Fréttir

Fersk afurð tilbúin til afhendingar innan við klukkustund frá löndun

Í nýju kynningarmyndbandi fyrir vinnslu á ferskum fiski í hátæknivinnsluhúsi Samherja á Dalvík er farið ítarlega yfir allt vinnsluferlið frá því að fisknum er landað beint úr skipum Samherja í vinnsluhúsið og þangað til ferskum afurðum er pakkað eftir kröfum viðskiptavina og þær tilbúnar til afhendingar.

Engin skattrannsókn í Færeyjum

Engin skattrannsókn er hafin á hendur Samherja í Færeyjum. Samherji fékk það staðfest hjá Eyðun Mørkør yfirmanni færeyska skattsins, TAKS. Fréttir Ríkisútvarpsins í gær um skattrannsókn í Færeyjum eru því rangar og byggja á rangtúlkun og útúrsnúningi á ummælum Mørkør í viðtali við Kringvarp Føroya. Hefur Samherji þegar sent fréttastofu Ríkisútvarpsins beiðni um að fréttirnar verði leiðréttar.

Fyrrverandi framkvæmdastjóri kærður til lögreglu

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur lagt fram kæru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á hendur Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra félaga sem tengjast Samherja og ráku útgerð í Namibíu, fyrir rangar sakargiftir vegna fullyrðinga um tilraun til manndráps og frelsissviptingar.

Ítarlegt viðtal við forstjóra Samherja

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er í ítarlegu viðtali í Markaðnum í Fréttablaðinu í dag. Í viðtalinu fjallar Þorsteinn Már meðal annars um fyrirhugaða skráningu Síldarvinnslunnar á almennan hlutabréfamarkað, áform Samherja um uppbyggingu á landeldi í Helguvík og hvernig rannsóknir á svæðinu hafa gengið, breytingar á rekstrarumhverfi sjávarútvegsins á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi og vöxt laxeldisfyrirtækja hér á landi sem hann telur að verði á meðal stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins í fyllingu tímans

Bréf til starfsmanna

Ágætu samstarfsmenn.

Í gær hélt Ríkisútvarpið áfram aðför sinni að Samherja með umfjöllun sem var að vanda með nokkrum ólíkindum. Þar voru á víxl endurunnar gamlar fréttir frá Kýpur, dregnir fram á sjónarsviðið endurskoðendur sem settu alls kyns fullyrðingar fram án rökstuðnings og loks var fundinn til nýr Namibíumaður sem enginn innan Samherja hefur heyrt getið fyrr en nú.

Óljósar aðdróttanir Ríkisútvarpsins

Síðastliðinn mánudag barst Samherja fyrirspurn frá fréttamönnum Ríkisútvarpsins vegna fyrirhugaðrar umfjöllunar „um starfsemi og umsvif Samherja á Kýpur“ í þættinum Kveik. Með fylgdi örstutt lýsing á efnistökunum í umræddum þætti, sem til stendur að sýna í kvöld, ásamt ósk um viðtal við forstjóra Samherja og fleiri nafngreinda starfsmenn. Í ljósi þess hvernig Ríkisútvarpið hefur fjallað um mál tengd Samherja í gegnum tíðina, þar sem farið hefur verið afar frjálslega með staðreyndir, upplýsingar slitnar úr samhengi eða beinlínis verið farið með rangt mál gegn betri vitund, var útilokað fyrir Samherja að verða við ósk um viðtal.

Ríkisútvarpið ritskoðar gagnrýni

Ríkisútvarpið hefur ritskoðað gagnrýni á eigin vinnubrögð með því að krefjast þess að Facebook taki niður nýtt myndband, sem Samherji lét framleiða, þar sem fjallað er um fréttamat og vinnubrögð fréttastofu RÚV. Ríkisútvarpið hefur ekki þolað þá hófstilltu gagnrýni sem kom fram í myndbandinu og í skjóli framsækinnar túlkunar á höfundarrétti krafðist stofnunin þess að Facebook tæki myndbandið niður. Varð Facebook við kröfunni í gærkvöldi.

RÚV reiddi hátt til höggs en þagði þegar rannsókn var felld niður

Síðastliðinn föstudag var greint frá því að ríkissaksóknari Noregs hefði fellt niður sakamál sem varðaði ætlað peningaþvætti í viðskiptum norska bankans DNB og félaga sem tengjast Samherja. Rannsóknin hófst eftir að Ríkisútvarpið setti fram ásakanir í þessa veru í nóvember 2019.

Björgólfur lætur af störfum forstjóra

Björgólfur Jóhannsson lætur nú af störfum forstjóra Samherja hf., en því starfi hefur hann gegnt einn frá nóvember 2019 en frá mars 2020 samhliða Þorsteini Má Baldvinssyni. Þorsteinn Már verður nú á ný eini forstjóri félagsins.

Ekkert peningaþvætti í viðskiptum DNB og Samherja

Ríkissaksóknari Noregs hefur fellt niður sakamál sem var til rannsóknar og beindist að norska bankanum DNB vegna viðskipta við félög tengd Samherja. DNB greindi frá þessu í tilkynningu til Kauphallarinnar í Osló í morgun. Rannsóknin varðaði meðal annars ásakanir um peningaþvætti en hún leiddi ekki í ljós neina refsiverða háttsemi sem gæti leitt til ákæru og því var málið fellt niður.