Fréttir

Samfellt á sjónum í rúma fjóra mánuði!

„Langlengsti túrinn á sjómannsferlinum,“ segir Björn Valur Gíslason, skipstjóri á EMERAUDE

Björn Valur Gíslason, skipstjóri á franska frystitogaranum Emeraude, er kominn til Akureyrar í faðm fjölskyldu sinnar eftir 125 daga samfellt á sjó. Þessi óvenjulega langa útivera á sér sínar skýringar og kemur COVID þar mjög við sögu. Túrarnir urðu í raun tveir og báðir óvenjulega langir án þess að áhöfnin færi í land á milli. Björn Valur segir að allt hafi gengið að óskum og mikil eining ríkt um þetta fyrirkomulag meðal áhafnarinnar. Hann hrósar áhöfninni og skipinu í hástert og ekki síður skipulaginu hjá útgerðinni, sem hafi fjölskyldugildi skipverja í hávegum.

Samantekt um seðlabankamálið

• Staðreyndir sem teknar hafa verið saman sýna að starfsmenn Seðlabankans höfðu aldrei rökstuddan grun um brot hjá Samherja og var kunnugt um að útreikningar og skýrslur voru rangar.
• Húsleit og rannsókn var veiðiferð og þegar engin brot fundust var aðförin réttlætt eftir á með því að hún hafi haft fælingaráhrif.
• Áður óbirtir tölvupóstar sýna beina þátttöku Ríkisútvarpsins og að ásakanir um undirverðlagningu í húsleit voru gegn betri vitund. Upplýsingum um samkurlið haldið frá Samherja og dómstólum.
• Ábendingum ríkissaksóknara ítrekað stungið undir stól, bæði árið 2014 og 2019.
• Fundargerðir bankaráðs sýna að afsakanir stjórnenda Seðlabankans í fjölmiðlum voru rangar.

Fréttamaður RÚV skrifaði frétt um húsleit daginn áður en hún fór fram

Fréttamaður Ríkisútvarpsins, var í tölvupóstsamskiptum við framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á fimm vikna tímabili í aðdraganda húsleitar hjá Samherja. Fréttamaðurinn skrifaði frétt um húsleitina og sendi framkvæmdastjóranum til yfirlestrar, daginn áður en húsleitin fór fram. Framkvæmdastjórinn áframsendi fréttina innan Seðlabankans.
Hinn 4. desember síðastliðinn fékk Samherji afhent tölvupóstsamskipti milli fréttamanns RÚV og fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans. Um er að ræða

Fróðleiksmolar og myndir

Lág starfsmannavelta hjá Samherja
Það hefur frá byrjun verið viðhorf stjórnenda Samherja að starfsfólkið sé lykillinn að farsælum rekstri. Þetta viðhorf endurspeglast skemmtilega þegar starfsaldurstölur eru skoðaðar.
Starfsmenn Samherja með yfir 30 ára starfsaldur eru 53
Starfsmenn Samherja með yfir 20 ára starfsaldur eru 139
Starfsmenn Samherja með yfir 10 ára starfsaldur eru 322

Tillaga að matsáætlun Samherja Fiskeldis

Samherji Fiskeldi ehf auglýsir tillögu að matsáætlun vegna stækkunar fiskeldisstöðvarinnar að Stað í Grindavík samkvæmt reglugerð um mat á umhverfisáhrifum nr.660/2015. Framleiðsluaukning er 9.000 tonn á ársgrundvelli og verður framleiðslan 12.000 tonn að loknum framkvæmdum. Almenningi er gefinn kostur á að kynna sér tillöguna hér og gera athugasemdir við hana til og með 31.desember 2020.

Endurteknar rangfærslur Ríkisútvarpsins

Ríkisútvarpið greindi í gær frá rannsókn sem nú stendur yfir í Noregi á viðskiptaháttum norska bankans DNB. Félög tengd Samherja voru á ómaklegan hátt gerð að aðalatriði í þessum fréttaflutningi. Þá endurflutti Ríkisútvarpið enn á ný rangfærslur sem varða félagið Cape Cod FS.

Fréttastofa Ríkisútvarpsins misnotuð fyrir persónulegan hefndarleiðangur

Samherji birti í morgun nýja tölvupósta úr Seðlabankamálinu sem ljóstra upp um samfelld og viðvarandi samskipti Ríkisútvarpsins og Seðlabankans í aðdraganda húsleitar hjá Samherja. Þessar upplýsingar hafa ekki komið fram áður. Þvert á móti hefur því verið haldið fram að samskiptin hafi ekki átt sér stað. Nú stendur yfir lögreglurannsókn á þessu máli eftir ábendingu forsætisráðherra. Ríkisútvarpið hefur ekki séð ástæðu til að leiðrétta fyrri fréttaflutning um þetta né geta þessara nýju upplýsinga á nokkur hátt í sínum fréttum.
Í aðalsjónvarpsfréttatíma RÚV í kvöld var hins vegar flutt mjög ítarleg frétt þar sem endurfluttar voru árs gamlar ásakanir sem tengjast rekstri útgerðar í Namibíu á vegum félaga sem tengjast Samherja. Sami fréttamaður, Helgi Seljan, var aðalhöfundur hinna röngu frétta í Seðlabankamálinu og fréttarinnar nú í kvöld.

Endurvinnsla frétta og afbökun staðreynda hjá RÚV

Fréttastofa Ríkisútvarpsins hyggst í kvöld flytja frétt sem snýr að rekstri útgerðar í Namibíu á vegum félaga sem tengjast Samherja. Með þessari frétt stendur til að endurflytja rúmlega árs gamlar ásakanir. Í fyrirspurn frá fréttastofunni er síðan enn á ný vikið að gögnum sem lögð voru fram í tengslum við kröfu Ríkissaksóknara Namibíu um kyrrsetningu eigna en ítrekað hefur verið fjallað um umrædd gögn í íslenskum og namibískum fjölmiðlum undanfarnar vikur.

Áður óbirtir tölvupóstar afhjúpa samráð Seðlabankans og RÚV í aðdraganda húsleitar

Seðlabanki Íslands hefur afhent Samherja öll tölvupóstsamskipti milli þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og fréttamanns Ríkisútvarpsins í aðdraganda húsleitar hjá Samherja hinn 27. mars 2012. Þennan sama dag var sýndur Kastljósþáttur þar sem settar voru fram alvarlegar ásakanir á hendur Samherja sem enginn fótur reyndist fyrir. Samherji birtir þessa tölvupósta nú í fyrsta sinn.

• Fréttamaðurinn og framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits skiptust á tugum tölvupósta á fimm vikna tímabili fyrir húsleit hjá Samherja.
• Seðlabankinn sagði ósatt fyrir héraðsdómi árið 2015 um að engin samskipti hefðu átt sér stað við við fjölmiðla í aðdraganda húsleitarinnar.
• Heimildarmaður Ríkisútvarpsins dró ásakanir til baka þremur vikum fyrir húsleit og sýningu þáttar Kastljós. Engu að síður settu bæði Seðlabankinn og Ríkisútvarpið fram fullyrðingar um undirverðlagningu.
• Útvarpsstjóri neitaði Samherja um afhendingu tölvupóstanna með vísan til verndar heimildarmanns.
• Seðlabankinn gaf í skyn að umfang ætlaðs brots hlypi á milljörðum en varðaði í reynd 25 milljón króna viðskipti.

Möguleg sekt á DNB er ótengd Samherja

Í dag var greint frá því að norski bankinn DNB gæti átt yfir höfði sér sekt frá norska fjármálaeftirlitinu, Finanstilsynet. Samherji hefur engar upplýsingar um þessa mögulegu sekt umfram það sem lesa má í fjölmiðlum en hún hefur verið bendluð við viðskipti Samherja við DNB. Samt er hvergi minnst á Samherja eða tengd fyrirtæki í tilkynningu DNB varðandi sektina og ekkert bendir til þess að hún sé vegna viðskiptasambands DNB og Samherja.