Heimsins bestu fiskibollur eru reglulega í matinn á Björgu EA - kokkurinn deilir uppskriftinni -
03.06.2022
Magnús Sævarsson kokkur á Björgu EA 7 hefur stundað sjómennsku í þrjá áratugi, þar af sem kokkur á skipum Samherja í um tuttugu ár. Hann hefur verið kokkur á Björgu frá því skipið kom nýtt til landsins, fyrir tæplega fimm árum síðan. Fiskur nýtur alltaf vinsælda hjá áhöfninni, enda hæg heimatökin fyrir kokkinn að nálgast ferskt hráefni. Magnús veitir lesendum samherji.is góðfúslega uppskrift að fiskibollum, sem alltaf falla vel í kramið hjá áhöfninni. „Þetta eru bestu fiskibollurnar í heiminum og svo er uppskriftin svo dásamlega einföld,“ segir Magnús.