Góður gangur hjá skipum Samherja og Útgerðarfélags Akureyringa á 40 ára tímamótum
05.05.2023
Skip Samherja og Útgerðarfélags Akureyringa hafa aflað vel síðustu daga, þetta á við bæði bolfisk-, uppsjávarskipin og frystitogara félagsins.
1. maí sl. voru liðin nákvæmlega 40 ár frá því Guðsteinn GK sigldi inn Eyjafjörð. Frændurnir Kristján Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Þorsteinn Vilhelmsson höfðu þá keypt nær allt hlutafé í Samherja hf. í Grindavík, sem hafði gert Guðstein út og fluttu þeir starfsemi félagsins til Akureyrar. Það er því ekki út vegi að taka saman hvar fiskiskip félagsins voru stödd þann 1. maí á því herrans ári 2023.
1. maí sl. voru liðin nákvæmlega 40 ár frá því Guðsteinn GK sigldi inn Eyjafjörð. Frændurnir Kristján Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Þorsteinn Vilhelmsson höfðu þá keypt nær allt hlutafé í Samherja hf. í Grindavík, sem hafði gert Guðstein út og fluttu þeir starfsemi félagsins til Akureyrar. Það er því ekki út vegi að taka saman hvar fiskiskip félagsins voru stödd þann 1. maí á því herrans ári 2023.