Fréttir

Samherji hl‎ýtur Íslensku sjávarútvegsverðlaunin fyrir „eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús heims á Dalvík.“

Íslenska sjávarútvegssýningin 2024, Ice Fish 2024, var formlega sett í gær en fjörutíu ár er liðin frá því sýningin var fyrst haldin hér á landi. Að þessu sinni mæta sýnendur frá rúmlega tuttugu þjóðlöndum til að kynna allt það nýjasta og besta í alþjóðlegum sjávarútvegi.

Yfir 36 þúsund tonn unnin á Dalvík og Akureyri

Guðjón Guðmundsson ritstjóri tímaritsins Fiskifrétta heimsótti landvinnslu Samherja á Dalvík og fékk að vita allt um þennan skilvirka vinnustað þar sem hafa farið í gegn allt upp í 130 tonn af þorski á einum degi. Heimasíða Samherja fékk góðfúslegt leyfi til að birta viðtalið hér á heimasíðu félagsins.

Landvinnsla Samherja á Dalvík er ein tæknilegasta og afkastamesta hvítfiskfiskvinnsla í heimi. Hún er búin allra nýjustu tækni, svo sem fjórum vatnskurðarvélum frá Völku, flokkurum, skurðarvélum og róbótum af ýmsum gerðum en það sem vekur ekki síst athygli er hvernig hlutunum er komið fyrir í þessu húsi sem stendur á um 7.000 fermetra grunnfleti. Með stoðrýmum á efri hæð er heildarstærðin um 9.000 fermetrar. Gæða- og öryggiseftirlit er með því strangasta sem þekkist í þessum iðnaði. Tölvustýringar og gagnakerfi eru fjölmörg og í salnum við tækin og færiböndin starfa um 100 manns. Um 200 manns vinna hjá Samherja á Dalvík til sjós og lands.

Fiskvinnsluhús Samherja: „Hátækni á heimsmælikvarða“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarmála kynnti sér starfsemi vinnsluhúss Samherja á Dalvík. Ráherrann flutti skrifstofu sína til Dalvíkur í einn dag og kynnti sér einnig starfsemi fyrirtækja og stofnana í sveitarfélaginu. Slétt fjögur ár eru liðin frá ‏því vinnsla hófst í húsinu, sem er eitt fullkomnasta vinnsluhús heimsins í bolfiskvinnslu. Íslenskur hugbúnaður er áberandi í húsinu og flestar vélar eru framleiddar af innlendum fyrirtækjum í samvinnu við starfsfólk Samherja.

Árs- og sjálfbærniskýrsla Samherja hf. vegna ársins 2023 er komin út

Samherji hf. hefur gefið út árs- og sjálfbærniskýrslu vegna ársins 2023 þar sem fram koma upplýsingar um ófjárhagslega þætti í starfsemi félagsins og dótturfélaga. Þetta er í fyrsta sinn sem Samherji ræðst í slíka útgáfu og er hún til marks um þá stefnu að auka upplýsingaflæði um starfsemi félagsins og áhrif þess á umhverfi og samfélag.

Áfram Ísland !!

Olympíumót fatlaðra, Paralympics, verður haldið í París dagana 28. ágúst til 8. september.

Samherji hefur um langt árabil verðið einn af aðalstyrktaraðilum Íþróttasambands fatlaðra, sem hefur yfirumsón með þeim íþróttagreinum sem fatlaðir á Íslandi stunda og er m.a. aðili að alþjóðlegu samtökunum Special Olympics sem halda Paralympics.

Afmælistertur um borð í öllum skipum Samherja, sjötugum Kristjáni Vilhelmssyni til heiðurs

Áhafnir allra skipa Samherja gæddu sér á dýrindis afmælistertum í tilefni þess að Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja fagnar í dag 70 ára afmæli.

“Sumarstarfsfólkið setur skemmtilegan og jákvæðan brag á vinnustaðinn”

Um fjörutíu ungmenni eru ráðin til starfa í vinnsluhúsi Samherja á Dalvík í sumar til að leysa af fastráðið starfsfólk vegna sumarleyfa.

Starfsmenn vinnsluhússins eru að jafnaði um eitthundrað og tuttugu, ‏þannig að hlutfall sumarstarfsfólks er nokkuð hátt þessar vikurnar.

Feðgar á tveimur skipum Samherja lönduðu samdægurs í sömu höfn. Sonurinn var í sínum fyrsta túr sem skipstjóri.

Uppsjávarveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA 11 og togarinn Harðbakur EA 3 lönduðu í Neskaupstað í gær. Vilhelm Þorsteinsson kom til hafnar á miðnætti með um 1700 tonn af makríl og Harðbakur EA 3 kom svo til hafnar síðdegis með nærri fullfermi, aðallega ýsu. Afli Harðbaks verður unninn í vinnsluhúsi Samherja á Dalvík, þar hófst vinnsla í morgun eftir sumarleyfi starfsfólks. Afli Vilhelms Þorsteinssonar fer til vinnslu í Neskaupstað en skipið veiðir í samvinnu við önnur uppsjávarveiðiskip Samherja og Síldarvinnslunnar.

„Landslag“ er einstakt umhverfislistaverk sem vert er að skoða

Landslag, umhverfislistaverk Brynhildar Þorgeirsdóttur listakonu við fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík, vekur jafnan verðskuldaða athygli fólks sem leggur leið sína á hafnarsvæðið.

„Ég óska engum þess að lenda í þeim hörmungum sem íbúar Úkraínu hafa mátt þola“

Aðstæður fólks í Úkraínu eru afar bágbornar eftir rúmlega tveggja ára linnulaus stríðsátök við Rússa.

Mannfallið er gríðarlegt, talið er að um sex milljónir íbúa hafi flúið til annarra ríkja í Evrópu og að um fjórar milljónir séu á vergangi innan eigin ríkis.