Fiskur frá smábátum dregur úr afköstum landvinnslunnar og bónusar starfsfólks lækka
05.06.2025
Afköst í fiskvinnsluhúsum Samherja dragast verulega saman þegar keyptur er afli af strandveiðibátum til vinnslu. Starfsmaður sem hefur unnið í tæpa fimm áratugi hjá Útgerðarfélagi Akureyringa segir sláandi mun á gæðum hráefnis frá smábátum og togurum sem veiða á djúpslóð. Laun fiskvinnslufólks lækka þegar unninn er afli frá smábátum því mun tímafrekara er að verka fiskinn.

