Fréttir

Togarinn Björgvin EA seldur – Nýtt skip smíðað -

Samherji hefur selt ísfisktogarann Björgvin EA 311 og verður skipið afhent kaupanda í júní.

Björgvin EA er elsta skipið í flota Samherja, smíðað í Noregi árið 1988 og hefur alla tíð reynst mjög vel. Áhöfnin hefur umgengist skipið á sérstaklega vandaðan hátt og alla tíð hefur viðhald verið með ágætum.

Starfsmannafélag Útgerðarfélags Akureyringa: Vel heppnað taílenskt skemmtikvöld

Starfsfólk Útgerðarfélags Akureyringa og gestir skemmtu sér konunglega sl. laugardagskvöld í matsal félagsins. Starfsmannafélag Útgerðarfélags Akureyringa (STÚA) efndi til taílensks skemmtikvölds en hjá ÚA starfa hátt í þrjátíu manns sem rekja uppruna sinn til Thailands.

Seiði komust í settjörn eldisstöðvar

Þann 6. maí síðastliðinn uppgötvaðist að seiði í eldisstöð Samherja fiskeldis að Núpsmýri í Öxarfirði höfðu borist úr einni af eldiseiningum seiðastöðvar yfir í settjörn stöðvarinnar. Seiðin sem um ræðir voru ekki sjógönguhæf. Samherji tilkynnti samdægurs um mögulega slysasleppingu til viðeigandi aðila, ásamt því að efldar voru varnir í frárennsli úr settjörn í viðtaka.

„Sjávarútvegurinn er á undan stjórnvöldum í innleiðingu umhverfisvænnar tækni“

Hákon Þröstur Guðmundsson útgerðarstjóri Samherja var endurkjörinn í stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi ( SFS) á ársfundi samtakanna sem haldinn var 3. mai s.l.

Steiktur fiskur sem alltaf hittir í mark

„Það eru auðvitað mikil forréttindi að hafa gott aðgengi að fyrsta flokks hráefni, auk þess sem fiskur er alltaf vinsæll hérna í mötuneytinu,“ segir Theodór Haraldsson matreiðslumeistari í mötuneyti ÚA. Hann gefur lesendum heimasíðunnar uppskrift að steiktum fiski sem reglulega er á boðstólum í mötuneytinu.

Stöðugur straumur á bás Samherja og Ice Fresh Seafood í Barcelona - Aðsóknarmet slegið -

Alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni Seafood Expo Global í Barcelona lýkur í dag, fimmtudag. Samherji og Ice Fresh Seafood eru með veglegan bás á þessari stærstu sjávarútvegssýningu heims á sviði veiða, vinnslu og sölu sjávarafurða. 2.244 fyrirtæki taka þátt í sýningunni frá 87 þjóðlöndum.

Samherji og Ice Fresh Seafood áberandi á stærstu sjávarútvegssýningu heims

Alþjóðlega sjávarútvegssýningin Seafood Expo Global í Barcelona á Spáni opnaði í gær, 23. apríl. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum á sviði veiða, vinnslu og sölu sjávarafurða.
Samherji og Ice Fresh Seafood eru að venju með stóran og vel útbúinn bás, þar sem tekið er á móti gestum frá öllum heimshlutum og afurðir kynntar. Ice Fresh Seafood sér um að selja afurðir Samherja og fleiri fyrirtækja.

Skýr markmið og þrautseigja skila árangri - Saga um gefandi samstarf -

Gústaf Baldvinsson framkvæmdastjóri Seagold Ltd., sem er sölufélag Samherja í Bretlandi, skrifar hér um skemmtilegt og gefandi samstarf við Dag Benediktsson sem í síðasta mánuði náði þeim frábæra árangri að verða fimmfaldur Íslandsmeistari á skíðum.

Áhöfn Snæfells safnaði nærri hálfri milljón króna í Mottumars

Áhöfn Snæfells EA-310, frystitogara Samherja, tók þátt í Mottumars, árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélags Íslands. Í upphafi var stefnan sett á að safna 250 þúsund krónum en niðurstaðan varð 471 þúsund krónur.

ÚA var lengi með starfsemi í þekktum húsum í miðbæ Akureyrar

Saga Útgerðarfélags Akureyringa er athyglisverð fyrir margra hluta sakir og samofin atvinnulífi Akureyrar, enda félagið frá stofnun stór vinnuveitandi í bænum.