Fréttir

Þráhyggja fjölmiðils þróast í ofstæki

Tölfræðileg samantekt á umfjöllun Stundarinnar varpar ljósi á alvarlegt ójafnvægi í umfjöllun þar sem fjöldi birtra greina um Samherja er í hróplegu ósamræmi við öll önnur skrif fjölmiðilsins. Á stundum virðist sem tilgangur útgáfunnar sé fyrst og fremst árásir á þetta eina félag. Svo helteknir eru blaðamenn Stundarinnar af Samherja að nú þegar þeir eru orðnir uppiskroppa með umfjöllunarefni hafa þeir sent útsendara sína á Eyjafjarðarsvæðið þar sem þeir hafa dvalið dögum saman og freistað þess að ná fram neikvæðum ummælum Norðlendinga um félagið.

Afli skipa Samherja árið 2020

Björg EA 7 var aflahæst skipa Samherja á árinu 2020 með samtals 9.443 tonn af veiddum afla. Kaldbakur EA 1 fylgdi fast á eftir með 9.377 tonn og Björgúlfur EA 312 var í þriðja sæti með 9.001 tonn. Björgvin EA 311 var með 7.062 tonn og Harðbakur EA 3 og leiguskip, sem voru ekki við veiðar allt árið, voru með samtals 4.178 tonn upp úr sjó. Meginuppistaðan í afla skipanna var þorskur en einnig voru ýsa, ufsi og gullkarfi í heildaraflatölunni auk annarra tegunda.
Í verðmætum talið var uppsjávarskipið Margret EA 710 í fyrsta sæti með

Hættir eftir tæplega þriggja áratuga farsælt starf

Haraldur Grétarsson mun láta af störfum hjá Evrópuútgerð Samherja Holding ehf. í byrjun apríl næstkomandi. Haraldur hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra Deutsche Fischfang Union (DFFU) í Cuxhaven, einu elsta útgerðarfélagi Þýskalands og setið í stjórnum ýmissa félaga. Ákveðið hefur verið að Baldvin Þorsteinsson taki við starfi Haraldar með aðsetur í Hollandi. Samhliða þessu verða gerðar eðlilegar skipulagsbreytingar á næstu misserum.

Áramótakveðja frá stjórn Samherja

Á nýju ári færir stjórn Samherja öllu starfsfólki fyrirtækisins árnaðaróskir og þakkir fyrir liðin ár. Erfiðar aðstæður sem öll þjóðin hefur þurft að takast á við eru nú senn að baki. Framundan eru bjartari tímar í leik og starfi; við hefðbundin störf, tómstundir og í samskiptum vina, fjölskyldna og starfsmanna.
Stjórn Samherja hefur ætíð haft ástæðu til að

Gunnar Aspar hættir hjá ÚA eftir 59 ára starf!

Gunnar B. Aspar hefur borið marga titla á tæplega 60 ára starfsferli í fyrirtækinu sem hét Útgerðarfélag Akureyringa (ÚA) þegar Gunnar hóf störf þar, varð síðar Brim og svo ÚA að nýju. Hann byrjaði sem liðléttingur og handflakari, varð síðar aðstoðarverkstjóri, verkstjóri, framleiðslustjóri og sérstakur ráðgjafi. Gunnar hefur aldrei unnið hjá öðrum en „fyrirtækinu við Fiskitanga“, hefur starfað með öllum framkvæmdastjórunum sem þar hafa verið frá upphafi og hefur nokkrum sinnum á síðustu árum sagt eitthvað á þessa leið við nýjan starfsmann: „Ég vann með langafa þínum/langömmu þinni hér í byrjun sjöunda áratugarins.“ Gunnar lét af störfum rétt fyrir jólin og var kvaddur með virktum.

Gleðileg Jól og farsælt komandi ár!

Samherji óskar starfsmönnum sínum, viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Með þökkum fyrir ánægjulegt samstarf á liðnu ári.

Skipverjar láta gott af sér leiða

Skipverjar á skipum Samherja hafa gefið vel á aðra milljón króna til góðra málefna fyrir þessi jól. Stærstur hluti fjárhæðarinnar rann til Jólaaðstoðarinnar sem styrkir 300 einstaklinga og fjölskyldur á Eyjafjarðarsvæðinu.
Áhafnir skipa Samherja hafa mörg undanfarin ár tekið sig saman og látið fjármuni af hendi rakna til góðra málefna. Hafa mörgum góðgerðarfélögum því verið færðar myndarlegar peningagjafir á síðustu árum. Að þessu sinni var það áhöfnin á Björgu EA 7 sem ....

Samfellt á sjónum í rúma fjóra mánuði!

„Langlengsti túrinn á sjómannsferlinum,“ segir Björn Valur Gíslason, skipstjóri á EMERAUDE

Björn Valur Gíslason, skipstjóri á franska frystitogaranum Emeraude, er kominn til Akureyrar í faðm fjölskyldu sinnar eftir 125 daga samfellt á sjó. Þessi óvenjulega langa útivera á sér sínar skýringar og kemur COVID þar mjög við sögu. Túrarnir urðu í raun tveir og báðir óvenjulega langir án þess að áhöfnin færi í land á milli. Björn Valur segir að allt hafi gengið að óskum og mikil eining ríkt um þetta fyrirkomulag meðal áhafnarinnar. Hann hrósar áhöfninni og skipinu í hástert og ekki síður skipulaginu hjá útgerðinni, sem hafi fjölskyldugildi skipverja í hávegum.

Samantekt um seðlabankamálið

• Staðreyndir sem teknar hafa verið saman sýna að starfsmenn Seðlabankans höfðu aldrei rökstuddan grun um brot hjá Samherja og var kunnugt um að útreikningar og skýrslur voru rangar.
• Húsleit og rannsókn var veiðiferð og þegar engin brot fundust var aðförin réttlætt eftir á með því að hún hafi haft fælingaráhrif.
• Áður óbirtir tölvupóstar sýna beina þátttöku Ríkisútvarpsins og að ásakanir um undirverðlagningu í húsleit voru gegn betri vitund. Upplýsingum um samkurlið haldið frá Samherja og dómstólum.
• Ábendingum ríkissaksóknara ítrekað stungið undir stól, bæði árið 2014 og 2019.
• Fundargerðir bankaráðs sýna að afsakanir stjórnenda Seðlabankans í fjölmiðlum voru rangar.

Fréttamaður RÚV skrifaði frétt um húsleit daginn áður en hún fór fram

Fréttamaður Ríkisútvarpsins, var í tölvupóstsamskiptum við framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á fimm vikna tímabili í aðdraganda húsleitar hjá Samherja. Fréttamaðurinn skrifaði frétt um húsleitina og sendi framkvæmdastjóranum til yfirlestrar, daginn áður en húsleitin fór fram. Framkvæmdastjórinn áframsendi fréttina innan Seðlabankans.
Hinn 4. desember síðastliðinn fékk Samherji afhent tölvupóstsamskipti milli fréttamanns RÚV og fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans. Um er að ræða