„Norðlendingur“ fyrir austan. Enginn frá borði meðan landað var.
25.01.2022
Kaldbakur EA 1 - togari Útgerðarfélags Akureyringa - landaði 110 tonnum á Akureyri í morgun, uppistaða aflans var þorskur eða um 90 tonn. Sigtryggur Gíslason skipstjóri segir að leiðindaveður hafi verið í túrnum, vindurinn yfirleitt yfir tuttugu metrum á sekúndu. Enginn í áhöfn togarans fór frá borði meðan landað var, þannig sé leitast við að koma í veg fyrir COVID-19 smit.