Fréttir

Allir starfsmenn landvinnslu skimaðir, einnig áhafnir skipa

Allt starfsfólk vinnsluhúsa ÚA og Samherja á Akureyri og Dalvík var skimað í morgun og áhafnir skipa voru sömuleiðis skimaðar fyrir brottför.

Uppgjör Samherja Holding ehf. sýnir traustan rekstur

Hagnaður af rekstri alþjóðlega sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja Holding ehf. á árinu 2020 nam 27,4 milljónum evra og 1,4 milljónum evra á árinu 2019.
Rekstur samstæðunnar felst í útgerð, landvinnslu, markaðs- og sölustarfsemi auk flutningastarfsemi. Ársreikningarnir voru samþykktir á aðalfundi félagsins hinn 29. desember 2021.

Hátíðarkveðja

Samherji sendir landsmönnum bestu óskir um gleðilega hátíð með von um árangursríkt ár 2022

Jólalegir togarar í aðventublíðunni

Öll skip Samherja og ÚA eru komin í land og áhafnirnar komnar í jólafrí. Skipin eru fagurlega skreytt og setja sterkan svip á hafnirnar þar sem þau liggja.

Skata í hádeginu og skipin jólaljósum prýdd

Starfsfólk ÚA á Akureyri tók forskot á sæluna í hádeginu er vel kæst skata frá Dalvík var á matseðlinum, sem margir höfðu beðið eftir með tilhlökkun. Skip Samherja og ÚA sem komin eru í land eru í jólabúningi, ljósum prýdd.

Cuxhaven landar á Akureyri og áhöfnin komin í jólafrí - Flautað við Hrísey og veifað

Verið er að landa um fjögurhundruð tonnum af afurðum úr togaranum Cuxhaven NC 100 á Akureyri og verður skipið á Akureyri fram yfir áramót. Þegar Cuxhaven sigldi fram hjá Hrísey var flautað og veifað til íbúa eyjarinnar, samkvæmt gamalli hefð.

Markviss hráefnisstýring lykilatriði „Já, þetta getur verið stressandi“

Hráefnisstýring er gríðarlega mikilvægur þáttur í starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja. Veiðar, vinnsla og sala ferskra afurða þurfa að fara saman til þess að ná sem bestum árangri. Landvinnslur ÚA á Akureyri og Samherja á Dalvík þurfa samtals 140 til 200 tonn af fiski til vinnslu á dag. Fimm togarar félaganna sjá vinnslunum fyrir hráefni, veiðarnar þarf að skipuleggja með tilliti til afkastagetu vinnsluhúsanna og eftirspurnar á mörkuðum.

Strákarnir á Harðbak EA í jólaskapi á miðunum

Borðin svignuðu undan kræsingum í Harðbak EA 3, togara ÚA um síðustu helgi. Kristinn kokkur hafði undirbúið innkaup aðfanga fyrir túrinn vel og vandlega eins og venjulega, að þessu sinni þurfti þó að gera ráð fyrir veglegum litlu jólum eins og vera ber á sjálfri aðventunni.

Fiskurinn vinsælastur í mötuneyti ÚA – Uppskrift: Steiktur ÚA fiskur

Starfsmenn í fiskvinnsluhúsi ÚA á Akureyri eru á bilinu 110 til 120 og langflestir borða daglega í mötuneytinu.
Sigurður Már Harðarson matreiðslumeistari stýrir mötuneytinu og hann segir að eðli málsins samkvæmt sé nokkuð mismunandi hvaða réttir séu í uppáhaldi hjá svo stórum hópi. Fiskurinn njóti þó alltaf mikilla vinsælda, steiktur ÚA fiskur tróni líklega á toppnum. Sigurður gefur góðfúslega lesendum heimasíðunnar uppskriftina girnilegu.

Stór og góður þorskur veiðist vel á Dohrnbanka

Togaraflotinn hefur ekki stundað veiðar á Dohrnbanka - sem er djúpt vestur af landinu - í háa herrans tíð, enda svæðið aðallega þekkt fyrir rækjuveiði. Þegar aflabrögð voru slök á hefðbundnum bolfiskmiðum í síðasta mánuði, ákvað Samherji að senda togarann Björgvin EA á Dohrnbanka. Skemmst er frá því að segja að aflabrögðin voru góð, stór og vænn þorskur. Íslenskum skipum fjölgaði hratt á þessum slóðum í kjölfarið, enda fiskisagan fljót að fljúga innan greinarinnar.