Fréttir

Fjárfestingar Samherja lýsa framsýni og trú á íslenskan sjávarútveg

Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi kynnti sér starfsemi fiskvinnsluhúss Samherja á Dalvík og uppsjávarveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA 11, ásamt nokkrum starfsmönnum samtakanna.
Hún segir að til þess að standast alþjóðlega samkeppni verði sjávarútvegsfyrirtæki að fjárfesta í nýsköpun og fiskvinnsluhúsið á Dalvík og Vilhelm Þorsteinsson EA 11 séu skýr dæmi um framsýni, nýsköpun og frumkvöðlastarf.

Fyrsta rafræna öryggis- og þjálfunarhandbók íslenska fiskiskipaflotans virkjuð

Rafræn öryggis- og þjálfunarhandbók hefur verið virkjuð um borð í uppsjávarskipi Samherja, Vilhelm Þorsteinssyni EA., sem er jafnframt fyrsta rafræna öryggis- og þjálfunarhandbókin sem gefin er út fyrir skip í íslenska fiskiskipaflotanum.

Opnir fundir um sjávarútveg

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi halda opna fundi um íslenskan sjávarútveg í mars. Tilgangur fundanna er að varpa ljósi á áhrif sjávarútvegs á daglegt líf fjölmargra annarra en þeirra sem starfa beint í eða við sjávarútveg; samfélagið, einstaklinga og fyrirtæki.

Jöfn laun kvenna og karla staðfest

Samherji Ísland, Útgerðarfélag Akureyringa og Samherji fiskeldi hafa fengið formlega jafnlaunavottun, þar sem staðfest er að félögin uppfylla kröfur um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

„Sjávarútvegurinn er alþjóðleg hátæknigrein“

Sunn­eva Ósk Guðmunds­dótt­ir hef­ur verið gæðastjóri land­vinnslu Sam­herja og Útgerðarfé­lags Ak­ur­eyr­inga í um tvö ár. Hún seg­ir starfið fjöl­breytt og kröf­ur viðskipa­vina séu alltaf að aukast. Í gróf­um atriðum gangi gæðastjórn­un út á að vinna sam­kvæmt ákveðnum stöðlum. Ann­ars veg­ar þeim sem fyr­ir­tækið set­ur og hins veg­ar ósk­um viðskipta­vina víða um ver­öld. Rætt er við Sunnevu í sérstöku Akureyrarblaði í Morgunblaðinu í dag.

Efast um mælingar á loðnustofninum

“Ég hreinlega man ekki eftir svona tíðarfari, það hafa verið svo að segja látlausar brælur á miðunum frá því loðnuveiðar með nót hófust í byrjun febrúar með tilheyrandi erfiðleikum og barningi,“ segir Guðmundur Þ. Jónsson skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA 11, sem hefur vissar efasemdir um að mælingar á loðnustofninum hafi gefið rétta mynd af stærðinni. Hann segir að öflugur skipafloti hafi skipt sköpum á vertíðinni, regluleg endurnýjun sé nauðsynleg.

Sóttvarnartakmörkunum að mestu aflétt

Svo að segja öllum sóttvarnartakmörkunum í vinnsluhúsum Samherja og ÚA hefur nú verið aflétt, sléttum tveimur árum eftir að neyðar- og viðbragðsáætlanir vegna COVID-19 voru virkjaðar. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja fagnar þessum tímamótum og þakkar starfsfólkinu fyrir að hafa brugðist við heimsfaraldrinum af ábyrgð og sýnt mikla þrautseigju og aðlögunarhæfni. Gestur Geirsson framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja segir þetta tveggja ára tímabil hafa verið strembið en með samstilltu átaki hafi tekist að halda starfseminni gangandi.

Endurunnin veiðarfæri nýtt í framleiðslu húsgagna

Góð umgengni um hafið og fiskveiðar í sátt og samlyndi við náttúruna eru megin forsendur þess að fiskistofnar verði nýttir um alla framtíð. Á undanförnum árum hefur náðst góður árangur í minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda frá sjávarútvegi en ekki má láta staðar numið.

Látlausar brælur, samt unnið alla daga í landvinnslum

Svo að segja látlausar brælur á miðunum hafa sett stórt strik í reikninginn hjá togaraflotanum. Pálmi Gauti Hjörleifsson skipstjóri á Björgúlfi EA 312 segir veðrið í janúar og febrúar með miklum ólíkindum, veðrið og veðurhorfur hafi í raun stjórnað því hvar sé veitt hverju sinni.

Vetrarfrí hjá Samherja

Starfsfólk vinnsluhúsa Samherja og ÚA á Dalvík og Akureyri fer í tveggja daga vetrarfrí í vikunni, fimmtudag og föstudag.
Starfsmenn fá frí í einn dag á launum og hinn daginn er tekið út orlof. Þetta fyrirkomulag er unnið í góðu samstarfi við starfsmenn, sem hafa val um að taka frí með þessum hætti. Mismunandi er hjá öðrum starfsstöðvum hvernig fyrirkomulagið er útfært.