Veiddu fullfermi af kolmunna eftir átta sólarhringa bið á miðunum
23.04.2020
Margret EA 710, uppsjávarskip Samherja, sigldi inn Norðfjörð á mánudag til löndunar á 2.000 tonnum af kolmunna sem veiddust syðst í efnahagslögsögu Færeyja. Þetta var óvenjulegur túr því áhöfn Margretar þurfti að bíða í átta sólarhringa úti á sjó áður en veiðar hófust.