Fréttir

Stöðugur straumur á bás Samherja og Ice Fresh Seafood í Barcelona - Aðsóknarmet slegið -

Alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni Seafood Expo Global í Barcelona lýkur í dag, fimmtudag. Samherji og Ice Fresh Seafood eru með veglegan bás á þessari stærstu sjávarútvegssýningu heims á sviði veiða, vinnslu og sölu sjávarafurða. 2.244 fyrirtæki taka þátt í sýningunni frá 87 þjóðlöndum.

Samherji og Ice Fresh Seafood áberandi á stærstu sjávarútvegssýningu heims

Alþjóðlega sjávarútvegssýningin Seafood Expo Global í Barcelona á Spáni opnaði í gær, 23. apríl. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum á sviði veiða, vinnslu og sölu sjávarafurða.
Samherji og Ice Fresh Seafood eru að venju með stóran og vel útbúinn bás, þar sem tekið er á móti gestum frá öllum heimshlutum og afurðir kynntar. Ice Fresh Seafood sér um að selja afurðir Samherja og fleiri fyrirtækja.

Skýr markmið og þrautseigja skila árangri - Saga um gefandi samstarf -

Gústaf Baldvinsson framkvæmdastjóri Seagold Ltd., sem er sölufélag Samherja í Bretlandi, skrifar hér um skemmtilegt og gefandi samstarf við Dag Benediktsson sem í síðasta mánuði náði þeim frábæra árangri að verða fimmfaldur Íslandsmeistari á skíðum.

Áhöfn Snæfells safnaði nærri hálfri milljón króna í Mottumars

Áhöfn Snæfells EA-310, frystitogara Samherja, tók þátt í Mottumars, árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélags Íslands. Í upphafi var stefnan sett á að safna 250 þúsund krónum en niðurstaðan varð 471 þúsund krónur.

ÚA var lengi með starfsemi í þekktum húsum í miðbæ Akureyrar

Saga Útgerðarfélags Akureyringa er athyglisverð fyrir margra hluta sakir og samofin atvinnulífi Akureyrar, enda félagið frá stofnun stór vinnuveitandi í bænum.

Unnið í ÚA á laugardegi til að uppfylla óskir viðskiptavina í Frakklandi

Unnið var í fiskvinnsluhúsi Útgerðarfélags Akureyringa í dag, laugardegi, til að geta staðið við gerða samninga um afhendingu afurða til viðskiptavina í Frakklandi fyrir páska. Togarinn Harðbakur EA 3 landaði í Þorlákshöfn á fimmtudaginn og stóð til að aka hráefninu norður.

Ferskur Landlax og fersk Landbleikja hljóta góðar viðtökur neytenda – SJÁÐU MYNDBANDIÐ –

Ferskur Landlax og fersk Landbleikja sem Samherji fiskeldi setti á markaðinn hér á landi undir eigin nafni í nóvember á síðasta ári, hlutu strax góðar viðtökur neytenda.

Körlum hjá Samherja færðir Mottumarssokkar

Krabbameinsfélag Íslands tileinkar marsmánuði körlum með krabbamein í Mottumars, sem er árvekni- og fjáröflunarátak félagsins.

Í ár er lögð áhersla á gildi hreyfingar sem forvarnar gegn krabbameinum hjá körlum en um leið aflar félagið fjár fyrir starfsemi félagsins, meðal annars með sölu Mottumarssokka.

Ægifagurt á heimsiglingunni

Stórfengleg fjallasý‎‎‎n heillaði áhöfn frystitogarans Snæfells EA 310 á heimsiglingu skipsins í lok síðustu viku.

Stefán Viðar Þórisson skipstjóri sendi heimasíðunni meðfylgjandi myndir.

Sjón er sögu ríkari !

Samherji á Starfamessu 2024

Um níu hundruð nemendur í 9. og 10. bekk grunnskóla á Eyjafjarðarsvæðinu auk nemanda í framhaldsskólum og Háskólanum á Akureyri sóttu Starfamessu 2024 sem haldin var í Háskólanum á Akureyri í gær. Samherji var með kynningarbás og starfsmenn kynntu starfsemi félagsins ásamt náms- og starfsmöguleikum í sjávarútvegi.