Gamla fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík í nýju hlutverki
02.02.2023
Tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective standa nú yfir á Dalvík og hefur miðbærinn heldur betur tekið breytingum, hluti bæjarins hefur verið klæddur í gervi lítils bæjar í Alaska-ríki í Bandaríkjunum. Í gamla fiskvinnsluhúsi Samherja á Dalvík eru skrifstofur framleiðenda þáttanna og þar er leikmunadeildin sömuleiðis til húsa. Nokkrir starfsmenn Samherja á Dalvík hafa ráðið sig í aukahlutverk.