Áform um nýja fiskeldisstöð á Reykjanesi í myndum

Samherji fiskeldi áformar að byggja upp allt að 40.000 tonna landeldi á laxi í þremur áföngum á næstu 11 árum. Landeldisstöðin verður staðsett í Auðlindagarðinum við Reykjanesvirkjun og mun samanstanda af seiðastöð, áframeldisstöð og frumvinnsluhúsi ásamt þjónustubyggingum.

Hér er tengill á myndband sem sýnir þessi áform og hér neðar eru tölvugerðar yfirlitsmyndir.

Markmiðið með landeldinu er að framleiða heilnæma gæða vöru með lágu vistspori. Fjölmörg störf verða til á framkvæmdatímanum og á annað hundrað störf við landeldið þegar vinnsla á afurðum hefst. Framkvæmdin styður við markmið Auðlindagarðsins um nýtingu affallsstrauma frá jarðvarmavirkjunum sem í dag renna að hluta ónýttir til sjávar.