Styttist í afhendingu á nýju uppsjávarskipi Samherja

Hið nýja og stórglæsilega uppsjávarskip Samherja Vilhelm Þorsteinsson EA 11 er væntanlegt til landsins um næstu áramót en skipið er í smíðum hjá Karstensens skipasmíðastöðinni í Skagen í Danmörku. Morgunblaðið í dag er með áhugaverða umfjöllun um skipið og viðtal við Kristján Vilhelmsson útgerðarstjóra Samherja. Þar kemur meðal annars fram að afhending skipsins hefur dregist en vonir standa til að skipið verði tilbúið til veiða á næstu loðnuvertíð. Nýja skipið verður búið til bæði nóta- og flotvörpuveiða og verður burðarmesta skip íslenska uppsjávarflotans. Allur búnaður skipsins verður framúrskarandi bæði er snýr að áhöfninni en einnig veiðum og vinnslu enda er stefna Samherja að tryggja öryggi og velferð starfsmanna, ekki síður en gæði hráefnisins.

Mbl_200milur_Vilhelm_Thorsteinsson_EA11