Fréttir

20 starfsmenn Samherja útskrifaðir af fisktæknibraut

Vorið 2016 fór stór hópur starfsmanna fiskvinnslu Samherja á Dalvík í raunfærnimat í fisktækni sem Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar (SÍMEY) bauð uppá. Um haustið hófu um 20 þeirra nám í fisktækni, sem starfrækt var í námsveri SÍMEY á Dalvík. Haustið 2017 fór annar hópur frá fiskvinnslu Samherja á Dalvík, og á Akureyri, í samskonar raunfærnimat og hófu nokkur þeirra nám þá um haustið. Þar af komu þrír inn í þann námshóp sem farinn var af stað á Dalvík og útskrifast núna í vor.
Nemendurnir eru af ýmsu þjóðerni, sem endurspeglar þann fjölbreytta mannauð sem er að finna innan fiskvinnslunnar á Eyjafjarðarsvæðinu. Í útskriftarhópum núna eru t.d. þrír af pólskum uppruna, tveir af lettneskum, tveir af taílenskum og ein kom frá Grænhöfðaeyjum.
Það hefur sjálfsagt aldrei verið mikilvægara en nú að starfsfólk í fiskvinnslu sæki sér menntun og aukna þekkingu þar sem tæknibreytingar eru mjög miklar í greininni og kröfur til starfsfólks aukast sífellt. Samstarfsaðilar eru stoltir af þeim stóra hópi öflugs fiskvinnslufólks sem útskrifast þetta vor, og þykjast þess vissir að þau muni enn frekar láta til sín taka þegar þau nú hafa lokið þessum áfanga.
Námið er í samstarfi SÍMEY, Fisktækniskóla Íslands og Menntaskólans á Tröllaskaga, sem innritar nemendur í námið og útskrifaði 19. maí 20 nemendur af fisktæknibraut.  Mikilvægt er að gott samstarf sé við vinnustað nemenda, því um er að ræða nám með vinnu. Námið er 120 einingar, grunngreinar sem SÍMEY heldur utan um og faggreinar sem Menntaskólinn á Tröllaskaga hefur veg og vanda af. Forsenda þess að fara í þetta nám hefur verið að viðkomandi hafi farið í raunfærnimat, en til þess þarf 3 ára starfsreynslu í fiskiðnaði og a.m.k. 23 ára aldur. Nemendur eru því allir þjálfað fiskvinnslufólk sem með raunfærnimati fær reynslu sína og þekkingu metna til eininga, og bætir síðan við sig með formlegu námi því sem uppá vantar.

Sjúkrahúsið á Akureyri fékk góðar gjafir þegar Björg EA var formlega nefnd

Björg EA 7 var formlega nefnd við hátíðlega athöfn á togarabryggjunni á Akureyri síðastliðinn laugardag. Af því tilefni gaf Samherji Sjúkrahúsinu á Akureyri veglega peningagjöf sem nota á til að undirbúa það að koma upp hjartaþræðingu við sjúkrahúsið.

Björg EA 7 er nýjasta skip Samherja. „Endurnýjun skipaflota Samherja og Útgerðarfélags Akureyringa er stórt skref í þá átt að festa Eyjafjarðarsvæðið í sessi sem eitt öflugasta útgerðar- og fiskvinnslusvæði landsins. Útgerðarfélag Akureyringa er nú ein tæknivæddasta fiskvinnsla landsins og framkvæmdir við nýja hátæknifiskvinnslu eru hafnar á Dalvík. Slíkar vinnslur þurfa öflug skip og hafa verður í huga að oft eru veiðisvæðin langt frá Eyjafirði og veðurfarið oft erfitt. Slíkt skip liggur hér við landfestar,“ sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja í ræðu sinni við athöfnina.

Garðar Helgason lætur af störfum hjá ÚA eftir 56 ára starf

Gardar_Helgason_haettir_hja_UAGarðar Helgason lét af störfum hjá Útgerðarfélagi Akureyringa (ÚA) núna um mánaðarmótin eftir að hafa starfað samfellt hjá félaginu í 56 ár.


Garðar hóf störf hjá ÚA þann 15. september 1962, þá fimmtán ára gamall. Hann hefur unnið alla tíð síðan hjá félaginu, lengst af sem verkstjóri í löndun og skipaafgreiðslu.


Garðar verður 71 árs nú í lok maí. Eiginkona hans er Védís Baldursdóttir, sem hefur unnið í mötuneytinu í ÚA frá árinu 1986 eða í 32 ár.  Í tilefni dagsins bauð Védís upp á steiktan fisk í hádeginu sem er í uppáhaldi hjá Garðari.


Garðar var kvaddur með virktum í matsal ÚA.  Hér færir Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja, honum blóm í tilefni dagsins.  Milli þeirra félaga er Védís Baldursdóttir, eiginkona Garðars.


 


Falskar ásakanir í sex ár

Fyrir nákvæmlega sex árum, upp á mínútu, réðist Seðlabankinn í húsleit á skrifstofum Samherja á Akureyri og í Reykjavík. Samkvæmt húsleitarskýrslu bankans hófst húsleitin kl. 09:15. Þá þegar voru myndatökumenn RÚV mættir fyrir utan skrifstofur Samherja á Akureyri og í Reykjavík. Klukkan 09:21 birtist frétt á heimasíðu RÚV um húsleitina og ljóst að á þeim tímapunkti var starfsfólk Seðlabankans búið að útvega fréttamönnum RÚV allar upplýsingar og þeim gefist nægur tími til að vinna fréttirnar. Tæpri klukkustund síðar birtist fréttatilkynning á heimasíðu Seðlabankans og sendi Seðlabankinn hana einnig út um allan heim. Með þessu hófst, undir stjórn Seðlabanka Íslands, ein ruddalegasta húsleit sem framkvæmd hefur verið á Íslandi.
Óumdeilt er að rætur húsleitarinnar má rekja til rangra útreikninga Seðlabankans

Rangfærslur, útúrsnúningar og þöggun Seðlabanka Íslands í sex ár

Þann 27. mars næstkomandi eru sex ár liðin frá því að Seðlabanki Íslands blés til stærstu húsleitar fyrr og síðar hér á landi. Ráðist var inn á höfuðstöðvar Samherja á Akureyri og þrjá aðra staði á Akureyri og í Reykjavík og allt hirt. Eftirtekjan af málinu er engin, öllu hefur verið hnekkt en áfram heldur seðlabankastjóri þó með áfrýjun á ógildingu héraðsdóms Reykjavíkur á stjórnvaldssekt sem bankinn lagði á Samherja á haustmánuðum árið 2016. Að þurfa að sitja undir svona tilhæfulausu ásökunum seðlabankastjóra í sex ár er refsing, sem ég og aðrir starfsmenn höfum þurft að þola að ósynju. Koma hefði mátt í veg fyrir þetta allt saman ef bankinn hefði einungis virt þær meginreglur sem stjórnvöldum ber að hafa að leiðarljósi: meðalhóf og andmælaréttur.

Húsleit Seðlabankans fór fram undir vökulum augum fjölmiðla og fjölmiðlafulltrúi bankans, Stefán Jóhann Stefánsson, veitti fjölmiðlum því sem næst óhindraðan aðgang að málinu og gat til

Yfirlýsing vegna umræðu um ferðir bæjarfulltrúa

Félagið Deutsche Fischfang Union í Þýskalandi, sem er í eigu Samherja hf. á Akureyri, réðist nýverið í sína fyrstu nýsmíði skipa í tæpa þrjá áratugi. Félagið hefur árum saman unnið með fyrirtækjum á Eyjafjarðarsvæðinu með góðum árangri og hefur notið starfskrafta sjómanna af svæðinu. Vegna þessara sterku tengsla og góðrar reynslu var óskað eftir aðkomu íslenskra fyrirtækja að nýsmíðunum, þar með talið nokkurra fyrirtækja í Eyjafirði, t.a.m. Slippsins, Ásverks, Rafeyrar, Ferðaskrifstofu Akureyrar, Raftákns, Raf-Tækni, M-Tech, Samhenta, Fjarðanets, Brimrúnar, Nortek, Eimskips Akureyri, Rösks Rafvirkja, Kælismiðjunnar Frosts, Vélfag og N. Hansen auk Héðins, Sæplasts og Marel. Fjárfest var í hugviti og tækni þessara aðila í skipin tvö fyrir vel á annan milljarð króna..

Komu skipanna Cuxhaven NC og Berlin NC var fagnað og

Hátíðardagur hjá DFFU dótturfélagi Samherja í Þýskalandi

Tveimur glæsilegum nýjum frystiskipum Cuxhaven NC 100 og Berlin NC 105 gefið nafn
Það var stór dagur í útgerðarsögu Samherja og Deutsche Fischfang Union (DFFU) þegar tveimur nýjum og glæsilegum skipum DFFU var gefið formlega nafn síðastliðinn föstudag við hátíðlega athöfn í Cuxhaven, Þýskalandi. Dagurinn var ekki síður merkilegur vegna þess að síðasta nýsmíði DFFU kom til Cuxhaven árið 1990. Harpa Ágústsdóttir, eiginkona Haraldar Grétarssonar, framkvæmdastjóra DFFU, gaf Cuxhaven NC 100 nafnið með formlegum og hefðbundnum hætti. Það kom svo í hlut eiginkonu ráðuneytisstjóra landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins, Annegret Aeikens, að gefa Berlin NC 105 nafn. Í tilefni þessa var móttaka fyrir viðskiptavini, embættismenn, birgja, starfsmenn og velunnara félagsins. Alls mættu um 400 gestir frá 17 löndum. Haraldur Grétarsson, Dr. Ulrich Getsch, borgarstjóri Cuxhaven og Dr. Hermann Onko Aeikens, ráðuneytisstjóri landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins fluttu ávörp við tilefnið..

Berlin NC 105 heldur í sína fyrstu veiðiferð

Berlin NC 105 nýr frystitogari Deutsche Fischfang Union, DFFU, dótturfélags Samherja í Þýskalandi hélt á veiðar í Barentshafi í síðustu viku. Skipið var smíðað hjá Myklebust skipasmiðastöðinni í Noregi og er systurskip Cuxhaven NC100, sem afhent var sl. sumar og hélt  í sína fyrstu veiðiferð í lok ágúst.


Skipstjórar á Berlin NC eru Sigurður Óli Kristjánsson og Sigurður Hörður Kristjánsson og yfirvélstjórar eru Kristófer Kristjánsson og Sigurpáll Hjörvar Árnason


Skipin voru hönnuð af Rolls Royce, sem einnig framleiddi aðalvélarnar.  Þau eru 81 metri að lengd og 16 metra breið.  Skipin eru mjög fullkomin á allan hátt hvað varðar vélbúnað, vinnslu og aðbúnað áhafnar, sem getur orðið allt að 35 manns. Vinnsludekk skipanna voru hönnuð og smíðuð af Slippnum á Akureyri og Optimar í Noregi. Fiskvinnsluvélar eru frá m.a. Vélfagi á Ólafsfirði og Marel.  Frystikerfi,búnaður og öll lagnavinna er frá Kælismiðjunni Frost á Akureyri og fiskimjölsverksmiðjan  er framleidd af Héðni hf.


Björg EA 7 komin heim

Bjorg_EA_7


Björg EA 7 nýjasta skipið í flota Samherja lagðist að bryggju á Akureyri í gær 31.október  en skipið lagði af stað frá Tyrklandi 15. október. Skipið var smíðað í Cem­re-skipa­smíðastöðinni í Tyrklandi, er 2.080 brúttó tonn að stærð, 62,49 metra langt og 13,54 metrar á breidd. Björg er þriðja skipið sem Samherji fær afhent á árinu en áður voru komin systur skipin Kaldbakur EA 1 og Björgúlfur EA 312. Skipin voru hönnuð af verk­fræðistof­unni Skipa­tækni og Bárði Haf­steins­syni í sam­vinnu við eigendur.


Myndband hér


Guðmund­ur Freyr Guðmunds­son er skip­stjóri á Björgu EA og sigldi hann skip­inu heim. Með honum voru Árni R. Jóhannesson 1. stýrimaður og  Kjart­an Vil­bergs­son yf­ir­vél­stjóri. Fyrir liggur að setja aðgerðar- og kæli­búnað um borð í skipið og reiknað er með að það fari á veiðar upp úr ára­mót­um. 


Stækkun fiskeldisstöðvarinnar á Stað við Grindavík opnuð

Íslandsbleikja opnaði síðastliðinn föstudag með formlegum hætti nýja stækkun við eldisstöð sína að Stað í Grindavík.  Um er að ræða 8 ný eldisker samtals 16.000 rúmmetra sem bætast við núverandi 28.000 rúmmetra eldisrými sem þegar er á svæðinu.
Í tilefni dagsins var slegið upp veislutjaldi og verktökum sem hafa komið að byggingunni og starfsfólki félagsins ásamt fjölskyldum þeirra boðið til grillveislu í eldisstöðinni. Þangað mættu nálægt 100 manns sem skoðuðu stöðina og gæddu sér á dýrindis heilgrilluðu lambi með tilheyrandi meðlæti.
"Það eru liðnir áratugir síðan byggð hafa verið svipuð mannvirki á landi til bleikjueldis. Við vorum með þetta verkefni í startholunum í langan tíma og það er virkilega ánægjulegt að sjá þessi glæsilegu kör í dag sem munu fyllast af fiski eitt af öðru á næstu mánuðum. Þessi uppbygging er fyrsta stóra skrefið okkar í að auka framleiðslugetuna og byggja undir framtíðar vöxt bleikjueldis á landi." Segir Jón Kjartan Jónsson framkvæmdastjóri Íslandsbleikju