Starfsmannaskólinn

Mikil vakning hefur orðið í íslensku samfélagi undanfarin ár hvað varðar mikilvægi þess að bæta stöðugt við sig þekkingu. Samherji hefur undanfarin ár boðið ýmsum starfsmönnum sínum að sækja námskeið af margvíslegum toga, sem ýmist hafa nýst þeim í leik eða starfi. Markmiðið með starfrækslu skólans er að stuðla að og hvetja til sí- og endurmenntunar innan Samherja.

Námskeiðunum, sem í boði eru, er skipt í þrjá flokka: Starfstengd námskeið, persónuleg námskeið og tómstundanámskeið.

Starfstengdu námskeiðin fela í sér þjálfun og undirbúning vegna sértækra verkþátta eða gæða- og öryggismála og greiðir Samherji kostnaðinn við þau námskeið að fullu.

Persónulegu námskeiðin eru ýmist almenn eða sérhæfð. Markmiðið er að efla starfsmenn í starfi en ekki síður að styrkja stöðu þeirra í samfélaginu. Samherji styrkir starfsmenn um 40-60% af námskeiðskostnaði en þeir geta sótt um allt að 75% til stéttarfélags síns, hafi þeir ekki fullnýtt rétt sinn þar.

Tómstundanámskeiðin
tengjast afþreyingu og áhugamálum einstakra starfsmanna. Starfsmenn geta sótt ótakmarkað af tómstundanámskeiðunum, sem kynnt eru í námskránni. Samherji greiðir allt að 50% af námskeiðskostnaði starfsmanna á tvö slík námskeið á ári.  Hámarksstyrkur er 3.000 kr á námskeið

Til að hægt sé að halda þau námskeið sem kynnt eru í námskrá Starfsmannaskóla Samherja þarf lágmarksfjölda þátttakenda (yfirleitt miðað við 10-12). Boðið er upp á námskeið á öllum starfsstöðum Samherja, þ.e. á Akureyri, Dalvík og í Grindavík og fer skráning fram hjá launafulltrúa á hverjum stað. Námskrána í heild er að finna hér á síðunni undir: 

Allir starfsmenn Samherja eru hvattir til að nýta sér þetta frábæra tækifæri til sí- og endurmenntunar og vera duglegir að sækja þau námskeið sem í boði eru.