Fréttir

Fékk hluta úr breskri sprengju í trollið

Hluti úr breskri sprengju sem notuð var í seinni heimsstyrjöldinni kom í veiðarfæri ísfisktogarans Bjargar EA 7 í gær er skipið var við veiðar á Rifsbanka, norður af Melrakkasléttu. Haft var samband við Landhelgisgæsluna sem staðfesti að brotið væri hluti af MARK XVII sprengju.


Gleðin allsráðandi á jólatrésskemmtun starfsmannafélags Samherja á Dalvík

Jólatrésskemmtun Fjörfisks, starfsmannafélags Samherja á Dalvík, var haldin í gær í matsal fiskvinnsluhússins. Jafnt börn sem fullorðnir skemmtu sér konunglega í fagurlega skreyttum matsalnum. Jólasveinninn lét sig að sjálfsögðu ekki vanta og hafði meðferðis í poka sínum góðgæti handa börnunum sem biðu hans með eftirvæntingu. Gengið var í kringum jólatré og boðið var upp á kakó og kökur.

- JÓLAKVEÐJA FRÁ SAMHERJA -

Samherji sendir starfsfólki, viðskiptavinum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og heillaríkt komandi ár með þökkum fyrir ánægjulegt samstarf á liðnu ári.

40 ár frá því Akureyrin EA kom til heimahafnar úr sinni fyrstu veiðiferð

Nákvæmlega fjörutíu ár eru í dag liðin frá því frystitogarinn Akureyrin EA 10 kom úr sinni fyrstu veiðiferð, 23. desember 1983.

Frændurnir Kristján Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Þorsteinn Vilhelmsson höfðu fyrr á árinu keypt nær allt hlutafé Samherja hf. í Grindavík, sem gerði út togarann Guðstein GK 140 og fluttu þeir frændur starfsemina til Akureyrar.

Blása til nýrrar sóknar í atvinnumálum Eyjafjarðarsvæðisins

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., og Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja hf., hafa stofnað félagið Drift EA með það að markmiði að byggja upp frumkvöðla- og nýsköpunarstarf á Eyjafjarðarsvæðinu. Þar munu frumkvöðlar og fyrirtæki fá aðstöðu og stuðning við að vinna hugmyndum sínum framgang innan og utan landsteinanna.

Erfiðlega gengur að koma afurðum til kaupenda í Úkraínu

Margra kílómetra löng röð flutningabíla hefur verið við landamæri Póllands og Úkraínu undanfarnar vikur vegna aðgerða að undirlagi pólskra bílstjóra. Áætlað er að röðin hafi síðustu daga verið um 50 kílómetra löng og bílarnir í röðinni séu hátt í þrjú þúsund.

„Það er hörku góð stemning í húsinu þegar svona mikið er að gera“

Skip Samherja hafa aflað vel á undanförnum vikum, auk þess sem eftirspurn afurða hefur verið góð. Afköstin í vinnsluhúsum félagsins á Dalvík og Akureyri hafa þar af leiðandi verið í hámarki, sem þýðir að mikið hefur mætt á starfsfólki.

Áhöfn Kaldbaks EA 1 hélt litlu jólin í gær. „Kokkurinn fór gjörsamlega á kostum“

Áhafnir fiskiskipa Samherja hafa undanfarna daga haldið í þann góða sið að halda upp á litlu jólin, þar sem borð svigna undan kræsingum. Slíkar veislur kalla eðlilega á góðan undirbúning kokkanna, sem undirbúa innkaup aðfanga vel og vandlega áður en veiðiferðin hefst.

Gísli Konráðsson teiknaði merki ÚA við borðstofuborðið heima í Oddagötunni. Börnin fylgdust með og höfðu sterkar skoðanir á útlitinu

Einfalt og stílhreint firmamerki Útgerðarfélags Akureyringa er vel þekkt í hugum landsmanna.

Þrátt fyrir tískusveiflur í hönnun firmamerkja hefur merki ÚA haldist óbreytt enda, lýsir það með skýrum og hnitmiðuðum hætti starfsemi félagsins. Merkið samanstendur af formföstum línum með upphafsstöfum Útgerðarfélags Akureyringa - ÚA - og akkeri skips, sem er klassiskt tákn sjávarútvegs. Einnig er akkeri gjarnan notað sem tákn um traust og stöðugleika, bæði í ritmáli og listsköpun.

Höfundur firmamerkisins er Gísli Konráðsson, sem var framkvæmdastóri ÚA í nærri fjóra áratugi, frá 1958 til 1989.

„Á svona stundum áttar maður sig á því hvað vináttan er dýrmæt“

Reynir Gísli Hjaltason sem starfað hefur hjá Samherja í nærri aldarfjórðung fagnaði 70 ára afmæli fyrr í mánuðinum. Hann segir að tíminn hjá Samherja hafi verið ótrúlega fljótur að líða, sem sé líklega skýrt merki þess að sér hafi liðið vel í starfi. Reynir Gísli segir að tækniframfarir hafi verið ótrúlega hraðar á undanförnum áratugum og ekki sjái fyrir endann á þeim. Þegar hann var í námi voru tölvur varla komnar á markað.