Ekkert peningaþvætti í viðskiptum DNB og Samherja
12.02.2021
Ríkissaksóknari Noregs hefur fellt niður sakamál sem var til rannsóknar og beindist að norska bankanum DNB vegna viðskipta við félög tengd Samherja. DNB greindi frá þessu í tilkynningu til Kauphallarinnar í Osló í morgun. Rannsóknin varðaði meðal annars ásakanir um peningaþvætti en hún leiddi ekki í ljós neina refsiverða háttsemi sem gæti leitt til ákæru og því var málið fellt niður.