Upplýsingaskilti við Landslag
24.10.2022
Útilistaverkið Landslag eftir listakonuna Brynhildi Þorgeirsdóttur hefur vakið verðskuldaða athygli en verkið var sett upp sl. sumar við fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík. Landslag nær yfir þrjú beð við fiskvinnsluhúsið og inniheldur þrjú fjöll, sjö steina, klett og sex form sem þakin eru melgresi, sem óx skammt frá húsinu. Saman mynda þessi listaverk eina heild.

