Ákvað snemma að feta í fótspor forfeðranna
27.07.2022
„Já, það má klárlega segja að sjómennska sé í blóðinu og þá sérstaklega skipstjórn. Pabbi er skipstjóri, annar afi minn stundaði sjóinn í nokkur ár og hinn var skipstjóri, einnig langafar og frændur sem voru skipstjórar og einn vélstjóri þannig að ég er á vissan hátt að feta í fótspor forfeðranna í Bolungarvík,“ segir Hreinn Eggert Birkisson fyrsti stýrimaður á Björgu EA 7, togara Samherja.