Samherji kynnti starfsemi félagsins á Starfamessu 2023
06.03.2023
Um sjö hundruð grunnskólanemendur í 9. og 10. bekk frá Akureyri og nærsveitum sóttu Starfamessu 2023, sem haldin var í Háskólanum á Akureyri í síðustu viku. Markmiðið með viðburðinum var að kynna fyrir nemendunum atvinnustarfsemi á Eyjafjarðarsvæðinu og þau tækifæri sem bíða þeirra í framtíðinni.