Fiskvinnsluhús Samherja: „Hátækni á heimsmælikvarða“
30.08.2024
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarmála kynnti sér starfsemi vinnsluhúss Samherja á Dalvík. Ráherrann flutti skrifstofu sína til Dalvíkur í einn dag og kynnti sér einnig starfsemi fyrirtækja og stofnana í sveitarfélaginu. Slétt fjögur ár eru liðin frá því vinnsla hófst í húsinu, sem er eitt fullkomnasta vinnsluhús heimsins í bolfiskvinnslu. Íslenskur hugbúnaður er áberandi í húsinu og flestar vélar eru framleiddar af innlendum fyrirtækjum í samvinnu við starfsfólk Samherja.