Tvö stutt og eitt langt
26.01.2024
Áratuga löng hefð er fyrir því að fiskiskip, sem gerð eru út frá Akureyri, flauti er þau láta úr höfn. Þegar skipin eru komin á siglingu og eru hæfilega langt frá bryggju er flautað tvisvar sinnum í eina til tvær sekúndur og einu sinni í fjórar til sex sekúndur. Með þessu merki kveður áhöfnin heimahöfn með táknrænum hætti og heldur til veiða.