„Fiskvinnsluhús Samherja eru vel búin í kæli- og frystitækni“
09.01.2024
Jakob Björnsson vélstjóri í fiskvinnsluhúsi Útgerðarfélags Akureyringa á Akureyri hefur svo að segja alla tíð starfað við frysti- og kælikerfi í sjávarútvegi, bæði til sjós og lands. Vinnsluhús ÚA er afkastamikið og vel útbúið tæknilega fullkomnum búnaði, sem er nokkuð flókinn, þar sem mörg kerfi þurfa að virka saman eins og til er ætlast.