Möguleg sekt á DNB er ótengd Samherja
07.12.2020
Í dag var greint frá því að norski bankinn DNB gæti átt yfir höfði sér sekt frá norska fjármálaeftirlitinu, Finanstilsynet. Samherji hefur engar upplýsingar um þessa mögulegu sekt umfram það sem lesa má í fjölmiðlum en hún hefur verið bendluð við viðskipti Samherja við DNB. Samt er hvergi minnst á Samherja eða tengd fyrirtæki í tilkynningu DNB varðandi sektina og ekkert bendir til þess að hún sé vegna viðskiptasambands DNB og Samherja.