Rekstrarhagnaður Samherja hf. nær óbreyttur frá fyrra ári og efnahagur stendur sterkum fótum
14.06.2024
Rekstrarhagnaður Samherja hf. nam 8,1 milljarði króna á árinu 2023 og var nær óbreyttur frá árinu á undan þegar miðað er við uppgjörsmynt félagsins. Hagnaður af rekstri samstæðu Samherja hf., þegar tekið hefur verið tillit til afkomu hlutdeildarfélaga og fjármagnsliða, nam 8,8 milljörðum króna eftir skatta.