Nauðsynlegt fyrir nýbúa að læra íslensku
08.11.2022
Bethsaida Rún Arnarson fluttist til Akureyrar frá Filippseyjum fyrir nærri þremur áratugum. Hún vissi lítið um fiskvinnslu en ákvað að sækja um vinnu hjá Útgerðarfélagi Akureyringa og hefur starfað þar öll árin sín á Íslandi, fyrir utan tvö. Bethsaida segir allan aðbúnað starfsfólks ÚA vera til fyrirmyndar og tekið miklum framförum á þessum nærri þremur áratugum.