Fréttir

Margrét EA landaði fyrsta farminum á Eskifirði í gær. „Þetta er hörku gott skip,“ segir skipstjórinn.

Margrét EA 710, nýtt uppsjávarskip í flota Samherja, landaði á Eskifirði í gær um tvö þúsund tonnum af loðnu. Skipið, sem smíðað var í Noregi árið 2008 var keypt í Skotlandi og hét áður Christina S.

„Gæðaeftirlitið er skemmtilegt starf og alltaf hægt að læra eitthvað nýtt“

Saga Karen Björnsdóttir starfar við gæðaeftirlit í fiskvinnslu Samherja á Dalvík. Hún segir sjávarútveg spennandi og skemmtilega atvinnugrein og hvetur ungt fólk til að kynna sér hvaða möguleikar eru til staðar í greininni. Saga Karen segir að flókin hátæknivinnsla kalli á öflugt og stöðugt gæðaeftirlit með öllum þáttum vinnslunnar.

Nýtt skip í flota Samherja – Margrét EA 710 -

Samherji hefur keypt skoska uppsjávarskipið Christina S og kom skipið til Reykjavíkur í gær. Skipið hefur verið skráð hér á landi og mun það bera nafnið Margrét EA 710. Þrjú skip hafa áður borið þetta nafn – Margrét - í sögu Samherja.

Samherji kynnti starfsemi félagsins á Starfamessu 2023

Um sjö hundruð grunnskólanemendur í 9. og 10. bekk frá Akureyri og nærsveitum sóttu Starfamessu 2023, sem haldin var í Háskólanum á Akureyri í síðustu viku. Markmiðið með viðburðinum var að kynna fyrir nemendunum atvinnustarfsemi á Eyjafjarðarsvæðinu og þau tækifæri sem bíða þeirra í framtíðinni.

Bréf til starfsmanna

Ágæta samstarfsfólk.
Mér finnst rétt að upplýsa ykkur um þá merkilegu breytingu sem orðið hefur í umfjöllun um málefni Samherja í tengslum við Namibíu. Á miðvikudaginn birti sérblað Aftenposten í Noregi, Innsikt, langa afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar sem var í síðasta hefti blaðsins. Þetta er í fyrsta skipti sem virtur fjölmiðill tekur undir þau sjónarmið okkar að einhliða og hlutdrægar frásagnir eigi ekki heima í vandaðri fréttaumfjöllun, eins og við höfum sannarlega fengið að kynnast bæði hér á Íslandi og erlendis. Ég ætla að fara aðeins nánar yfir afsökunarbeiðni Aftenposten með ykkur.


Íbúar Reykjanesbæjar áhugasamir um landeldi Samherja fiskeldis

Fjölmargir sóttu opinn kynningarfund Samherja fiskeldis í Keflavík, þar sem umhverfismatsskýrsla Eldisgarðs í Auðlindagarði HS orku á Reykjanesi var kynnt, ásamt áformum um atvinnuuppbyggingu á næstu árum.

Opinn kynningarfundur

Samherji fiskeldi býður til opins kynningarfundar í tilefni af skilum á umhverfismatsskýrslu Eldisgarðs í Auðlindagarði HS Orku á Reykjanesi. Fundurinn verður haldinn á Marriott hótelinu í Reykjanesbæ, fimmtudaginn 23. Febrúar, frá klukkan 17:00 til 19:00.

Skjámyndakerfi sem sýnir úr hvaða rými skipsins brunaviðvörun berst

Um borð í uppsjávarveiðiskipi Samherja, Vilhelm Þorsteinssyni EA 11, hefur verið tekið í notkun skjámyndakerfi sem tengt er við brunaviðvörunarkerfi skipsins. Með tilkomu kerfisins getur áhöfnin séð með myndrænum hætti í hvaða rými skipsins viðvörun kviknar og þar með brugðist fyrr við en ella og með ákveðnari hætti. Ekki er vitað til þess að annað fiskiskip í heiminum sé búið slíku viðvörunarkerfi, enda þannig búnaður aðeins í stórum skipum, svo sem skemmtiferðaskipum.

Umhverfismatsskýrsla eldisstöðvar Samherja fiskeldis á Reykjanesi

Samherji fiskeldi ehf. áformar að byggja eldisstöð í Auðlindagarði HS Orku á Reykjanesi. Fiskeldisstöðin samanstendur af seiðastöð, áframeldisstöð og vinnsluhúsi ásamt stoð- og tæknibyggingum. Umhverfismatsskýrsla um fyrirhugaða uppbyggingu og starfsemi hefur nú verið birt á vef Skipulagsstofnunar.

Gamla fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík í nýju hlutverki

Tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective standa nú yfir á Dalvík og hefur miðbærinn heldur betur tekið breytingum, hluti bæjarins hefur verið klæddur í gervi lítils bæjar í Alaska-ríki í Bandaríkjunum. Í gamla fiskvinnsluhúsi Samherja á Dalvík eru skrifstofur framleiðenda þáttanna og þar er leikmunadeildin sömuleiðis til húsa. Nokkrir starfsmenn Samherja á Dalvík hafa ráðið sig í aukahlutverk.