Landslag, nýtt útilistaverk Brynhildar Þorgeirsdóttur við fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík
03.08.2022
Útilistaverk eftir listakonuna Brynhildi Þorgeirsdóttur hefur verið sett upp við fiskvinnsluhús Samherja hf. á Dalvík. Verkið nær yfir þrjú beð og mynda eina heild sem ber titilinn Landslag. Brynhildur segir líklega einsdæmi að einkafyrirtæki láti gera eins viðamikið listaverk og Landslag er.