Fréttir

Fiskvinnsluhús Samherja: „Hátækni á heimsmælikvarða“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarmála kynnti sér starfsemi vinnsluhúss Samherja á Dalvík. Ráherrann flutti skrifstofu sína til Dalvíkur í einn dag og kynnti sér einnig starfsemi fyrirtækja og stofnana í sveitarfélaginu. Slétt fjögur ár eru liðin frá ‏því vinnsla hófst í húsinu, sem er eitt fullkomnasta vinnsluhús heimsins í bolfiskvinnslu. Íslenskur hugbúnaður er áberandi í húsinu og flestar vélar eru framleiddar af innlendum fyrirtækjum í samvinnu við starfsfólk Samherja.

Árs- og sjálfbærniskýrsla Samherja hf. vegna ársins 2023 er komin út

Samherji hf. hefur gefið út árs- og sjálfbærniskýrslu vegna ársins 2023 þar sem fram koma upplýsingar um ófjárhagslega þætti í starfsemi félagsins og dótturfélaga. Þetta er í fyrsta sinn sem Samherji ræðst í slíka útgáfu og er hún til marks um þá stefnu að auka upplýsingaflæði um starfsemi félagsins og áhrif þess á umhverfi og samfélag.

Áfram Ísland !!

Olympíumót fatlaðra, Paralympics, verður haldið í París dagana 28. ágúst til 8. september.

Samherji hefur um langt árabil verðið einn af aðalstyrktaraðilum Íþróttasambands fatlaðra, sem hefur yfirumsón með þeim íþróttagreinum sem fatlaðir á Íslandi stunda og er m.a. aðili að alþjóðlegu samtökunum Special Olympics sem halda Paralympics.

Afmælistertur um borð í öllum skipum Samherja, sjötugum Kristjáni Vilhelmssyni til heiðurs

Áhafnir allra skipa Samherja gæddu sér á dýrindis afmælistertum í tilefni þess að Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja fagnar í dag 70 ára afmæli.

“Sumarstarfsfólkið setur skemmtilegan og jákvæðan brag á vinnustaðinn”

Um fjörutíu ungmenni eru ráðin til starfa í vinnsluhúsi Samherja á Dalvík í sumar til að leysa af fastráðið starfsfólk vegna sumarleyfa.

Starfsmenn vinnsluhússins eru að jafnaði um eitthundrað og tuttugu, ‏þannig að hlutfall sumarstarfsfólks er nokkuð hátt þessar vikurnar.

Feðgar á tveimur skipum Samherja lönduðu samdægurs í sömu höfn. Sonurinn var í sínum fyrsta túr sem skipstjóri.

Uppsjávarveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA 11 og togarinn Harðbakur EA 3 lönduðu í Neskaupstað í gær. Vilhelm Þorsteinsson kom til hafnar á miðnætti með um 1700 tonn af makríl og Harðbakur EA 3 kom svo til hafnar síðdegis með nærri fullfermi, aðallega ýsu. Afli Harðbaks verður unninn í vinnsluhúsi Samherja á Dalvík, þar hófst vinnsla í morgun eftir sumarleyfi starfsfólks. Afli Vilhelms Þorsteinssonar fer til vinnslu í Neskaupstað en skipið veiðir í samvinnu við önnur uppsjávarveiðiskip Samherja og Síldarvinnslunnar.

„Landslag“ er einstakt umhverfislistaverk sem vert er að skoða

Landslag, umhverfislistaverk Brynhildar Þorgeirsdóttur listakonu við fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík, vekur jafnan verðskuldaða athygli fólks sem leggur leið sína á hafnarsvæðið.

„Ég óska engum þess að lenda í þeim hörmungum sem íbúar Úkraínu hafa mátt þola“

Aðstæður fólks í Úkraínu eru afar bágbornar eftir rúmlega tveggja ára linnulaus stríðsátök við Rússa.

Mannfallið er gríðarlegt, talið er að um sex milljónir íbúa hafi flúið til annarra ríkja í Evrópu og að um fjórar milljónir séu á vergangi innan eigin ríkis.

„Góð tilfinning að sigla inn Norðfjörðinn með fyrsta farminn”

Uppsjávarskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA 11, kom til Neskaupstaðar í morgun með rúmlega 850 tonn af makríl, sem er fyrsti farmur skipsins á n‎ýhafinni makrílvertíð.

„Hressandi að vakna snemma og launin eru góð“

Um fjörutíu ungmenni eru ráðin til starfa í vinnsluhúsi Útgerðarfélags Akureyringa á Akureyri í sumar til að leysa af fastráðið starfsfólk vegna sumarleyfa.

Starfsmenn vinnsluhússins eru að jafnaði um eitt hundrað og tuttugu, þannig að hlutfall sumarstarfsfólks er nokkuð hátt þessar vikurnar.