Ekkert í dagbókum fyrrverandi framkvæmdastjóra styður fullyrðingar hans í Ríkissjónvarpinu
17.10.2020
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri yfir starfsemi Samherja í Namibíu, hafði sumarið 2016 uppi áform um að fara á bak við Samherja og hefja rekstur í Namibíu með öðru útgerðarfyrirtæki. Ætlaði hann að nýta sér þau viðskiptasambönd sem félög tengd Samherja höfðu byggt upp í landinu. Við starfslok Jóhannesar fundust ítarleg minnisblöð sem hann hafði ritað við ýmis tilefni meðan hann stýrði útgerðinni í Namibíu. Ekkert í þessum minnisblöðum, sem eru eiginlegar dagbækur, styðja þær fullyrðingar sem hann setti fram í þættinum Kveik í Ríkissjónvarpinu.