Nýr frysti- og kælibúnaður ÚA eykur rekstraröryggi fiskvinnslunnar - Vélstjóri fylgist með búnaðinum í gegnum farsíma
12.09.2022
Frysti- og kælibúnaður fiskvinnslu Útgerðarfélags Akureyringa hefur verið uppfærður að stórum hluta á síðustu tveimur árum. Með nýjum búnaði eykst rekstraröryggi og hagræði til mikilla muna, auk þess sem kerfin eru umhverfisvænni en þau gömlu.