Fréttir

Listaverkið Hvítserkur við fiskvinnsluna á Dalvík

Þegar sumarið lét loksins sjá sig á Norðurlandi var gengið frá uppsetningu á glæsilegu listaverki framan við hið nýja fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík. Listaverkið sem um ræðir heitir Hvítserkur eftir listakonuna Brynhildi Þorgeirsdóttur.
Við hönnun hússins var lögð sérstök áhersla á að aðbúnaður starfsfólks væri sem allra bestur. Hljóðvist og lýsing eru einstök í húsinu og allt aðgengi og aðstaða starfsfólks eins og best verður á kosið. Hluti af hönnuninni var......

Kaldbakur með fullfermi og fiskurinn kominn til Frakklands síðar í vikunni

Kaldbakur EA 1, ísfisktogari Útgerðarfélags Akureyringa, kom til heimahafnar í gær með 190 tonn af góðum fiski eftir aðeins fimm daga veiðiferð. Kaldbakur hélt til veiða strax eftir að búið var að landa aflanum, sem tók um fimm klukkustundir. Fiskurinn verður kominn til erlendra viðskiptavina Samherja síðar í vikunni.

Yfirlýsing frá Samherja

Undanfarin mörg ár hefur mikið verið fjallað um ýmis málefni er tengjast starfsemi Samherja. Samherji hefur á að skipa mjög hæfu starfsfólki á mörgum stöðum á landinu og í heiminum. Þetta starfsfólk hefur verið í forystu við uppbyggingu eins öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og í fremstu röð í harðri samkeppni á alþjóðavísu. Bæði stjórnendum og starfsfólki hefur sviðið þessi umfjöllun og umræða um fyrirtækið og störf sín enda þykir þeim umfjöllunin hafa verið einhliða, ósanngjörn og ekki alltaf byggð á staðreyndum.

Í slíkum aðstæðum, þegar vegið er að starfsheiðri með ósanngjörnum hætti á opinberum vettvangi, þá getur reynst erfitt að bregðast ekki við. Í fjölmiðlum að undanförnu hefur verið fjallað um samskipti fólks sem skiptist á skoðunum og ræddi sín á milli hvernig best væri að bregðast við þessum aðstæðum. Þarna var um að ræða persónuleg samskipti á milli starfsfélaga og vina sem enginn gerði ráð fyrir að yrðu opinber. Það breytir því þó ekki að þau orð og sú umræða sem þar var viðhöfð voru óheppileg.

Þá hafa stjórnendur Samherja brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.


"Eitt helsta flaggskip flotans"

– segir Guðmundur Jónsson, skipstjóri á Vilhelm EA 11 en skipið var að klára sína fjórðu veiðiferð.
„Það hefur allt gengið samkvæmt óskum hjá okkur. Við erum enn að læra á skipið en það hefur svo sannarlega staðið undir öllum þeim væntingum sem við gerum til þess,“ segir Guðmundur Jónsson, skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA 11. Skipið var á kolmunnaveiðum við Færeyjar en er nú á leið í land með 2.200 tonn um borð.

Slippurinn á Akureyri annast smíði og uppsetningu á vinnslubúnaði í Oddeyrina EA

- Verðmæti búnaðarins á annað hundrað milljónir króna – Alger nýjung í íslenskum sjávarútvegi
Samherji hefur undirritað samning við Slippinn á Akureyri um smíði og uppsetningu á vinnslubúnaði í Oddeyrina EA. Búnaðurinn er blanda af hefðbundnu og nýju, en breytingarnar ganga m.a. út á að skipið verði í stakk búið til að hefja tilraunir með að koma með lifandi bolfisk að landi til vinnslu. Þeirri aðferð hefur ekki verið beitt við togveiðar áður.


Samherji á enga aðild að máli norska fjármálaeftirlitsins gagnvart DNB

Greint var frá því í dag að norska fjármálaeftirlitið, Finanstilsynet, hefði sektað norska bankann DNB um 400 milljónir norskra króna. Samherji á enga aðild að þessu máli og hefur engar upplýsingar um þessa sektarákvörðun umfram það sem lesa má um í þeim skjölum sem birst hafa opinberlega um málið.

Nýtt myndband um úrskurð siðanefndar

Föstudaginn 26. mars kvað siðanefnd Ríkisútvarpsins upp úrskurð þess efnis að fréttamaður á fréttastofu Ríkisútvarpsins hefði gerst sekur um alvarlegt brot gegn siðareglum með skrifum sínum um Samherja á samfélagsmiðlum. Í ljósi niðurstöðu siðanefndarinnar er óhjákvæmilegt að draga þá ályktun að fréttamaðurinn hafi verið vanhæfur til að fjalla um Samherja vegna persónulegrar afstöðu gegn fyrirtækinu og stjórnendum þess. Engu að síður ætlar Ríkisútvarpið ekki að bregðast við úrskurðinum og hann mun ekki hafa neinar afleiðingar fyrir fréttamanninn.

Samherji lét vinna stutt myndband til að ....

Nýr Vilhelm er kominn til landsins

Vilhelm Þorsteinsson EA 11, nýtt skip til uppsjávarveiða sem var smíðað sérstaklega fyrir Samherja, sigldi inn Eyjafjörðinn í fyrsta sinn í gær. Vilhelm Þorsteinsson er stórt, glæsilegt og fullkomið skip, 89 metrar á lengd og 16,6 metrar á breidd. Burðargetan er vel yfir þrjú þúsund tonn í þrettán lestartönkum þar sem aflinn verður kældur niður til að sem best hráefni komi að landi.

Vilhelm Þorsteinsson EA er kominn í íslenska lögsögu

Vilhelm Þorsteinsson EA 11 sigldi inn fyrir 200 mílna lögsögu Íslands í morgun og voru þessar fallegu myndir teknar við það tilefni. Myndatökumaður var Árni Rúnar Hrólfsson. Skipið mun koma til heimahafnar á Akureyri kl.10.00 á laugardagsmorgun og leggjast að við Togarabryggjuna. Vegna sóttvarnarráðstafana verður því miður ekki hægt að hafa skipið til sýnis að svo stöddu en fyrir áhugasama minnum við á klukkutíma þátt á sjónvarpsstöðinni N4 sem sýndur verður á mánudaginn annan í páskum kl. 20.00.

Helgi Seljan fundinn sekur um alvarlegt brot vegna skrifa um Samherja

Siðanefnd Ríkisútvarpsins telur að fréttamaðurinn Helgi Seljan hafi brotið siðareglur RÚV með ummælum sínum um Samherja. Telur nefndin að ýmis ummæli hans sem höfðu að geyma „skýra og persónulega afstöðu“ um málefni Samherja feli í sér „alvarlegt brot“ gegn siðareglunum. Þetta er niðurstaða úrskurðar siðanefndarinnar sem kveðinn var upp í dag.