Fréttir

Sveitarstjóri Norðurþings kynnti sér stækkun Silfurstjörnunnar

Verklegum framkvæmdum við stækkun landeldisstöðvar Fiskeldis Samherja í Öxarfirði, Silfurstjörnunnar, miðar vel áfram. Katrín Sigurjónsdóttir nýr sveitarstjóri Norðurþings kynnti sér framkvæmdirnar, sem eru þær viðamestu í sveitarfélaginu á þessu ári. Hún segir að stækkunin komi til með að styrkja atvinnulífið á svæðinu, enda Silfurstjarnan stærsti vinnustaðurinn í Öxarfirði á eftir sjálfu sveitarfélaginu.

„Þess vegna er svo gott að mæta til vinnu eftir gott sumarleyfi“

Vinnsla hófst í fiskvinnsluhúsi ÚA á Akureyri sl. fimmtudag eftir fjögurra vikna sumarleyfi. Fyrr í sumar lá vinnsla niðri í fiskvinnslu Samherja á Dalvík í jafn langan tíma. Gestur Geirsson framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja segir að Björgvin EA 311 hafi verið fyrsta skipið sem landaði afla til vinnslu á Akureyri eftir sumarleyfi.

Snæfell EA 310 til heimahafnar eftir endurbætur

Snæfell EA 310, frystitogari Samherja, kom til Akureyrar sl. laugardag. Samherji keypti skipið af Framherja í Færeyjum á árinu. Ýmsar endurbætur voru gerðar á skipinu í kjölfar kaupanna, sem aðallega er ætlað að stunda veiðar og vinnslu á grálúðu og karfa.

Landslag, nýtt útilistaverk Brynhildar Þorgeirsdóttur við fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík

Útilistaverk eftir listakonuna Brynhildi Þorgeirsdóttur hefur verið sett upp við fiskvinnsluhús Samherja hf. á Dalvík. Verkið nær yfir þrjú beð og mynda eina heild sem ber titilinn Landslag. Brynhildur segir líklega einsdæmi að einkafyrirtæki láti gera eins viðamikið listaverk og Landslag er.

Makrílvertíðin: Stærsta holið 660 tonn

Uppsjávarskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA 11, er á leiðinni til Neskaupstaðar með 1.580 tonn af makríl. Stærsta holið var um 660 tonn, sem er jafnframt hið stærsta á vertíðinni. Hjörtur Valsson skipstjóri segir ómögulegt að áætla hvernig vertíðin þróast, makríllinn syndi hratt til norðurs.

Ákvað snemma að feta í fótspor forfeðranna

„Já, það má klárlega segja að sjómennska sé í blóðinu og þá sérstaklega skipstjórn. Pabbi er skipstjóri, annar afi minn stundaði sjóinn í nokkur ár og hinn var skipstjóri, einnig langafar og frændur sem voru skipstjórar og einn vélstjóri þannig að ég er á vissan hátt að feta í fótspor forfeðranna í Bolungarvík,“ segir Hreinn Eggert Birkisson fyrsti stýrimaður á Björgu EA 7, togara Samherja.

Ársuppgjör Samherja 2021: Góð afkoma af rekstri og sölu eigna

Hagnaður af starfsemi Samherja hf. eftir skatta (án áhrifa og söluhagnaðar hlutdeildarfélaga) nam 5,5 milljörðum króna en árið á undan var hagnaðurinn 4,5 milljarðar króna.
Á árinu voru hlutabréf í Síldarvinnslunni hf. seld og nam söluhagnaður auk hlutdeildar í afkomu síðasta árs samtals 9,7 milljörðum króna.

„Stundum finnst manni eftirlitskerfið full nákvæmt“

“Aðalvélin er nógu stór fyrir skipið, þar sem skrúfan er stór og togkrafturinn er nægur. Með minni vél og stærri skrúfu nýtist afl vélarinnar betur og ekki þarf eins mikla olíu sem kemur sér vel á tímum hækkandi olíuverðs. Auk þess er kolefnissporið minna miðað við stærri og kraftmeiri vélar. Hún sinnir sem sagt sínu hlutverki með sóma,” segir Jóhann Orri Jóhannsson fyrsti vélstjóri á Björgu EA 7, togara Samherja.

Anna EA 305 seld til Kanada

Útgerðarfélag Akureyringa hefur selt línuskipið Önnu EA 305 til kanadíska fyrirtækisins Arctic Fishery Alliance.

„Enginn vill lenda í því að taka á móti þyrlunni vegna slyss um borð“

Einar Kristinn Kristgeirsson annar stýrimaður á Björgu EA 7, togara Samherja, hefur umsjón með öryggismálum um borð í umboði skipstjórans. Hann segir að skipverjarnir séu mjög áhugasamir og tali mikið um öryggismál og æfingar séu haldnar reglulega.