Fréttir

"Eitt helsta flaggskip flotans"

– segir Guðmundur Jónsson, skipstjóri á Vilhelm EA 11 en skipið var að klára sína fjórðu veiðiferð.
„Það hefur allt gengið samkvæmt óskum hjá okkur. Við erum enn að læra á skipið en það hefur svo sannarlega staðið undir öllum þeim væntingum sem við gerum til þess,“ segir Guðmundur Jónsson, skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA 11. Skipið var á kolmunnaveiðum við Færeyjar en er nú á leið í land með 2.200 tonn um borð.

Slippurinn á Akureyri annast smíði og uppsetningu á vinnslubúnaði í Oddeyrina EA

- Verðmæti búnaðarins á annað hundrað milljónir króna – Alger nýjung í íslenskum sjávarútvegi
Samherji hefur undirritað samning við Slippinn á Akureyri um smíði og uppsetningu á vinnslubúnaði í Oddeyrina EA. Búnaðurinn er blanda af hefðbundnu og nýju, en breytingarnar ganga m.a. út á að skipið verði í stakk búið til að hefja tilraunir með að koma með lifandi bolfisk að landi til vinnslu. Þeirri aðferð hefur ekki verið beitt við togveiðar áður.


Samherji á enga aðild að máli norska fjármálaeftirlitsins gagnvart DNB

Greint var frá því í dag að norska fjármálaeftirlitið, Finanstilsynet, hefði sektað norska bankann DNB um 400 milljónir norskra króna. Samherji á enga aðild að þessu máli og hefur engar upplýsingar um þessa sektarákvörðun umfram það sem lesa má um í þeim skjölum sem birst hafa opinberlega um málið.

Nýtt myndband um úrskurð siðanefndar

Föstudaginn 26. mars kvað siðanefnd Ríkisútvarpsins upp úrskurð þess efnis að fréttamaður á fréttastofu Ríkisútvarpsins hefði gerst sekur um alvarlegt brot gegn siðareglum með skrifum sínum um Samherja á samfélagsmiðlum. Í ljósi niðurstöðu siðanefndarinnar er óhjákvæmilegt að draga þá ályktun að fréttamaðurinn hafi verið vanhæfur til að fjalla um Samherja vegna persónulegrar afstöðu gegn fyrirtækinu og stjórnendum þess. Engu að síður ætlar Ríkisútvarpið ekki að bregðast við úrskurðinum og hann mun ekki hafa neinar afleiðingar fyrir fréttamanninn.

Samherji lét vinna stutt myndband til að ....

Nýr Vilhelm er kominn til landsins

Vilhelm Þorsteinsson EA 11, nýtt skip til uppsjávarveiða sem var smíðað sérstaklega fyrir Samherja, sigldi inn Eyjafjörðinn í fyrsta sinn í gær. Vilhelm Þorsteinsson er stórt, glæsilegt og fullkomið skip, 89 metrar á lengd og 16,6 metrar á breidd. Burðargetan er vel yfir þrjú þúsund tonn í þrettán lestartönkum þar sem aflinn verður kældur niður til að sem best hráefni komi að landi.

Vilhelm Þorsteinsson EA er kominn í íslenska lögsögu

Vilhelm Þorsteinsson EA 11 sigldi inn fyrir 200 mílna lögsögu Íslands í morgun og voru þessar fallegu myndir teknar við það tilefni. Myndatökumaður var Árni Rúnar Hrólfsson. Skipið mun koma til heimahafnar á Akureyri kl.10.00 á laugardagsmorgun og leggjast að við Togarabryggjuna. Vegna sóttvarnarráðstafana verður því miður ekki hægt að hafa skipið til sýnis að svo stöddu en fyrir áhugasama minnum við á klukkutíma þátt á sjónvarpsstöðinni N4 sem sýndur verður á mánudaginn annan í páskum kl. 20.00.

Helgi Seljan fundinn sekur um alvarlegt brot vegna skrifa um Samherja

Siðanefnd Ríkisútvarpsins telur að fréttamaðurinn Helgi Seljan hafi brotið siðareglur RÚV með ummælum sínum um Samherja. Telur nefndin að ýmis ummæli hans sem höfðu að geyma „skýra og persónulega afstöðu“ um málefni Samherja feli í sér „alvarlegt brot“ gegn siðareglunum. Þetta er niðurstaða úrskurðar siðanefndarinnar sem kveðinn var upp í dag.

Fersk afurð tilbúin til afhendingar innan við klukkustund frá löndun

Í nýju kynningarmyndbandi fyrir vinnslu á ferskum fiski í hátæknivinnsluhúsi Samherja á Dalvík er farið ítarlega yfir allt vinnsluferlið frá því að fisknum er landað beint úr skipum Samherja í vinnsluhúsið og þangað til ferskum afurðum er pakkað eftir kröfum viðskiptavina og þær tilbúnar til afhendingar.

Engin skattrannsókn í Færeyjum

Engin skattrannsókn er hafin á hendur Samherja í Færeyjum. Samherji fékk það staðfest hjá Eyðun Mørkør yfirmanni færeyska skattsins, TAKS. Fréttir Ríkisútvarpsins í gær um skattrannsókn í Færeyjum eru því rangar og byggja á rangtúlkun og útúrsnúningi á ummælum Mørkør í viðtali við Kringvarp Føroya. Hefur Samherji þegar sent fréttastofu Ríkisútvarpsins beiðni um að fréttirnar verði leiðréttar.

Fyrrverandi framkvæmdastjóri kærður til lögreglu

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur lagt fram kæru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á hendur Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra félaga sem tengjast Samherja og ráku útgerð í Namibíu, fyrir rangar sakargiftir vegna fullyrðinga um tilraun til manndráps og frelsissviptingar.