Afurðir

 

hz1l3019_400Nánari upplýsingar um afurðir okkar eru á vefsíðu Ice Fresh Seafood icefresh.is 

sem og í kynningarbækling Ice Fresh Seafood

 

Gæðastefna

Stefna Samherja er að framleiða heilnæmar gæðaafurðir sem uppfylla ýtrustu væntingar og kröfur viðskiptavina fyrirtækisins, mæta kröfum sem gerðar eru af hálfu opinberra aðila og uppfylla ávallt öll ákvæði sem getið er um í sölusamningum. Í þeim tilgangi tileinkar fyrirtækið sér ýmsar tækninýjungar á hverjum tíma en leggur umfram allt mikla áherslu á gæði og afhendingaröryggi.

Nákvæmt eftirlit skal vera á hinum ýmsu stigum framleiðslunnar svo tryggja megi öryggi og gæði vörunnar. Stuðst er við þau gæðakerfi sem best tryggja að markmið fyrirtækisins í gæðamálum hverju sinni nái fram að ganga.

Starfsfólk skal vera vel þjálfað og upplýst svo það geti unnið sem best til að ná markmiðum fyrirtækisins.

Starfsfólk skal þekkja og virða þær reglur um umgengni og hollustuhætti sem Samherji setur.

Strangar kröfur skulu gerðar til þeirra aðila sem útvega hráefni og önnur aðföng, um meðferð þess og afhendingu.

Stjórnendur Samherja skulu fylgjast vel með öllum nýjungum á sviði framleiðslu og pökkun sjávarafurða og innleiða í rekstur fyrirtækisins eftir því sem við á.


Umhverfisstefna

Það er samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja í sjávarútvegi að leggja sitt af mörkum til þess að minnka neikvæð áhrif sín á umhverfið og leitast við að áfram verði hægt að veiða og framleiða hágæða sjávarafurðir. Samherji hefur það að markmiði að starfa í sem bestri sátt við umhverfið, stuðla að umhverfisvænum rekstri á öllum stigum framleiðslunnar, sjálfbærri nýtingu fiskistofna og góðri umgengni um auðlindir hafsins. Stefna Samherja er að hámarka nýtingu á hráefnum og framleiða heilnæmar gæðaafurðir, að efla hagkvæmni orkunotkunar og auka jafnframt notkun umhverfisvænnar orku.

Umgengni við hafið skiptir Samherja miklu máli og er framfylgni við lög og reglur er snúa að umhverfismálum þar mikilvægur þáttur. Til að ná fram markmiðum sínum í umhverfismálum eru margvísleg verkefni í gangi hjá Samherja á hverjum tíma. 

Til þess að fylgja því eftir hefur Samherji unnið með og fengið viðurkenningu frá eftirfarandi viðurkenndum vottunaraðilum:

  • ASC umhverfisvottun (Aquaculture Stewardship Counsel)
  • MSC (Marine Stewardship Council)
  •  IRF (Icelandic Responsible Fisheries)  
  • BRC (Food safety and Quality)
  • GFSI (Global Food Safety)
  • BAP (The Best Aquaculture Practices)

 

 
Kynningarmyndbönd Samherja og Ice Fresh Seafood: