rúmlega 200 sjómílur suður af Vestmannaeyjum. Skipin gætu verið nærri fimmtíu sólarhringa að sigla af veiðislóð til heimahafnar. Veiðin er sögð góð. Kvóti Íslands var 180 tonn í fyrra.

„Smíði skipanna var algjör bylting“

Fjögur ár eru síðan togari Samherja - Björg EA 7 - kom til Akureyrar í fyrsta sinn. Skipið var smíðað í Cemre-skipasmíðastöðinni í Tyrklandi og var síðasta skipið af fjórum systurskipum, Samherji lét smíða þrjú og FISK-Seafood á Sauðárkróki eitt.

Samherji Fiskeldi fær ASC vottun

Samerji Fiskeldi hefur fengið ASC umhverfisvottun á framleiðslu sína í landeldi á bleikju.
ASC (Aquaculture Stewardship Counsel) er ein strangasta umhverfisvottun þegar kemur að fiskeldi og er viðurkennd um allan heim. Samherji Fiskeldi rekur tvær áframeldisstöðvar fyrir bleikju á Suðurnesjum og var framleiðslan um 3500 tonn á síðasta ári. Fyrirtækið er einnig með Whole Foods Market og BAP (Best Aquaculture Practice) vottanir.

Öryggismálin eru og verða alltaf á dagskrá

“Já, viðhorf til öryggis- og vinnuverndarmála hafa tekið miklum og jákvæðum breytingum á undanförnum árum. Hérna hjá Samherja hefur verið starfandi öryggisfulltrúi í ansi mörg ár sem segir mikið um viðhorf eigendanna til öryggis- og vinnuverndarmála og hvernig þeir hugsa um starfsfólkið sitt. Ég hef verið í þessu starfi í um fjögur ár og legg mikið upp úr því að framfylgja þeirra gildum,” segir Jóhann G. Sævarsson öryggisstjóri Samherja.