Fréttir

Sogarmur í sjálfvirknibúnaði hannaður af starfsmönnum Samherja og ÚA. Búnaðinum framleiddur með þrívíddarprentara á Dalvík

Tækniteymi landvinnslu Samherja vinnur að þróun og hönnun nokkurra tæknilausna fyrir fiskvinnsluhús Samherja og Útgerðarfélags Akureyringa á Dalvík og Akureyri. Þessa dagana er verið að taka í notkun sogarma sem tengjast flóknum sjálfvirknibúnaði í vinnsluhúsunum, sem hannaðir og þróaðir eru af tæknideild Samherja og framleiddir í þrívíddarprentara á Dalvík. Eldri sogarmarnir uppfylltu ekki þær kröfur sem gerðar eru til slíks hátæknibúnaðar.

Fjölskyldusigling á Eyjafirði í blíðskaparveðri

Landherji, sem er Starfsmannafélag starfsfólks á skrifstofum Samerhja, efni í gær til fjölskyldusiglingar á Eyjafirði með uppsjávarveiðiskipinu Vilhelm Þorsteinssyni EA 11.

Samgöngusamningar njóta vinsælda meðal starfsfólks

Hjólageymslur við stærstu starfsstöðvar Samherja og Útgerðarfélags Akureyringa eru vel nýttar þessar vikurnar. Starfsmönnum stendur til boða að gera samgöngusamning, sem kveður á um mánaðarlegan styrk til þeirra sem nota vist- og heilsuvæna ferðamáta til og frá vinnu að jafnaði þrjá daga vikunnar. Fullur styrkur er 9.000 krónur á mánuði og er skattfrjáls.

Rækjuvinnsla Hólmadrangs á Hólmavík stöðvuð

Snæfell, sem er dótturfélag Samherja, tók yfir rekstur rækjuvinnslu Hólmadrangs á Hólmavík síðla árs 2019 en Hólmadrangur var þá í greiðslustöðvun.

Fjölskylduhátíð haldin á Akureyri í brakandi blíðu

Starfsmannafélögin STÚA og Fjörfiskur, sem eru starfsmannafélög starfsfólks Útgerðarfélags Akureyringa og Samherja á Dalvík, héldu í dag sameiginlegan fjölskyldudag á lóð ÚA á Akureyri. Þátttakan var mjög góð , enda veðrið eins og best verður á kosið. Þetta er í fyrsta sinn sem félögin halda slíkan dag í sameiningu.

„Öryggismálin eru alltaf tekin föstum tökum“

Kristján Páll Hannesson stýrimaður er fastráðinn annar stýrimaður á Björgvin EA 311 en gegnir að auki margvíslegum öðrum stöðum á skipum Samherja. „Skip Samherja stunda margvíslegar veiðar, eru öll afar vel búin enda hef ég verið hjá Samherja eða tengdum félögum alla mína sjómennsku“. Kristján Páll segist þakklátur fyrir öll þau fjölbreyttu verkefni sem honum hefur verið trúað fyrir.

Reynslumiklir skipstjórar samstíga í land eftir 22 ára samvinnu

Skipstjórarnir á Kaldbak EA 1, þeir Angantýr Arnar Árnason og Sigtryggur Gíslason, hafa látið af störfum vegna aldurs. Báðir eiga þeir að baki langt og farsælt starf hjá Samherja og Útgerðarfélagi Akureyringa.

Tilkynning frá Samherja

Í ljós hefur komið að svokallaður „listgjörningur“ með misnotkun á vörumerki Samherja náði til til þriggja heimsálfa og var tilraun til misnotkunar send til 100 fjölmiðla á Íslandi, Noregi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Ástralíu.

Skipsbjalla Harðbaks EA 3 komin til varðveislu á Akureyri, 44 árum eftir að skipið var selt í brotajárn

Útgerðarfélag Akureyringa keypti togarann Harðbak EA 3 frá Aberdeen í Skotlandi árið 1950. Á þessum tíma átti félagið fyrir tvo togara, Kaldbak EA 1 og Svalbak EA 2.

Bréf til samstarfsfólks

Ágæta samstarfsfólk.

Eins og ykkur er eflaust kunnugt um, hefur falsfréttum í nafni Samherja verið dreift að undanförnu.
Sett var upp heimsíða í Bretlandi, í nafni og með myndmerki félagsins og fréttunum dreift þaðan.