Samherji hefur það að markmiði að starfa í sem bestri sátt við umhverfi sitt, stuðla að sjálfbærri nýtingu fiskistofna og góðri umgengni um auðlindir hafsins. Stefna Samherja er að hámarka nýtingu á hráefnum og orku. Markvisst er stefnt að því að auka notkun umhverfisvænnar orku, stuðla að umhverfisvænum rekstri á öllum stigum framleiðslunnar og að framleiða heilnæmar gæðaafurðir. Sjá gæða- og umhverfisstefnu hér.
Stefna Samherja er að vera leiðandi þegar kemur að framleiðslu á hágæða fiskafurðum fyrir kröfuhörðustu viðskiptavinina. Til að ná því markmiði leggur Samherji áherslu á að þróa tækni og tæki í samvinnu við íslensk tækni- og iðnfyrirtæki.
Samherji hf. hefur gefið út árs- og sjálfbærniskýrslur þar sem fram koma upplýsingar um ófjárhagslega þætti í starfsemi félagsins og dótturfélaga.

Höfuðstöðvar Samherja hf. eru á Glerárgötu 30 á Akureyri og hafa verið nánast
frá upphafi. Megnið af starfseminni fer fram á Eyjafjarðarsvæðinu. Fyrirtækið rekur
fiskvinnsluhús á Akureyri og á Dalvík og gerir út flota fiskiskipa allt árið. Þá starfrækir
Samherji fiskþurrkun að Laugum í Reykjadal og á Dalvík. Samherji fiskeldi ehf.,
dótturfélag Samherja, rekur sex fiskeldisstöðvar fyrir bleikju og lax víðs vegar um
landið. Þar má nefna landeldisstöð Öxarfirði, tvær áframeldisstöðvar fyrir bleikju
á Suðurnesjum og eina fullkomnustu bleikjuvinnslu heims í Sandgerði.
| Samherji Ísland ehf. Glerárgötu 30 600 Akureyri Sími: 560 9000 |
Landvinnsla á Dalvík: Sjávarbraut 2 620 DALVÍK Sími: 560 9000 |
| Samherji Ísland ehf. Katrínartúni 2, 14.hæð 105 Reykjavík Sími: 560 9000 |
Landvinnsla á Akureyri: Útgerðarfélag Akureyringa Fiskitanga 4, 600 Akureyri Sími: 560 9000 |
|
Fiskþurrkun Útgerðarfélags Akureyringa |
|
Atvinnuumsóknir: |
Samherji hf. 610297-3079
Samherji Ísland ehf. 440400-4340
Samherji fiskeldi 610406-1060
Ice Fresh Seafood 700107-1590
Höfuðstöðvar Glerárgötu 30:
Skrifstofan er opin alla virka daga milli klukkan 13:30 og 15:00.
Skiptiborðið er opið alla virka daga frá klukkan 08:00-16:00.
Síma- og viðtalstími launadeildar er á milli klukkan 13:30 og 14:30 alla virka daga.
Utan viðtalstíma er hægt senda launafulltrúum tölvupóst
Tölvupóstur: samherji@samherji.is (sjá netföng starfsmanna á síðunni "Netfangalisti")