Fréttir

Nauðsynlegt fyrir nýbúa að læra íslensku

Bethsaida Rún Arnarson fluttist til Akureyrar frá Filippseyjum fyrir nærri þremur áratugum. Hún vissi lítið um fiskvinnslu en ákvað að sækja um vinnu hjá Útgerðarfélagi Akureyringa og hefur starfað þar öll árin sín á Íslandi, fyrir utan tvö. Bethsaida segir allan aðbúnað starfsfólks ÚA vera til fyrirmyndar og tekið miklum framförum á þessum nærri þremur áratugum.

Fjárfestingafélagið Kaldbakur kaupir Landsbankahúsið á Akureyri

Landsbankinn hefur tekið tilboði fjárfestingafélagsins Kaldbaks í Landsbankahúsið við Ráðhústorg á Akureyri sem auglýst var til sölu fyrir um mánuði síðan. Sjö tilboð bárust og var tilboð Kaldbaks hæst. Kaupverðið er 685 milljónir króna.

Farsælt samstarf Samherja og Háskólans á Akureyri í sjávarútvegsfræðum

Um fjörutíu nemendur af þremur námsleiðum við Háskólann á Akureyri hafa síðustu vikur verið í vettvangsferðum hjá Samherja. Námsleiðirnar eru sjávarútvegsfræði, viðskiptafræði með áherslu á sjávarútveg og meistaranám í stjórnun sjávarauðlinda. Hörður Sævaldsson lektor og deildarformaður Auðlindadeildar við Háskólann á Akureyri segir mikil þægindi að gera skotist í slíkar vettvangsferðir í næsta nágrenni við skólann. Sérlega fróðlegt hafi verið að rekja ferli hráefnis frá vel búnu fiskiskipi í gegnum hátækni fiskiðjuver.

Upplýsingaskilti við Landslag

Útilistaverkið Landslag eftir listakonuna Brynhildi Þorgeirsdóttur hefur vakið verðskuldaða athygli en verkið var sett upp sl. sumar við fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík. Landslag nær yfir þrjú beð við fiskvinnsluhúsið og inniheldur þrjú fjöll, sjö steina, klett og sex form sem þakin eru melgresi, sem óx skammt frá húsinu. Saman mynda þessi listaverk eina heild.

Framkvæmdastjóri Áhættulausna: Samherji stendur framarlega í öryggismálum

Samherji leggur ríka áherslu á öryggis-, heilbrigðis- og vinnuverndarmál og vill vera leiðandi í þessum málaflokki. Til þess að ná árangri er lögð rík áhersla á faglega fræðslu um öryggi og vinnuvernd á hverri starfsstöð.

„Fiskvinnsluhúsið á Dalvík glæsilegt dæmi um nýsköpun og góðan aðbúnað“

Um sextíu konur í Félagi kvenna í sjávarútvegi kynntu sér í gær fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík. Heimsóknin var í tengslum við aðalfund félagsins. Agnes Guðmundsdóttir fráfarandi formaður segir heimsóknina hafa verið einstaklega fróðlega, enda fiskvinnsluhúsið afar glæsilegt á allan hátt. Hún segir að sjávarútvegur sé spennandi atvinnugrein, konum fjölgi hægt en örugglega

Stefán Viðar snýr heim til Íslands

Stefán Viðar Þórisson sem hefur verið skipstjóri á þýska frystitogaranum Cuxhaven NC 100 frá því skipið var tekið nýtt í notkun árið 2017, færir sig á næstunni yfir á Snæfell EA 310, frystitogara Samherja. Stefán Viðar hefur verið skipstjóri á skipum Samherja í um tvo áratugi, lengst af erlendis.

Nýr frysti- og kælibúnaður ÚA eykur rekstraröryggi fiskvinnslunnar - Vélstjóri fylgist með búnaðinum í gegnum farsíma

Frysti- og kælibúnaður fiskvinnslu Útgerðarfélags Akureyringa hefur verið uppfærður að stórum hluta á síðustu tveimur árum. Með nýjum búnaði eykst rekstraröryggi og hagræði til mikilla muna, auk þess sem kerfin eru umhverfisvænni en þau gömlu.

Samherji og Útgerðarfélag Akureyringa samnýta veiðiheimildir félaganna

Samherji hf. vill koma neðangreindum upplýsingum á framfæri vegna umfjöllunar Kjarnans um kvótaleigu Samherja Íslands ehf.


Farsælt samstarf Samherja og Sjávarútvegsskóla unga fólksins

Sjávarútvegsskóla unga fólksins við Eyjafjörð og Fjallabyggð er nú lokið. Kennt var samtals í átta vikur og voru tvær þeirra tvísetnar. Samtals voru nemendur 149 en skólinn er samstarfsverkefni Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri, fyrirtækja í sjávarútvegi og vinnuskóla ýmissa sveitarfélaga.