Jólalegir togarar í aðventublíðunni

Björgvin, Björgúlfur og Björg við bryggju á Dalvík/mynd Haukur Arnar Gunnarsson
Björgvin, Björgúlfur og Björg við bryggju á Dalvík/mynd Haukur Arnar Gunnarsson

Öll skip Samherja og ÚA eru komin í land og áhafnirnar komnar í jólafrí. Skipin eru fagurlega skreytt og setja sterkan svip á hafnirnar þar sem þau liggja. Togararnir Björgvin, Björgúlfur og Björg eru á Dalvík, við nýtt fiskvinnsluhús Samherja.  Haukur Árnar Gunnarsson á Dalvík sendi drónann á loft í fallegri aðventubirtunni í morgun og tók meðfylgjandi mynd. Með því að smella á myndina er hægt að stækka hana. 

Kaldbakur kom til Akureyrar snemma í morgun og var verið að landa úr skipinu er myndin hérna fyrir neðan var tekin. 

Samherji sendir öllum landsmönnum bestu jóla- og nýárskveðjur !