Harðbakur EA: Vírasplæsingar, spilakvöld og sushi í inniverunni
08.02.2022
Skipaflotinn fór annað hvort í land eða leitaði í var vegna óveðursins í byrjun vikunnar, auk þess sem mikil ölduhæð var á miðunum. Harðbakur EA, togari Útgerðarfélags Akureyringa, hefur legið við bryggju í Grundarfirði síðan síðdegis á sunnudag.