Íslenskur fiskur selur sig ekki sjálfur, þrátt fyrir að vera heimsins besti
19.10.2021
„Almennt séð gekk okkur ótrúlega vel í heimsfaraldrinum. Um þessar mundir eru markaðir að taka við sér, eftirspurnin er góð og verðin yfirleitt ágæt,“ segir Gústaf Baldvinsson framkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood og Seagold en þessi tvö félög sjá um að selja afurðir Samherja og fleiri fyrirtækja um víða veröld.