„Við sýnum húsið og allan búnaðinn með stolti“
20.04.2022
Fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík verður opið almenningi á sumardaginn fyrsta frá klukkan 09:00 til 13:00. Sigurður Jörgen Óskarsson vinnslustjóri segir tilhlökkun að sýna eitt fullkomnasta vinnsluhús heimsins í bolfiski enda hafi húsið verið meira og minna lokað öðrum en starfsfólki frá því vinnsla hófst í ágúst 2020.