Fréttir

Síldarvinnslan hf. kaupir helmingshlut í Ice Fresh Seafood ehf.

Samherji og Síldarvinnslan hafa gengið frá kaupum þess síðarnefnda á helmingshlut í sölufyrirtækinu Ice Fresh Seafood en með því lýkur viðræðum sem fyrst var tilkynnt um í lok mars á þessu ári.

„Með þéttri og góðri samvinnu hafa viðskiptin við Úkraínu gengið upp“

Úkraína er mikilvægasta markaðssvæði Ice Fresh Seafood fyrir uppsjávarafurðir, síld loðnu og makríl.

Innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022 gjörbreytti öllum aðstæðum varðandi sölu og afhendingu afurða þar og stöðugt þarf að leita nýrra leiða til að viðskiptin geti gengið hnökralaust fyrir sig.

Tvö dótturfélög Samherja hf. sameinast

Ákveðið hefur verið að einfalda rekstur dótturfélaga Samherja hf. í veiðum og vinnslu, með því að sameina rekstur þeirra á einni kennitölu.

Samherji undirbýr að skip félagsins noti kolefnislaust eldsneyti

Orkusjóður hefur ákveðið að styrkja verkefni Samherja sem felst í því að hanna lausn og breyta ísfisktogara félagsins þannig að skipið geti nýtt grænt rafeldsneyti. Með slíkri breytingu dregur verulega úr kolefnislosun. Áætlaður kostnaður er hátt í tveir milljarðar króna og er stuðningur Orkusjóðs til þessa verkefnis 100 milljónir króna.

Traust afkoma Samherja hf. á árinu 2022

Rekstrarhagnaður Samherja hf. nam 9,9 milljörðum króna á árinu 2022 og jókst um rúmlega 800 milljónir króna milli ára. Hagnaður af rekstri samstæðu Samherja hf., þegar tekið hefur verið tillit til afkomu hlutdeildarfélaga og fjármagnsliða, nam 14,3 milljörðum króna eftir skatta en var 17,8 milljarðar króna á árinu 2021.

„Hérna snýst allt um að framleiða hágæða vöru“

Halldór Pétur Ásbjörnsson er gæða- og rekstrarstjóri bleikjuvinnslu Samherja fiskeldis í Sandgerði. Vinnsluhúsið er afar tæknivætt og eru þar að jafnaði unnin fimmtán til átján tonn af bleikju á dag en Samherji fiskeldi er stærsti framleiðandi bleikju í heiminum.

„Skipin eru eins og ný“

Systurskipin Björgúlfur EA 312 og Björg EA 7 hafa verið máluð, auk þess sem unnið var að ýmsum endurbótum hjá Slippnum Akureyri.

Takk fyrir komuna

Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli var haldin hátíðaleg á Dalvík sl. laugardag, þar sem sjávarútvegur var í öndvegi.


Fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík var opið almenningi og er áætlað að hátt í 7000 manns hafi skoðað húsið, sem hefur vakið alþjóðlega athygli fyrir framúrskarandi tæknilausnir og góðan aðbúnað starfsfólks.

„Fiskidagurinn mikli er kærkomið tækifæri til að sýna vel búið fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík“

Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli á Dalvík verður haldinn hátíðleg í tuttugasta sinn, dagana 11.-13. ágúst. Heimsfaraldurinn setti strik í reikninginn þrjú ár í röð en góðu heilli geta íbúar Dalvíkurbyggðar á nýjan leik haldið þessa einstöku fjölskylduhátíð, þar sem sjávarafurðir eru í aðalhlutverki. Samherji styrkir hátíðina með ýmsum hætti, rétt eins og flest fyrirtæki sveitarfélagsins. Fjölmargir starfsmenn Samherja í Dalvíkurbyggð koma með myndarlegum hætti að undirbúningi Fiskidagsins mikla, enda samheldni bæjarbúa mikil.

Stórt skref í átt að uppbyggingu nýrrar landeldisstöðvar Samherja fiskeldis

Skipulagsstofnun hefur skilað áliti við umhverfismatsskýrslu Samherja Fiskeldis ehf. varðandi uppbyggingu landeldisstöðvar félagsins í Auðlindagarði HS Orku á Reykjanesi. Álitið er grundvöllur fyrir frekari leyfisveitingar tengdum framkvæmdinni og rekstri eldisstöðvarinnar, sem byggð verður upp í þremur áföngum. Verkefnið hefur fengið vinnuheitið Eldisgarður.