Seiði komust í settjörn eldisstöðvar
10.05.2024
Þann 6. maí síðastliðinn uppgötvaðist að seiði í eldisstöð Samherja fiskeldis að Núpsmýri í Öxarfirði höfðu borist úr einni af eldiseiningum seiðastöðvar yfir í settjörn stöðvarinnar. Seiðin sem um ræðir voru ekki sjógönguhæf. Samherji tilkynnti samdægurs um mögulega slysasleppingu til viðeigandi aðila, ásamt því að efldar voru varnir í frárennsli úr settjörn í viðtaka.