Áður óbirtir tölvupóstar afhjúpa samráð Seðlabankans og RÚV í aðdraganda húsleitar
11.12.2020
Seðlabanki Íslands hefur afhent Samherja öll tölvupóstsamskipti milli þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og fréttamanns Ríkisútvarpsins í aðdraganda húsleitar hjá Samherja hinn 27. mars 2012. Þennan sama dag var sýndur Kastljósþáttur þar sem settar voru fram alvarlegar ásakanir á hendur Samherja sem enginn fótur reyndist fyrir. Samherji birtir þessa tölvupósta nú í fyrsta sinn.
• Fréttamaðurinn og framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits skiptust á tugum tölvupósta á fimm vikna tímabili fyrir húsleit hjá Samherja.
• Seðlabankinn sagði ósatt fyrir héraðsdómi árið 2015 um að engin samskipti hefðu átt sér stað við við fjölmiðla í aðdraganda húsleitarinnar.
• Heimildarmaður Ríkisútvarpsins dró ásakanir til baka þremur vikum fyrir húsleit og sýningu þáttar Kastljós. Engu að síður settu bæði Seðlabankinn og Ríkisútvarpið fram fullyrðingar um undirverðlagningu.
• Útvarpsstjóri neitaði Samherja um afhendingu tölvupóstanna með vísan til verndar heimildarmanns.
• Seðlabankinn gaf í skyn að umfang ætlaðs brots hlypi á milljörðum en varðaði í reynd 25 milljón króna viðskipti.
• Fréttamaðurinn og framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits skiptust á tugum tölvupósta á fimm vikna tímabili fyrir húsleit hjá Samherja.
• Seðlabankinn sagði ósatt fyrir héraðsdómi árið 2015 um að engin samskipti hefðu átt sér stað við við fjölmiðla í aðdraganda húsleitarinnar.
• Heimildarmaður Ríkisútvarpsins dró ásakanir til baka þremur vikum fyrir húsleit og sýningu þáttar Kastljós. Engu að síður settu bæði Seðlabankinn og Ríkisútvarpið fram fullyrðingar um undirverðlagningu.
• Útvarpsstjóri neitaði Samherja um afhendingu tölvupóstanna með vísan til verndar heimildarmanns.
• Seðlabankinn gaf í skyn að umfang ætlaðs brots hlypi á milljörðum en varðaði í reynd 25 milljón króna viðskipti.