Samgöngusamningar njóta vinsælda meðal starfsfólks
16.06.2023
Hjólageymslur við stærstu starfsstöðvar Samherja og Útgerðarfélags Akureyringa eru vel nýttar þessar vikurnar. Starfsmönnum stendur til boða að gera samgöngusamning, sem kveður á um mánaðarlegan styrk til þeirra sem nota vist- og heilsuvæna ferðamáta til og frá vinnu að jafnaði þrjá daga vikunnar. Fullur styrkur er 9.000 krónur á mánuði og er skattfrjáls.

