Sjávarútvegsfræðingar áberandi hjá Samherja
04.10.2021
Tveir nýir stjórnendur, sem eiga það sameiginlegt að vera sjávarútvegsfræðingar frá Háskólanum á Akureyri, hafa verið verið ráðnir til Samherja fiskeldis í Sandgerði. Með þessum ráðningum eru sjávarútvegsfræðingarnir sem starfa hjá Samherja og skyldum félögum samtals tuttugu og fjórir , enda leitast Samherji við að ráða til sín og hafa í sínum röðum einvalalið starfsmanna.