Umhverfisvænn samgöngusamningur fær góðar viðtökur. „Jákvæður hvati til að skilja bílinn eftir heima.“
06.05.2022
Samherji býður nú starfsmönnum sínum að gera samgöngusamning, sem kveður á um mánaðarlegan styrk til þeirra sem nota vist- og heilsuvæna ferðamáta til og frá vinnu að jafnaði þrjá daga í viku. Miðað er við að sá sem gerir slíkan samning mæti til vinnu með öðrum hætti en á einkabíl.