Fréttir

Fiskur frá smábátum dregur úr afköstum landvinnslunnar og bónusar starfsfólks lækka

Afköst í fiskvinnsluhúsum Samherja dragast verulega saman þegar keyptur er afli af strandveiðibátum til vinnslu. Starfsmaður sem hefur unnið í tæpa fimm áratugi hjá Útgerðarfélagi Akureyringa segir sláandi mun á gæðum hráefnis frá smábátum og togurum sem veiða á djúpslóð. Laun fiskvinnslufólks lækka þegar unninn er afli frá smábátum því mun tímafrekara er að verka fiskinn.

Gústaf Baldvinsson hættir eftir þriggja áratuga starf

Gústaf Baldvinsson lætur af daglegum störfum hjá samstæðu Samherja í júní. Gústaf hefur verið framkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood frá því að félagið var stofnað árið 2007 til að selja og markaðssetja afurðir Samherja á alþjóðlegum mörkuðum. Samhliða því hefur hann verið framkvæmdastjóri Seagold í Bretlandi sem hann stofnaði ásamt Samherja árið 1996.

Takk fyrir komuna

Þúsundir Akureyringa og gesta kynntu sér starfsemi Útgerðarfélags Akureyringa við Fiskitanga á Akureyri í gær, laugardaginn 31. maí.

Gjörið svo vel, gangið í bæinn

Í tilefni af 80 ára afmæli Útgerðarfélags Akureyringa er almenningi boðið að kynna sér starfsemi ÚA við Fiskitanga á Akureyri, laugardaginn 31. maí frá klukkan 11:00 til 13:00.

Útgerðarfélag Akureyringa er áttatíu ára í dag. - Tímamótanna minnst með ýmsum hætti –

Útgerðarfélag Akureyringa var formlega stofnað 26. maí 1945 og er félagið því 80 ára í dag.

Bréf til starfsfólks Samherja

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., ritaði í dag bréf til starfsfólks þar sem tilkynnti um ákvörðun sína um að láta af störfum sem forstjóri félagsins í júní næstkomandi.

Vegna endurvinnslu RÚV á fimm ára gömlu efni

Ríkisútvarpið endurflutti á mánudag fimm ára gamla umfjöllun úr öðrum miðli, þar sem gerð var ómakleg tilraun til að bendla Samherja við fund sem átti sér stað fyrir þrettán árum.

Samherji og Ice Fresh Seafood áberandi á Seafood Expo Global. „Allur fiskiheimurinn hittist á sama punktinum.“

Alþjóðlega sjávarútvegssýningin Seafood Expo Global í Barcelona á Spáni stendur yfir dagana 6.- 8. Maí. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum á sviði veiða, vinnslu og sölu sjávarafurða.

„ Ég kveð sátt og held glöð út í lífið“

Þórunn Ingólfsdóttir hefur starfað hjá fyrirtækjum við Fiskitanga á Akureyri stærstan hluta starfsævinnar, lengst af hjá Útgerðarfélagi Akureyringa og Samherja. Hún lét af störfum í fiskvinnsluhúsi ÚA um mánaðamótin og segist kveðja afskaplega sátt. Nú taki við nýr kafli í lífinu.

Fjármögnun lokið á nýrri landeldisstöð Samherja

Samherji fiskeldi ehf., dótturfélag Samherja hf., hefur lokið fjármögnun fyrsta áfanga Eldisgarðs, nýrrar landeldisstöðvar við Reykjanesvirkjun, með útgáfu nýs hlutafjár og sambankaláni. Fjármögnun fyrsta áfanga nemur 235 milljónum evra, jafnvirði 34 milljarða króna. Eitt hundrað ný störf verða til í stöðinni og annar eins fjöldi afleiddra starfa.