Samherji hlýtur Íslensku sjávarútvegsverðlaunin fyrir „eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús heims á Dalvík.“
19.09.2024
Íslenska sjávarútvegssýningin 2024, Ice Fish 2024, var formlega sett í gær en fjörutíu ár er liðin frá því sýningin var fyrst haldin hér á landi. Að þessu sinni mæta sýnendur frá rúmlega tuttugu þjóðlöndum til að kynna allt það nýjasta og besta í alþjóðlegum sjávarútvegi.