Fréttir

Áfram Ísland !!

Olympíumót fatlaðra, Paralympics, verður haldið í París dagana 28. ágúst til 8. september.

Samherji hefur um langt árabil verðið einn af aðalstyrktaraðilum Íþróttasambands fatlaðra, sem hefur yfirumsón með þeim íþróttagreinum sem fatlaðir á Íslandi stunda og er m.a. aðili að alþjóðlegu samtökunum Special Olympics sem halda Paralympics.

Afmælistertur um borð í öllum skipum Samherja, sjötugum Kristjáni Vilhelmssyni til heiðurs

Áhafnir allra skipa Samherja gæddu sér á dýrindis afmælistertum í tilefni þess að Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja fagnar í dag 70 ára afmæli.

“Sumarstarfsfólkið setur skemmtilegan og jákvæðan brag á vinnustaðinn”

Um fjörutíu ungmenni eru ráðin til starfa í vinnsluhúsi Samherja á Dalvík í sumar til að leysa af fastráðið starfsfólk vegna sumarleyfa.

Starfsmenn vinnsluhússins eru að jafnaði um eitthundrað og tuttugu, ‏þannig að hlutfall sumarstarfsfólks er nokkuð hátt þessar vikurnar.

Feðgar á tveimur skipum Samherja lönduðu samdægurs í sömu höfn. Sonurinn var í sínum fyrsta túr sem skipstjóri.

Uppsjávarveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA 11 og togarinn Harðbakur EA 3 lönduðu í Neskaupstað í gær. Vilhelm Þorsteinsson kom til hafnar á miðnætti með um 1700 tonn af makríl og Harðbakur EA 3 kom svo til hafnar síðdegis með nærri fullfermi, aðallega ýsu. Afli Harðbaks verður unninn í vinnsluhúsi Samherja á Dalvík, þar hófst vinnsla í morgun eftir sumarleyfi starfsfólks. Afli Vilhelms Þorsteinssonar fer til vinnslu í Neskaupstað en skipið veiðir í samvinnu við önnur uppsjávarveiðiskip Samherja og Síldarvinnslunnar.

„Landslag“ er einstakt umhverfislistaverk sem vert er að skoða

Landslag, umhverfislistaverk Brynhildar Þorgeirsdóttur listakonu við fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík, vekur jafnan verðskuldaða athygli fólks sem leggur leið sína á hafnarsvæðið.

„Ég óska engum þess að lenda í þeim hörmungum sem íbúar Úkraínu hafa mátt þola“

Aðstæður fólks í Úkraínu eru afar bágbornar eftir rúmlega tveggja ára linnulaus stríðsátök við Rússa.

Mannfallið er gríðarlegt, talið er að um sex milljónir íbúa hafi flúið til annarra ríkja í Evrópu og að um fjórar milljónir séu á vergangi innan eigin ríkis.

„Góð tilfinning að sigla inn Norðfjörðinn með fyrsta farminn”

Uppsjávarskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA 11, kom til Neskaupstaðar í morgun með rúmlega 850 tonn af makríl, sem er fyrsti farmur skipsins á n‎ýhafinni makrílvertíð.

„Hressandi að vakna snemma og launin eru góð“

Um fjörutíu ungmenni eru ráðin til starfa í vinnsluhúsi Útgerðarfélags Akureyringa á Akureyri í sumar til að leysa af fastráðið starfsfólk vegna sumarleyfa.

Starfsmenn vinnsluhússins eru að jafnaði um eitt hundrað og tuttugu, þannig að hlutfall sumarstarfsfólks er nokkuð hátt þessar vikurnar.

Olga Gísladóttir hefur starfað hjá Silfurstjörnunni í 35 ár: „Án Silfurstjörnunnar væri byggðin í Öxarfirði rýrari“

Silfurstjarnan í Öxarfirði hefur frá upphafi verið burðarás atvinnulífsins á svæðinu og var fyrsta landeldisstöðin á landinu til að nota jarðhita af einhverju marki, enda aðgengi að heitu og köldu vatni sérlega gott í Öxarfirði. Silfurstjarnan var stofnuð árið 1988 og var í fyrstu í eigu heimamanna. Reksturinn gekk ekki þrautarlaust fyrir sig, ýmissa hluta vegna.

Björgvin EA 311 kveður Dalvík

Ísfisktogarinn Björgvin EA 311 lagði af stað frá Dalvík til Vigo á Spáni um miðjan dag í gær og kvöddu margir bæjarbúar þetta fengsæla skip og fylgdust með þegar landfestum var sleppt í síðasta sinn, heimahöfn Björgvins EA.