Fréttir

Erindi forstjóra Samherja á Sjávarútvegsdeginum

Sjárvarútvegsdagurinn, í samstarfi Deloitte, Samtaka atvinnulífsins og Samtaka fyrirtækja í sjárútvegi, var haldinn 17. október s.l. í Hörpu. Dagurinn bar yfirskriftina Högum seglum eftir vindi. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf, hélt þar erindið Enginn er eyland. Hvar stöndum við? Í erindi sínu fór Þorsteinn Már m.a. yfir stöðu íslensks sjárvarútvegs og viðhorf samfélagsins á sjávarútveginum.

Björg EA 7 á heimleið

Björg EA 7 lagði af stað frá Tyrklandi sl.sunnudag15.október og gengur siglingin heim vel. Einn af hásetunum um borð er Óskar Magnússon rithöfundur og stjórnarmaður Samherja en skilaboð frá honum hafa birst á Facebook síðu Samherja. Til þess að gefa fleirum kost á að fylgjast með dagbókarbrotum Óskars komum við til með að birta þau einnig hér á síðu Bjargar EA 7

Samstaða á Bleika deginum

Starfsfólkið á aðalskrifstofu Samherja á Akureyri tekur heils hugar þátt í Bleika deginum.og sýnir með því samstöðu í baráttunni gegn krabbameini hjá konum.


Umfjöllun um Samherja á sjónvarpsstöðinni Hringbraut

Samherji vekur athygli á umfjöllun um húsleit Seðlabanka Íslands hjá Samherja í þættinum Atvinnulífinu, sem fjallar um gjaldeyriseftirlit Seðlabankans. Þátturinn var á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar og einnig er hægt að sjá hann á þessum tengli:


Fyrri hluti:


 

Síðari hluti:


 

Einnig er vakin athygli á þættinum 21 á Hringbraut 23.nóvember 2018
þar sem Ragnar Árnason, hagfræðingur og fyrrverandi bankaráðsmaður í Seðlabankanum kemur til Björns Jóns Bragasonar og taka þeir fyrir Samherjamálið.

 Nafnið Baldvin úr skipastóli Samherja

Þau tímamót eiga sér stað í þessari viku að skipið Baldvin NC, sem áður hét Baldvin Þorsteinsson EA, verður afhentur nýjum eigendum. Þar með lýkur 25 ára farsælli sögu skipsins með Baldvins nafninu.
Frystitogarinn Baldvin Þorsteinsson EA kom til landsins sem fyrsta nýsmíði Samherja fyrir 25 árum, þann 20. nóvember 1992. Skipið var smíðað í Flekkefjord í Noregi, 66 metra langt og 1.500 tonn að stærð. Fyrsti skipstjóri þess var Þorsteinn Vilhelmsson en aðrir skipstjórar í þau 10 ár sem skipið var í eigu Samherja voru Arngrímur Brynjólfsson, Guðmundur Jónsson og Hákon Þröstur Guðmundsson.

Kristina EA seld til Rússlands

Fjölveiðiskipið Kristina EA hefur verið selt til Rússlands og verður afhent nýjum eigendum í næstu viku. Þar með lýkur ríflega 10 ára sögu þess í eigu Samherja.

Kristina EA er um 7.000 tonn að stærð og 105 metra langt, smíðað á Spáni árið 1994. Það varð stærsta skip íslenska fiskveiðiflotans þegar það kom hingað til lands í maí 2005 og bar þá nafnið Engey RE-1. Samherji keypti skipið í mars 2007 af HB-Granda hf. og nefndi það Kristina EA.

Skipið hefur reynst farsælt í rekstri þennan áratug. Það fór í sína síðustu veiðiferð á laugardaginn 16. september sl. og lagði upp frá Færeyjum. Það hóf veiðar daginn eftir í svokallaðri Síldarsmugu á alþjóðlega hafsvæðinu á milli Íslands, Færeyja og Noregs. Kristina landaði 2.180 tonnum af frystum makríl í Hafnarfirði á þriðjudaginn eftir 6 sólarhringa á miðunum. Áhöfnin notaði tímann á siglingunni til Hafnarfjarðar til að klára að frysta aflann. Áætlað aflaverðmæti er um 300 milljónir króna. Síðasta veiðiferðin reyndist sú besta í 10 ára sögu skipsins hjá Samherja.

Samherji hlýtur íslensku sjávarútvegsverðlaunin 2017 í tveimur flokkum – framúrskarandi fiskvinnsla og framúrskarandi skipstjóri.

Framúrskarandi fiskvinnsla - Gestur Geirsson framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja veitti viðtöku Íslensku sjávarútvegsverðlaununum í flokknum „Framúrskarandi fiskvinnsla. Verðlaunin eru veitt Samherja fyrir landvinnslu félagsins á Akureyri og Dalvík.  Verðlaunin eru fyrst og fremst viðurkennig á því frábæra starfi sem okkar starfsfólk innir af hendi allt árið um kring. 
Framúrskarandi skipstjóri. Guðmundur Þ. Jónsson skipstjóri á Vilhelm Þorsteinsyni EA hlaut verðlaunin í flokkunum Framúrskarandi skipstjóri. Við afhendinguna kom fram að „Guðmundur er einn af reyndustu og farsælustu skipstjórum íslenska flotans og skip undir hans stjórn hafa árum saman skilað mestu aflaverðmæti allra íslenskra fiskiskipa.“

Nýtt kynningarmyndband Samherja og Ice Fresh Seafood

Samherji og Ice Fresh Seafood kynna myndbandið:
THE QUEST FOR QUALITY - From Catch to table
Þetta er annað þriggja kynningarmyndbanda sem gerð hafa verið fyrir Samherja og Ice Fresh Seafood. Myndböndin voru frumsýnd á sjávarútvegssýningunni í Brussel fyrr á þessu ári en um nýjung er að ræða í kynningarmálum félaganna.

Farsæll rekstur Samherja á árinu 2016

"Við erum stolt af afkomu Samherja hf. Samstillt vinna, eljusemi, dugnaður og traust starfsmanna okkar og samstarfsmanna um allan heim hefur enn á ný skilað afrakstri sem rík ástæða er til að gleðjast yfir," segir Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hf., þegar ársuppgjör Samherja hf. fyrir árið 2016 er kynnt, að loknum aðalfundi.
Hagnaður Samherja hf. af rekstri dóttur- og samstarfsfélaga í fimmtán löndum nam 14,3 milljörðum króna. Rúmur helmingur starfseminnar er í útlöndum. Afkoma dótturfélaganna var einnig arðbær. Miklar fjárfestingar hafa staðið yfir og eru framundan og því var samþykkt á aðalfundi Samherja hf. að greiða ekki arð vegna rekstrarársins 2016.

Samherjasjóðurinn gefur skíðalyftu

Í tilefni þess að Kaldbak EA 1, hinu nýja skipi Útgerðarfélags Akureyringa, var formlega gefið nafn, við þau tímamót að 70 ár eru liðin frá því Kaldbakur EA 1, fyrsta skip Útgerðarfélags Akureyringa,  kom til landsins og að 19. ágúst sl. voru liðin 60 ár frá því að frystihús ÚA var tekið í notkun, var samfélaginu færð skíðalyfta að gjöf. Það var Helga Steinunn Guðmundsdóttir, fyrir hönd Samherjasjóðsins, sem afhenti stjórn Vina Hlíðarfjalls gjafarbréf um lyftu, bolta og vír og flutning á því til Íslands.


Samherji_gefur_skidalyftu