Fréttir

„Megum vera stolt af því hversu framarlega við Íslendingar stöndum í fiskvinnslu“

Bæjarstjórinn á Akureyri, Ásthildur Sturludóttir, heimsótti fiskvinnslu Útgerðarfélags Akureyringa og kynnti sér starfsemina. Ásthildur segir mjög áhugavert að fylgjast með allri hátækninni í íslenskum sjávarútvegi, meðal annars í fiskvinnsluhúsi ÚA.

Bilun í skrúfubúnaði Vilhelms Þorsteinssonar

Laust fyrir klukkan 13:00 er uppsjávarskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA 11, var að koma að hafnarmynninu í Neskaupstaðarhöfn, varð bilun í skrúfubúnaði skipsins með þeim afleiðingum að skipið tók að sigla stjórnlaust aftur á bak og varð síðan vélavana.

Við þetta rak skipið upp að bröttum sandkanti sem er rétt sunnan við hafnarmynnið. Barði NK 120, skip Síldarvinnslunnar, kom strax til aðstoðar og dró Vilhelm að bryggju.

Ekki er vitað um neinar skemmdir en eftir er að finna út hvað gerðist í vélbúnaðinum. Samkvæmt venju var Landhelgisgæsla umsvifalaust upplýst um hvað gerðist.

Björgunarskipið Hafrún kom fljótt á staðin og aðstoðuðu skipverjar Hafrúnar við að losa Vilhelm Þorsteinsson. 

Ráðnar til ábyrgðarstarfa hjá Samherja

Sunneva Ósk Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framleiðslustjóra landvinnslu Útgerðarfélags Akureyringa en hún hefur undanfarin ár verið gæðastjóri félagsins. Unnur Inga Kristinsdóttir sölufulltrúi hjá Ice Fresh Seafood tekur við af Sunnevu sem gæðastjóri landvinnslu. Þá hefur Gyða Birnisdóttir verið ráðin sem sölufulltrúi hjá Ice Fresh Seafood.

Kaldbakur tekur við Landsbankahúsinu – Fjárfestingastarfsemi Samherja verður aðskilin kjarnastarfseminni

Fjárfestingafélagið Kaldbakur ehf. tók í gær formlega við Landsbankahúsinu við Ráðhústorg á Akureyri. Eiríkur S. Jóhannsson framkvæmdastjóri Kaldbaks og stjórnarformaður Samherja hf. undirritaði kaupsamninginn en sjö tilboð bárust í húsið og var tilboð Kaldbaks hæst. Ákveðið hefur verið að gera rekstur og fjárfestingar Kaldbaks sjálfstæðan.

Skerðing frá árinu 2020 nemur tveggja mánaða vinnslu

Fiskveiðiheimildir Samherja og Útgerðarfélags Akureyringa í bolfiski skerðast verulega á nýju fiskveiðiári sem hófst 1. september, sérstaklega í þorski og gullkarfa. Þorskurinn er verðmætasta fisktegundin við Ísland og meginuppistaðan í veiðum og vinnslu. Því er ljóst að á yfirstandandi fiskveiðiári verður mikil áskorun að halda úti fullri starfsemi í fiskvinnsluhúsum félaganna. Miðað við fiskveiðiárið 2020/21 hafa veiðiheimildir félaganna í þorski dregist saman um nærri fimmtung, eða um 3.800 tonn.

Nauðsynlegt fyrir nýbúa að læra íslensku

Bethsaida Rún Arnarson fluttist til Akureyrar frá Filippseyjum fyrir nærri þremur áratugum. Hún vissi lítið um fiskvinnslu en ákvað að sækja um vinnu hjá Útgerðarfélagi Akureyringa og hefur starfað þar öll árin sín á Íslandi, fyrir utan tvö. Bethsaida segir allan aðbúnað starfsfólks ÚA vera til fyrirmyndar og tekið miklum framförum á þessum nærri þremur áratugum.

Fjárfestingafélagið Kaldbakur kaupir Landsbankahúsið á Akureyri

Landsbankinn hefur tekið tilboði fjárfestingafélagsins Kaldbaks í Landsbankahúsið við Ráðhústorg á Akureyri sem auglýst var til sölu fyrir um mánuði síðan. Sjö tilboð bárust og var tilboð Kaldbaks hæst. Kaupverðið er 685 milljónir króna.

Farsælt samstarf Samherja og Háskólans á Akureyri í sjávarútvegsfræðum

Um fjörutíu nemendur af þremur námsleiðum við Háskólann á Akureyri hafa síðustu vikur verið í vettvangsferðum hjá Samherja. Námsleiðirnar eru sjávarútvegsfræði, viðskiptafræði með áherslu á sjávarútveg og meistaranám í stjórnun sjávarauðlinda. Hörður Sævaldsson lektor og deildarformaður Auðlindadeildar við Háskólann á Akureyri segir mikil þægindi að gera skotist í slíkar vettvangsferðir í næsta nágrenni við skólann. Sérlega fróðlegt hafi verið að rekja ferli hráefnis frá vel búnu fiskiskipi í gegnum hátækni fiskiðjuver.

Upplýsingaskilti við Landslag

Útilistaverkið Landslag eftir listakonuna Brynhildi Þorgeirsdóttur hefur vakið verðskuldaða athygli en verkið var sett upp sl. sumar við fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík. Landslag nær yfir þrjú beð við fiskvinnsluhúsið og inniheldur þrjú fjöll, sjö steina, klett og sex form sem þakin eru melgresi, sem óx skammt frá húsinu. Saman mynda þessi listaverk eina heild.

Framkvæmdastjóri Áhættulausna: Samherji stendur framarlega í öryggismálum

Samherji leggur ríka áherslu á öryggis-, heilbrigðis- og vinnuverndarmál og vill vera leiðandi í þessum málaflokki. Til þess að ná árangri er lögð rík áhersla á faglega fræðslu um öryggi og vinnuvernd á hverri starfsstöð.