Nýr þáttur um leigu á aflaheimildum í Namibíu
28.09.2020
Settar hafa verið fram ásakanir um að félög tengd Samherja í Namibíu hafi leigt aflaheimildir í Namibíu á verði sem var langt undir markaðsverði. Athugun sem Samherji lét gera á verðlagningu kvóta í samningum ótengdra aðila staðfestir að félög tengd Samherja greiddu markaðsverð fyrir kvótann. Þetta er til umfjöllunar í nýjum þætti sem Samherji hefur látið framleiða.

