Líkan af síðutogara Útgerðarfélags Akureyringa, Harðbak EA 3, var afhjúpað við hátíðlega athöfn á Torfunefsbryggju á Akureyri laugardaginn 30. ágúst að viðstöddu fjölmenni.
Elvar Þór Antonsson á Dalvík smíðaði líkanið fyrir tilstilli hóps fyrrverandi sjómanna á togurum ÚA.
Hermann Stefánsson tók við sem framkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood ehf. í júní er Gústaf Baldvinsson lét af störfum eftir að hafa stýrt félaginu frá stofnun, árið 2007. Ice Fresh Seafood er sölu- og markaðsfyrirtæki Samherja.
Vinnsla hófst í morgun af fullum krafti í fiskvinnslu Samherja á Dalvík eftir sumarleyfi starfsfólks en vinnsla í hjá ÚA á Akureyri hófst í júlí eftir sumarleyfi. Jón Sæmundsson framleiðslustjóri á Dalvík hafði í nógu að snúast á þessum fyrsta degi.
Starfsmanna- og fjölskyldudagur STÚA – Starfsmannafélags Útgerðarfélags Akureyringa – var haldinn á lóð ÚA sl. laugardag í blíðskaparveðri. Óskar Ægir Benediktsson formaður félagsins segir að STÚA stefni að því að halda slíka hátíð á hverju ári, þó ekki endilega alltaf með sama fyrirkomulagi. Í ár var þessi tímasetning fyrir valinu, þar sem flestir eru að snúa til starfa eftir sumarleyfi.
Gauti Þór Grétarsson er nýr öryggisstjóri Samherja. Hann segir greinilegt að Samherji standi framarlega á sviði öryggis- og vinnuverndarmála, enda leggi félagið metnað sinn í að tryggja öryggi starfsmanna, efla heilbrigði þeirra og fyrirbyggja fjarveru úr vinnu vegna slysa eða annarra heilsufarsvandamála.
Rekstrarhagnaður Samherja hf. nam 6,3 milljörðum króna á árinu 2024 og dróst saman um 1,8 milljarða króna á milli ára. Hagnaður, þegar tekið hefur verið tillit til afkomu hlutdeildarfélaga og fjármagnsliða, nam 6,8 milljörðum króna eftir skatta en var 8,7 milljarðar króna á árinu 2023.
Togarinn Björgúlfur EA 312 hefur verið í flotkví Slippsins á Akureyri undanfarna daga. Kristján Salmannsson skipstjóri segir að unnið hafi verið að ýmsum uppfærslum og árvissu viðhaldi, slíkt sé gjarnan gert á sumrin.
Útgáfa nýs hlutafjár í Samherja fiskeldi ehf. vegna Eldisgarðs, nýrrar landeldisstöðvar fyrir lax á Reykjanesi, hefur verið stækkuð í 210 milljónir evra úr 125 milljónum evra vegna aukinnar eftirspurnar fjárfesta.
Sendikvinna Færeyja á Íslandi, Hanna í Horni, kynnti sér starfsemi fiskvinnsluhúss Samherja á Dalvík. Samskipti Samherja við Færeyjar hafa verið margvísleg í gegnum tíðina og fjölmargir færeyskir hópar hafa heimsótt einstaka starfsstöðvar Samherja.