Stöðugur straumur á bás Samherja og Ice Fresh Seafood í Barcelona - Aðsóknarmet slegið -
25.04.2024
Alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni Seafood Expo Global í Barcelona lýkur í dag, fimmtudag. Samherji og Ice Fresh Seafood eru með veglegan bás á þessari stærstu sjávarútvegssýningu heims á sviði veiða, vinnslu og sölu sjávarafurða. 2.244 fyrirtæki taka þátt í sýningunni frá 87 þjóðlöndum.