Umhverfismatsskýrsla eldisstöðvar Samherja fiskeldis á Reykjanesi

Landeldisstöði Samherja fiskeldis. Ekki er um endanlega hönnun að ræða.
Landeldisstöði Samherja fiskeldis. Ekki er um endanlega hönnun að ræða.

Samherji fiskeldi ehf. áformar að byggja eldisstöð í Auðlindagarði HS Orku á Reykjanesi. Fiskeldisstöðin samanstendur af seiðastöð, áframeldisstöð og vinnsluhúsi ásamt stoð- og tæknibyggingum. Umhverfismatsskýrsla um fyrirhugaða uppbyggingu og starfsemi hefur nú verið birt á vef Skipulagsstofnunar.

Í skýrslunni er fjallað um framkvæmdina, helstu áhrifaþætti og umhverfisáhrif hennar. Valkostamat fór einnig fram á staðsetningu eldisstöðvar og meginaðkomu.

Veitir svör við spurningum

„Við höfum unnið að þessu í tvö ár þannig að þetta er stór áfangi fyrir okkur. Við ætlum að byggja eldisstöð með ársframleiðslu upp á 40.000 tonn þar sem áhersla verður á hringrás og lágmörkun umhverfisáhrifa. Við höfum lagt mikla vinnu í þetta og byggjum á áralangri reynslu okkar af fiskeldi á landi. Aðstæður til fiskeldis í Auðlindagarði eru góðar og við ætlum að gera þetta vel. Vonir eru bundnar við að skýrslan svari spurningum almennings og umsagnaraðila á skýran hátt,“ segir Gunnar Dagur Darrason rekstrarstjóri Eldisgarðs.

Skýrslan verður kynnt ítarlega

Haldinn verður kynningarfundur um framkvæmdirnar á Reykjanesi á kynningartíma umhverfismatsskýrslunnar.

Kynningin verður í formi opins húss og verður leitast við að fá hagsmunaaðila til þess að mæta, svo sjónarmið sem flestra komi fram.  Þannig verður hægt að bregðast við athugasemdum og upplýsingum er verkefnið varða.

Fundurinn verður auglýstur er nær dregur.

Hérna er slóð á skýrsluna:

Eldisgarður, eldisstöð á Reykjanesi | Öll mál í kynningu | Skipulagsstofnun