Þung sókn erlendra skipa í bláuggatúnfisk suður af Íslandi
16.11.2021
Rúmlega þrjátíu skip, flest frá Japan og Suður-Kóreu, hafa undanfarnar vikur stundað bláuggatúnfiskveiðar í Norður-Atlantshafi, rúmlega 200 sjómílur suður af Vestmannaeyjum. Skipin gætu verið nærri fimmtíu sólarhringa að sigla af veiðislóð til heimahafnar. Veiðin er sögð góð. Kvóti Íslands var 180 tonn í fyrra.