Fréttir

1. maí: Samherji í 40 ár á Akureyri

Nákvæmlega 40 ár eru í dag liðin frá því togarinn Guðsteinn GK 140 sigldi inn Eyjafjörð. Frændurnir Kristján Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Þorsteinn Vilhelmsson höfðu þá keypt nær allt hlutafé í Samherja hf. í Grindavík, sem hafði gert Guðstein út og fluttu þeir félagið til Akureyrar. Hófst þar með saga félags, sem hefur frá þeim degi dafnað og vaxið í að vera eitt stærsta og öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, með rekstur í útgerð, landvinnslu, fiskeldi og sölu sjávarafurða.

„Fiskurinn selur sig ekki sjálfur“ - Samherji áberandi á Seafood Expo Global –

Alþjóðlega sjávarútvegssýningin Seafood Expo Global í Barcelona á Spáni opnaði í morgun og er Samherji þar með stóran og glæsilegan bás.
Steinn Símonarson aðstoðarframkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood, sem sér um að selja afurðir Samherja og fleiri fyrirtækja, segir sýninguna mikilvæga í markaðs- og sölumálum.

Hákon endurkjörinn í stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi

Hákon Þ. Guðmundsson útgerðarstjóri Samherja var endurkjörinn í stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) á ársfundi samtakanna, sem haldinn var föstudaginn 24. mars. Hann þekkir vel til starfsemi SFS, var í stjórn árin 2019-2020 og 2022. Þá hefur Hákon tekið þátt í málefnavinnu og stefnumótun á vegum samtakanna í gegnum tíðina, svo sem á sviði umhverfismála.

Einstakar myndir af þéttri loðnutorfu við Hjalteyri. „Toppurinn á ferlinum,“ segir Erlendur Bogason kafari. Myndband fylgir fréttinni

Erlendur Bogason kafari í Eyjafirði hefur í nærri þrjá áratugi myndað og rannsakað lífverur neðansjávar við strendur Íslands og víðar. Myndatökurnar hafa aukist ár frá ári, viðskiptavinir hans eru meðal annars stórar efnisveitur, svo sem Netflix. Sunnudaginn 2. apríl datt Erlendur heldur betur í lukkupottinn, hann náði að mynda mjög svo þétta loðnutorfu rétt við Hjalteyri.
Hægt er að skoða myndband af loðnutorfunni með því að smella á hnapp neðst í fréttinni.

Bleikjan komin í erlendar verslanir einum degi eftir vinnslu

Samherji fiskeldi er stærsti framleiðandi á bleikju í heiminum og eftirspurnin fer vaxandi. Í vinnsluhúsinu í Sandgerði var tekið á móti 3.800 tonnum af bleikju á síðasta ári, megin hluti framleiðslunnar er fluttur út ferskur, aðallega til Bandaríkjanna. Bergþóra Gísladóttir framleiðslustjóri segir að vinnslan í Sandgerði sé mjög vel tækjum búin á allan hátt og aðbúnaður starfsfólks góður. Nálægðin við Keflavíkurflugvöll gerir það að verkum að framleiðsla dagsins er komin til kaupenda nokkrum klukkustundum síðar.

„Hérna eru aðstæður til áframeldis hagstæðar“

Samherji fiskeldi hefur starfrækt áframeldisstöð fyrir bleikju á Vatnsleysuströnd á Reykjanesi í sautján ár. Stöðin tekur við seiðum, sem eru alin upp í sláturstærð. Vignir Stefánsson stöðvarstjóri segir aðstæður á staðnum ákjósanlegar fyrir slíka starfsemi. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á stöðinni á undanförnum árum og segir Vignir að stöðin sé vel búin.

Margrét EA landaði fyrsta farminum á Eskifirði í gær. „Þetta er hörku gott skip,“ segir skipstjórinn.

Margrét EA 710, nýtt uppsjávarskip í flota Samherja, landaði á Eskifirði í gær um tvö þúsund tonnum af loðnu. Skipið, sem smíðað var í Noregi árið 2008 var keypt í Skotlandi og hét áður Christina S.

„Gæðaeftirlitið er skemmtilegt starf og alltaf hægt að læra eitthvað nýtt“

Saga Karen Björnsdóttir starfar við gæðaeftirlit í fiskvinnslu Samherja á Dalvík. Hún segir sjávarútveg spennandi og skemmtilega atvinnugrein og hvetur ungt fólk til að kynna sér hvaða möguleikar eru til staðar í greininni. Saga Karen segir að flókin hátæknivinnsla kalli á öflugt og stöðugt gæðaeftirlit með öllum þáttum vinnslunnar.

Nýtt skip í flota Samherja – Margrét EA 710 -

Samherji hefur keypt skoska uppsjávarskipið Christina S og kom skipið til Reykjavíkur í gær. Skipið hefur verið skráð hér á landi og mun það bera nafnið Margrét EA 710. Þrjú skip hafa áður borið þetta nafn – Margrét - í sögu Samherja.

Samherji kynnti starfsemi félagsins á Starfamessu 2023

Um sjö hundruð grunnskólanemendur í 9. og 10. bekk frá Akureyri og nærsveitum sóttu Starfamessu 2023, sem haldin var í Háskólanum á Akureyri í síðustu viku. Markmiðið með viðburðinum var að kynna fyrir nemendunum atvinnustarfsemi á Eyjafjarðarsvæðinu og þau tækifæri sem bíða þeirra í framtíðinni.