Vélstjórafjölskyldan á Dalvík – Vélbúnaður ræddur fram og til baka í jólaboðum stórfjölskyldunnar
23.12.2022
Halldór Gunnarsson á Dalvík hefur verið vélstjóri á Björgúlfi EA 312 svo að segja allan sinn starfsaldur, lengst af sem yfirvélstjóri eða aldarþriðjung. Fyrst á „gamla“ Björgúlfi sem kom nýr til landsins árið 1977 og síðustu fimm árin á „nýja“ Björgúlfi sem kom nýr til heimahafnar í júní 2017. Segja má með sanni að vélstjórn sé Halldóri og ættfólki hans í blóð borin og það sem meira er, flestir eru vélstjórar á skipum Samherja