Efast um mælingar á loðnustofninum
17.03.2022
“Ég hreinlega man ekki eftir svona tíðarfari, það hafa verið svo að segja látlausar brælur á miðunum frá því loðnuveiðar með nót hófust í byrjun febrúar með tilheyrandi erfiðleikum og barningi,“ segir Guðmundur Þ. Jónsson skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA 11, sem hefur vissar efasemdir um að mælingar á loðnustofninum hafi gefið rétta mynd af stærðinni. Hann segir að öflugur skipafloti hafi skipt sköpum á vertíðinni, regluleg endurnýjun sé nauðsynleg.