Sjávarútvegurinn er háþróuð alþjóðleg atvinnugrein
29.09.2023
„Það sem gefur starfinu líf og lit eru mikil og góð samskipti við fólk. Viðfangsefnin eru skemmtileg og fjölbreytt, oftar en ekki kemur eitthvað óvænt upp þannig að fyrirfram veit maður ekki hvað vinnudagurinn ber í skauti sér,“ segir Anna María Kristinsdóttir mannauðsstjóri Samherja. Eiginmaður hennar er Friðrik Kjartansson og eiga þau tvö börn, Maríu Björk 19 ára og Kjartan Inga 15 ára. Anna María lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og rekstrarfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 1999, en því námi hefur nú verið breytt í viðskiptafræði. Viðtal við Önnu Maríu birtist í sjávarútvegsblaðinu Ægi og er það birt hér með góðfúslegu leyfi ritstjóra blaðsins.