Fréttir

„Fiskvinnsluhúsið á Dalvík glæsilegt dæmi um nýsköpun og góðan aðbúnað“

Um sextíu konur í Félagi kvenna í sjávarútvegi kynntu sér í gær fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík. Heimsóknin var í tengslum við aðalfund félagsins. Agnes Guðmundsdóttir fráfarandi formaður segir heimsóknina hafa verið einstaklega fróðlega, enda fiskvinnsluhúsið afar glæsilegt á allan hátt. Hún segir að sjávarútvegur sé spennandi atvinnugrein, konum fjölgi hægt en örugglega

Stefán Viðar snýr heim til Íslands

Stefán Viðar Þórisson sem hefur verið skipstjóri á þýska frystitogaranum Cuxhaven NC 100 frá því skipið var tekið nýtt í notkun árið 2017, færir sig á næstunni yfir á Snæfell EA 310, frystitogara Samherja. Stefán Viðar hefur verið skipstjóri á skipum Samherja í um tvo áratugi, lengst af erlendis.

Nýr frysti- og kælibúnaður ÚA eykur rekstraröryggi fiskvinnslunnar - Vélstjóri fylgist með búnaðinum í gegnum farsíma

Frysti- og kælibúnaður fiskvinnslu Útgerðarfélags Akureyringa hefur verið uppfærður að stórum hluta á síðustu tveimur árum. Með nýjum búnaði eykst rekstraröryggi og hagræði til mikilla muna, auk þess sem kerfin eru umhverfisvænni en þau gömlu.

Samherji og Útgerðarfélag Akureyringa samnýta veiðiheimildir félaganna

Samherji hf. vill koma neðangreindum upplýsingum á framfæri vegna umfjöllunar Kjarnans um kvótaleigu Samherja Íslands ehf.


Farsælt samstarf Samherja og Sjávarútvegsskóla unga fólksins

Sjávarútvegsskóla unga fólksins við Eyjafjörð og Fjallabyggð er nú lokið. Kennt var samtals í átta vikur og voru tvær þeirra tvísetnar. Samtals voru nemendur 149 en skólinn er samstarfsverkefni Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri, fyrirtækja í sjávarútvegi og vinnuskóla ýmissa sveitarfélaga.

Sveitarstjóri Norðurþings kynnti sér stækkun Silfurstjörnunnar

Verklegum framkvæmdum við stækkun landeldisstöðvar Fiskeldis Samherja í Öxarfirði, Silfurstjörnunnar, miðar vel áfram. Katrín Sigurjónsdóttir nýr sveitarstjóri Norðurþings kynnti sér framkvæmdirnar, sem eru þær viðamestu í sveitarfélaginu á þessu ári. Hún segir að stækkunin komi til með að styrkja atvinnulífið á svæðinu, enda Silfurstjarnan stærsti vinnustaðurinn í Öxarfirði á eftir sjálfu sveitarfélaginu.

„Þess vegna er svo gott að mæta til vinnu eftir gott sumarleyfi“

Vinnsla hófst í fiskvinnsluhúsi ÚA á Akureyri sl. fimmtudag eftir fjögurra vikna sumarleyfi. Fyrr í sumar lá vinnsla niðri í fiskvinnslu Samherja á Dalvík í jafn langan tíma. Gestur Geirsson framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja segir að Björgvin EA 311 hafi verið fyrsta skipið sem landaði afla til vinnslu á Akureyri eftir sumarleyfi.

Snæfell EA 310 til heimahafnar eftir endurbætur

Snæfell EA 310, frystitogari Samherja, kom til Akureyrar sl. laugardag. Samherji keypti skipið af Framherja í Færeyjum á árinu. Ýmsar endurbætur voru gerðar á skipinu í kjölfar kaupanna, sem aðallega er ætlað að stunda veiðar og vinnslu á grálúðu og karfa.

Landslag, nýtt útilistaverk Brynhildar Þorgeirsdóttur við fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík

Útilistaverk eftir listakonuna Brynhildi Þorgeirsdóttur hefur verið sett upp við fiskvinnsluhús Samherja hf. á Dalvík. Verkið nær yfir þrjú beð og mynda eina heild sem ber titilinn Landslag. Brynhildur segir líklega einsdæmi að einkafyrirtæki láti gera eins viðamikið listaverk og Landslag er.

Makrílvertíðin: Stærsta holið 660 tonn

Uppsjávarskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA 11, er á leiðinni til Neskaupstaðar með 1.580 tonn af makríl. Stærsta holið var um 660 tonn, sem er jafnframt hið stærsta á vertíðinni. Hjörtur Valsson skipstjóri segir ómögulegt að áætla hvernig vertíðin þróast, makríllinn syndi hratt til norðurs.