Helgi Seljan fundinn sekur um alvarlegt brot vegna skrifa um Samherja
26.03.2021
Siðanefnd Ríkisútvarpsins telur að fréttamaðurinn Helgi Seljan hafi brotið siðareglur RÚV með ummælum sínum um Samherja. Telur nefndin að ýmis ummæli hans sem höfðu að geyma „skýra og persónulega afstöðu“ um málefni Samherja feli í sér „alvarlegt brot“ gegn siðareglunum. Þetta er niðurstaða úrskurðar siðanefndarinnar sem kveðinn var upp í dag.