Samherji eflir upplýsingaveitur félagsins
01.09.2021
Karl Eskil Pálsson fjölmiðlamaður hefur verið ráðinn til Samherja og mun hann miðla fréttum á heimasíðu og samfélagsmiðlum félagsins, auk þess sem hann mun sinna innri vef Samherja þar sem upplýsingum og fræðsluefni er komið til starfsfólks. Þá mun hann hafa á sinni könnu ýmis önnur verkefni á sviði upplýsingamála.
Karl Eskil er reyndur fjölmiðlamaður. Hann starfaði í tvo áratugi á fréttastofu Rúv á Akureyri, var ritstjóri héraðsfréttablaðsins Vikudags, sjálfstæður blaðamaður og nú síðast
dagskrárgerðarmaður á sjónvarpsstöðinni N4 á Akureyri. Sjávarútvegur hefur verið helsta sérgrein hans í fjölmiðlun, einnig umfjöllun um viðskipta- og mannlíf í landinu, sérstaklega á landsbyggðinni.
Karl Eskil er reyndur fjölmiðlamaður. Hann starfaði í tvo áratugi á fréttastofu Rúv á Akureyri, var ritstjóri héraðsfréttablaðsins Vikudags, sjálfstæður blaðamaður og nú síðast
dagskrárgerðarmaður á sjónvarpsstöðinni N4 á Akureyri. Sjávarútvegur hefur verið helsta sérgrein hans í fjölmiðlun, einnig umfjöllun um viðskipta- og mannlíf í landinu, sérstaklega á landsbyggðinni.