Farsælt samstarf Samherja og Sjávarútvegsskóla unga fólksins
05.09.2022
Sjávarútvegsskóla unga fólksins við Eyjafjörð og Fjallabyggð er nú lokið. Kennt var samtals í átta vikur og voru tvær þeirra tvísetnar. Samtals voru nemendur 149 en skólinn er samstarfsverkefni Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri, fyrirtækja í sjávarútvegi og vinnuskóla ýmissa sveitarfélaga.